Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 4
650 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jóhanni Klein fógeta. Var sýslu- maður óorðvar og taldi Klein að lj^íin5b^|ði^iifeytt að sér óvirðing- aoorðiujj og reiddist mjög við og hugði á hefndir. Þegar eftir Alþing lét hann svo stefna sýslumanni til Hevness á Akrartési hinn 3. ágúst 1672, fyrir dóm' Sigurðár lösmanns Jónsson- ar út af tóbaksmálinu. Var þangað stefnt vitnum og sóru þar tveir menn, Hannes Teitsson, sá er tóbakið hafði gevmt, og Guðmund- ur nokkur Jónsson, að ekkert mark hefði verið á tóbaksböggum þeim, er í land voru fluttir, ann- að en það merki er sett hefði verið á þá í Hollandi. Sýslumaður gat eigi sannað sína sögu, að hann hefði merkt bagg- ana með konungs merki sem udp- tækt góss, en varð að viðurkenna að hann hefði skilið þá eftir í skipinu ráðstöfunarlausa. Var þá dæmt að hann hefði brot- ið af sér embætti sitt, og voru þeg- ar settir lögsagnarar í sýsluna. Virtist þá sumum, að það mundi hafa ráðið nokkru um hvað dórn- urinn var harður, að Sigurður lög- maður hefði eigi glevmt því að Jón náði sýslunni undan honum. Hinn afdankaði sýslumaður fær biskupstign. Jón sýslumaður sat nú embættis- laus á Leirá, en árið eftir (1673) sigldi hann til Kaupmannahafnar til þess að reyna að fá uppreisn, ef auðið væri. Þá hafði Pétur Griffenfeld kom- izt til hinna hæstu metorða vegna gáfna sinna og lærdóms og var orðinn æðsti maður konungs. Kom Jón sér í kynni við hann og tókst að ná hvlli hans. Leiddi það til þess, að Kristján konungur 5. gaf út skipunarbréf til hans hinn 12. mar? 1674 að hann skyldi vera varabiskup 'á Hólum meðan Gísli biskup Þorláksson lifði, en taka við biskupsdæmi þar við fráfall hans. Samtímis var Jóni veitt magisternafnbót. Og annað bréf fékk konungur honum í hendur einnig, Var það skipunarbréf til Brynjólfs Sveinssonar að hann skyldi vígja Jón Vigfússon til biskups hér í landi. Kom Jón svo út sumarið 1674 og vígði Brynjólf- ur biskup hann í Skálholti sam- kvæmt fyrirmælum konungs. „Það þrent hafði aldrei skeð hér áður“, segir Jón Halldórsson í Biskupasögum sínum, „í fyrsta lagi að einn sýslumaður yrði biskup, í öðru lagi að biskup var vígður hér á landi og í þriðja lagi að 4 isíenzkir biskupar hafi undir eins verið hér í landi, hvað allt bar við á þessu ári“. (Þórður Þorláks- son hafði þá tekið biskupsvígslu til að verða eftirmaður Brynjóifs biskups í Skálholti). ----o---- Það er af Griffenfeld að segja, að svo skjótur sem frami haus hefði orðið, þá hrapaði hann þó enn skjótar úr tigninni tveimur árum síðar. Var hann kærður og þung- ar sakir á hann bornar, og meðal þeirra var sú, að hann hefði gert hinn afdankaða sýslumann Jón Vigfússon að biskupi. Var Griffen- feld dæmdur til að missa æru, líf og eignir, hið bláa riddaraband af honum rifið og sverð hans brotið. Koriungur gaf honum þó líf, en setti hann í ævilangt fangelsi í Munkholm hjá Þrándheimi. Sdt hann þar til 1698 að honum var sleppt úr fangelsinu og leyft að fara til Þrándheims. Þar andaðist hann svo 12. mars 1699 á 25 ára afmæli veitingarbréfs Jóns Vig- fússonar fyrir biskupsembættinu. Gísli Þorláksson Hólabiskup andaðist árið 1685 og tók Jón Vig- fússon þá við biskupsembættinu á Hólum. Varð honum það hvorki til gæfu né fagnaðar, en það er önnur saga. Á. Ó. j (öantakja ] Mummi var boðinn í veizlu | með foreldrum sínum og af því ► 2 að hann var orðinn átta ára, þá I i átti hann að fá að sitja að borð- > 3 um með fullorðna fólkinu. > J Mömmu þótti þó vissara að æfa J 4 hann dálítið í borðsiðum áður, ► J sýna honum hvernig hann ætti 1 að nota hnífapörin, hvernig 4 hann skyldi fara með munn- ► J dúkinn, hvernig hann ætti að > 2 stinga skeið upp í sig og svo ► 3 framvegis og sVo framvegis. Að ► j lokum sagði Mummi: * 4 — En ef þau gefa okkur sæta- > J búðing, á ég þá að borða hann > J með gaffli? [ 4 —Auðvitað, sagði mamma, ► J það gerir fullorðið fólk alltaf. I J — Heyrðu mamma, áttu ekki ► < dálítið af sætabúðing, sem ég ► J gæti æft mig á? £ 3 © ; 2 Jói var fjögurra ára og hann 3 < vildi gera eitthvað til gagns á [ 4 heimilinu, svo mamma sagði að ► hann mætti sækja brauð fyrir J sig. Brauðbúðin var beint á móti ► ] handan við götuna. > — En varaðu þig á bílunum, ► sagði mamma. ► J Eftir drykklanga stund kemur • , 4 Jói aftur brauðlaus. > < — Fórstu ekki ú,t í brauðbúð- ► ina? spurði mamma. J < — Nei, það komu engir bilar > 3 svo ég gat ekki varað mig. ► 3 ® I 4 Það var einu sinni 1 skólanum , 4 að kennarinn spurði Sigga: [ 4 — Hver heldurðu að sé nú > f beztur hér í bekknum? £ 4 — Árni, sagði Siggi. ► , — Og hver heldurðu svo að sé y 2 næstbeztur? ► 4 Siggi hugsaði sig lengi um ► 3 þangað til hann sagði: Kennar- I 4 inn. > 2 O > 4 Sigga litla var þriggja ára og ► 2 mamma var með hana í strætis- [ < vagni. Þar sat einnig aldraður > 3 maður, nauðsköllóttur, en með , < mikið skegg. Sigga horfði lengi [ < þegjandi á hann, þangað til hún > ] segir hátt: [ < — Sjáðu mamma, hausinn snýr > 4 öfugt á manninum. ►

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.