Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 653 I LEIT AÐ ÚRANÍIJM FIMM ár eru nú síðan að vestan hafs hófst nýtt kapphlaup um að finna auðæfi í jörðu. Það byrjaði með því, að kjarnorkunefndin (Atom Energi Commission) hét 10.000 dollara verðlaunum hverj- um þeim, sem gæti bent á nýa úraníumnámu. Samt fannst nefnd- inni þetta ganga of seint, og fyrir rúmum tveimur árum hækkaði hún verðlaunin upp í 35.000 doll- ara. Og þá „kom líf í tuskurnar", Eftir fáa mánuði hafði nefndin greitt rúmlega 250.000 dollara í verðlaun. Þeir, sem fengið hafi þessi verð- laun, eru ekki námafræðingar né jarðfræðingar, heldur hinir og aðr- ir, sem stunda úraníumleit í tóm- stundum sínum. Eru þar veiði- menn einna fremstir í flokki. Þeir fara út um fjöll og firnindi, og nú er það talið alveg jafn sjálfsagt að hafa Geiger-mæli með sér, eins og veiðistöng eða byssu. Einn af þess- um mönnum fann mjög auðuga úraníumnámu, sem enginn vissi einnig beinlínis selt vöruna. Til þess þarf eigi aðeins málþekkingu he]dur einnig mannþekkingu, og skyldi eng- inn minkast sín fyrir það að leita til sér færari manna í þeim efnum. Það er ekkert handahófsverk að gefa vöru nafn. Menn mega ekki fara eftir því þótt þeim sjálfum þyki eitthvert nafn fallegt. Þeir þurfa-. að fá nafn sem kaupendum gezt að, þvi það er ekki tilgangurinn að framleiðandinn sjálfur geti horft með velþóknun á nafnið og vöruna óselda, heldur að nafnið gangi í augun á kaupendunum. um áður. ASrir hafa sent þúsundir sýnishorna til nefndarinnar, og fjörutiu af þessum sýnishornum benda til þess að þar sem þau voru tekin, muni vera svo mikið úraní- um í jörð að borgi sig að vinna það. Úraníum finnst afar víða og það er ekki nema eðlilegt aS þeir, sem ferðast um fjöll og óbyggðir, rekist manna helzt á það. En til þess þurfa þeir að hafa verkfæri í hönd- unum. Og það eru nú f jögur ár síð- an að farið var að selja létta Geiger -mæla í sportvöruverslunum. Eftir- spurnin var svo mikil, að ein versl- un seldi þegar mörg hundruð af þessum mælum, og það voru aðal- lega veiðimenn, sem keyptu. Þetta þótti kjarnorkunefndinni mjög vænt um, og dr. Philip L. Merritt, sem stendur fyrir leitinni, hvatti menn til þess að leita: „Úraníum er miklu víðar í jörð en menn gerðu sér grein fyrir upphaflega", sagði hann. „Það finnst í öllum ríkjun- um, frá Maine til Kaliforníu. Og þótt stjórnin láti sjálf fram fara rannsókn á þessu, þá komast menn hennar ekki yfir helminginn af þeim stöðum, þar sem úraníum kann að finnast." Stjórnin hefur haft mikið gagn af þessum sjálfboðaliðum. Þeir hafa rekizt á úraníum þar sem eng- um datt í hug að það væri til. Svo var t. d. um námuna, sem fannst í Grants-héraði í Nýu Mexikó. — Rannsóknamenn stjórnarinnar höfðu ferðazt víða um vesturríkin, en þeim kom ekki til hugar að leita í Grants, vegna þess að þar var að- eins kalksteinn í jörð. Og úraníum hafði aldrei fundizt í kalksteini. En þarna bjó bóndi, Paddy Martinez, og hann vissi ekki um þetta. Svo var það einu sinni, að hann varð tóbakslaus. Hann tók því hest sinn og reið til næsta versiunarstaðar, en þangað voru um 10 km. Á heim- leiðinni rak hann augun í einkenni -legan ljósgulan stein undir berg- skúta. Og þá minntist hann þess, að fyrir þremur árum höfðu að- komumenn í Grants verið að sýna gulan stein, og sögðu að þetta væri úraníumsteinn. „Stjórnin borgar 10.000 dollara verðlaun hverjum þeim, sem finnur svona grjót", höfðu þeir sagt. Paddy tók sýnis- horn af þessum steini, og það kom í ljós að þarna var einhver auðug- asta úraníumnáma, sem enn hafði fundizt. Úraníum hefur fundizt í granít, leir, kalksteini, sandsteini og brennisteinssúrum jarðvegi. — Það hefur fundizt í sandi og í árfarveg- um. Helzt finnst það í sambandi við málma, svo sem kobalt, silfur, nikkel, bismút, kopar og vanadíum. Það hefur margs konar lit, græn- an, gulan, brúnan og svartan. Það er mjög þungt í sér, þyngra en gull, og steinar, sem úraníum er í, eru allt að helmingi þyngri en aðrir samskonar steinar. Það eru margar leiðir til þess að leita að úraníum. Sumir nota út- bláa geisla, aðrir Ijósmyndir. Enn aðrir nota alls konar mæla, svo sem „scintilloscope", „electroscope" eða Geiger-mæli. Öll þessi áhöld líkj- ast ferðaútvarpi og eru á stærð við það. Thorium líkist mjög úraníum, og það er ekki á færi annarra en vís- indamanna að gera greinarmun á þeim. En stjórnin gerir greinarmun á þeim. Hún veitir engin verðlaun fyrir að finna thorium, enda þótt það sé dýrmætt í sjálfu sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.