Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 10
656 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nikulás Albertsson: Önnur grein. Hreindýraveiðisögur Jóns Gíslasonar í Vopnafirði Nauftsyn knýr á dyr Þá kem ég að síðustu veiðiferð- inni, er ég fór úr Skriðdal. Síð- asta veturinn, sem ég var í Vatns- skógum, var heldur hart í ári, bæði hvað snerti tíðarfar og grassprettu, en það tvennt hefur oft markað djúp spor í afkomu þjóðarinnar. Þegar leið á útmánuðina, fóru ýms- ir örðugleikar að koma í ljós, eins og reyndar oft vildi verða hjá all- flestum þeim hinum smærri bænd- um þarna um slóðir og máske víðar. Kaupstaðarvara var illfáanleg og vont að draga að sér utan af Eski- firði, heiðar erfiðar eða jafnvel ófærar og í slíkar ferðir ógjarnan Frh. af bls. 655 magna og ruglaði eitthvað. Pró- fessor Bailey kom til hans í einu kastinu og mældi heilabylgjur hans. Kom þá í ljós að skemmd var í heilanum við hægra gagnauga. Þegar sjúklingurinn hafði náð sér, bauðst læknirinn til þess að gera á honum heilaskurð og tók pilt- urinn því boði fegins hendi. Og einhverju sinni er hann var með sjálfum sér, var hann lagður á skurðarborðið. Eftir nokkra mán- uði fékk hann svo að fara af hæl- inu, að vísu ekki albata, en köst- in voru nú orðin svo væg að hann gat unnið bug á þeim með meðul- um. farið nema í ýtrustu neyð. Var þá oft þrautaleiðin að leggja á öræfin í leit að björg, fara á hreindýra- veiðar og reyna að afla í soðið. Seinni hluta einmánaðar tók ég byssu mína snemma morguns og lagði af stað í veiðiferð. Veður var gott og færi sæmilegt, því að hlák- ur höfðu gengið og var heldur lítill snjór í sveitum, en til heiða var hjarn og gangfæri gott. Ég helt nú inn á mínar gömlu veiðislóðir og klifraði hátt í Forviðarf jall, en ekki samt alveg upp á hnúkinn, og svo þaðan sem leið liggur inn Breið- dalsheiði, þó það norðarlega að Yxnagilsár voru skammt norðan við mig. Þarna sá ég ekkert hrein- dýr, en aðeins gðmul einstök för eftir þau. Ekki var nú um annað að tala en að halda áfram og helt ég beint stryk inn að Kjalfelli og svo inn eftir því nokkuð ofarlega, og þegar ég hafði farið æðilangt ínn eftir því, rakst ég á för eftir dýr, og voru þau nýleg að sjá og lifnaði nú heldur veiðihugurinn í mér við það að sjá förin, og fór ég nú að hvessa sjón mína eftir beztu getu, því að nú gat ég átt von á að ég færi að verða einhvers var, enda var liðið fast að kvöldi og mátti varla seinna vera, að ég færi að sjá og fá eitthvað. Allt í einu sá ég hvar tveir tarfar lágu ekki mjög langt í burtu, og fór ég nú að hugsa upp leið, sem ég gæti farið til að nálgast þá og virtist mér það mundi takast, ef gætilega yrði farið og eftir góða stund var ég kominn í sæmilega aðstöðu að mér fannst, og flaug mér í hug, að þeir væru svona óvarir um sig, vegna þess að þeir hefðu ekki orðið manns varir í langan tíma, og það var mér í vil í þessu tilfelli. Vinátta meðal hreina Ég komst loks í færi, en var þó ekki ánægður með það, því að sá tarfurinn, sem nær mér var, sneri í mig afturendanum, og þótti mér það bölvað. En það var engin leið að komast framan að honum, og varð ég því að freista þess að láta hann fá það að aftan verðu, sem í flestum tilfellum er vonlítið. Ég skaut nú samt og báðir tarfarnir stukku á fætur, og sá ég strax að sá tarfurinn, er ég miðaði á, hafði fengið mikið af skotinu og hlaut að vera mikið særður. Ég komst svo á milli þeirra eftir góðan sprett og gat ég bugað þann særða í átt til dalsins. Þá stanzaði sá særði og í sömu andránni stanzaði hinn líka, sem hlaupið hafði í áttina til öræf- anna, og heyrði ég þá, að sá heil- brigði gaf frá sér hljóð æðisterkt, helzt var hægt að líkja því við kumr eða sterkt nasahljóð og hef ég aldrei heyrt hreindýr gefa frá sér hljóð, hvorki fyr né síðar, en er hinn tók ekki undir, þá helt sá heilbrigði áfram inn á öræfin. — Hefur sjálfsagt ekki búizt við að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.