Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 13
að drengurinn lét hringinn í buxna vasa sinn og var hann týndur, þeg- ar heim kom, og hefur ekki sézt síðan. Útbúnaður í veiðileiðangur En svo að ég snúi mér aftur að hreindýrunum, þá var það þannig, að á ýmsum árum voru hreindýr friðuð fyrri hluta sumars, en ann- aðhvort 1. ágúst eða 15. ágúst mátti fara að veiða þau. Þeir töluðu sig nú saman bænd- urnir á Aðalbóli og Vaðbrekku um það að fara í veiðiferð til reynslu. Var nú fastsettur dagur, sem leggja skyldi upp í ferðina og skyldi Jón Þorsteinsson koma i Aðalból kvöldið fyrir, svo að ailt væri í lagi. Þetta var, að ég held, 18. ágúst. Ég var búinn að semja um það við Elías, að ég átti að vera þriðji maður í veiðiferðinni, þó það væri ekki víst að það yrði neinn gróði fyrir mig, því að náttúrlega varð ég af dagkaupi mínu hjá Elíasi, og svo þurfti ég að borga hestlán fyrir 2 hesta, hver vissi hvað marga daga maður yrði áð þvælast inn um öll öræfi. Nú var engum liðið að fara gang- andi á hreindýraveiðar, því þarna voru vegalengdir miklu meiri en þar sem ég hafði stundað veiðar áður. Það mátti bara heita gott, ef maður komst frá Aðalbóli og náði gangnamannaskýli, sem þá var við svonefnda Sauðá. Líka var nú það að farið var að bregða birtu fyr en æskilegt var, þegar maður var í svona hugleiðingum. Við höfðum hver einn hest til að sitja á og ann- an undir klyfberareiðing, sem not- ast skyldi undir væntanlega veiði, því ekki átti nú að veiða lítið. Allir höfðum við nesti til nokkurra daga, skjólföt og teppi til að sofa við. Ég varð að kaupa það nesti, er ég hafði með mér, og var Elías mér sérlega góður og nærgætinn að láta mig finna sem minnst til þess, hvað það LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kostaði, því að Elías var sérlega óeigingjarn maður. Og það, sem ég hafði með mér til að sofa við, léði Elías mér af góðum hug. Um vopnabúnað er það að segja, að við höfðum allir samsorta riffla. Állir voru þeir afturhlaðnir og kúl- urnar Voru af þeirri gerð er í bá daga voru nefndar kólfkúlur. Minn rifill var nýlega keyptur af Þór- arni Ketilssyni, sem þá var til heimilis að Kleyf 1 Fljótsdal hjá tengdaforeldrum sínum. Þórarinn hafði eitthvert hugboð um það, að hann bæri ekki rétt og vildi því ekki eiga hann, en ég keypti hann alls óhræddur eftir að ég hafði skotið úr honum á 100 faðma færi lengst inni á öræfum og gerðust kaúpin þar. Þetta prófskot mitt hitti svo að segja alveg í punkt, og var ég mjög ánægður með hann. Þessi skotheppni mín gat legið í því, sem ég sá betur en Þórarinn, og af því hafi ég hitt með rifflin- um, en hann ekki. Það var líka oft orsök feilskota, að menn voru ekki nógti naskir á að gizka á fjarlægð milli skotmarks og skotmanns. En það var alveg víst, að ég hafði hitt á það rétta í þetta sinn, en svo gat nú þetta verið hending. En þrátt fyrir allt, var ég ákveð- inn að taka afleiðingunum og þess vegna keypti ég riffilinn. Ég var nú ákveðinn að reyna hann, ef nokkurt dýr kæmi í færi, og hlakk- aði ég til þess að fá vissu mína, hvort ég hitti-eða ekki með riffl- inum. Lagt á stað til öræfa Þá var nú dagurinn upp runninn, er við skyldum leggja af stað. — Dagurinn var tekinn snemma, því langt var inn í Sauðárkofa, og hin glöggu augu Elíasar gátu oft séð það, er aðrir ekki sáu, enda gat vel fyrir komið að við þyrftum þess vegna að leggja lykkj.u á leið okk- 659 ar, ef hann sæi hreindýr á leiðinni inn eftír. í ferðina lögðu 3 menn, áður- greindir, og höfðum við samtals 6 hesta. Við urðum að byrja á því að fara yfir Hrafnkelu (ána) og fara meðfram henni að sunnan- verðu, vegna þess að þar var betri vegur en að vestanverðu. Svo fór- um við vestur yfir hana aftur skammt fyrir innan Faxahús, sem eru beitarhús frá Aðalbóli, þar sem Freyfaxa var hrundið fram af hamr inum af eigandanum, Hrafnkeli, sem þá bjó á Aðalbóli. Hann trúði á hestinn, en sá, að það mundi ekki hafa verið réttur átrúnaður og framdi því þetta níðingsverk. Áfram heldum við eftiír'áð yfír ána kom og stefndum 'á; vestur- öræfin. Allt voru þarna vegleysur, enda var leiðin mjög seihfarin og torsótt. Þegar inn á öræfin kom, háfði Elías orð á því við okkur, af5 við skyldum ekki að nauðsyhj'alausu talast við, og hafa engan 'hávaða að öðru leyti, því enginn viSsi fyrir fram, hvað skeð gæti og Váf því hlýtt. Nokkru síðar snaraðíst Elías af baki og benti okkur til að gerá það sama, og hlýddum við því, og lagði nú Elías af stað gangandi og teymdi hestana. Við höfðum það alveg eins. — Þannig var haldið áfram æðilengi, þar til við komum í gott haglendi; þar skildum við hestana eftir og fórum svo á hnot- skóg og fór Elías á undan. Allir fóru afar gætilega. — Allt í einu stanzaði Elías, og sáum við að hann lét skot í riffil sinn; það gerðum við líka, en ekkert orð var talað. Svo heldum við í humátt á eftir honum, og tók ég eftir því, að Elías rakti sig eftir lægðum þeim er til fellu. Allt í einu komum við nafni minn auga á það, sem Elías hafði séð löngu á undan okkur, og-voiru það æðimörg hreindýr í hálsbrún-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.