Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS inni austan við Jökulsá. Sum stóðu, en þó held ég að fleiri hafi legið. Nú var kostað kapps um að kom- ast í gott skotmál og tókst það sæmilega, án þess að þau yrðu okkar vör. Fórnardyr valin úr stórum hópi Við stönzuðum þarna í því skjóli, er við höf ðum, sem var svolítil mel- alda, og vorum við að athuga dýrin. í hópnum bar einna mest á stórum tarfi og leyst mér vel á hann, því að hann var langvænztur að sjá af hópnum. Hann var með hvít horn. Hornin verða þannig, þegar loðnan er dottin af þeim, enda virt- ist hann vera vel þroskaður og full- orðinn. Þarna var líka annar tarf- ur. Hann var svipaður á stærð, en hornin á honum voru dökkgrá og loðin. Við fórum að hvíslast á um það hvernig við ættum að skipta með okkur dýrunum, og kom þá í híuta Elíasar tarfurinn með hvítu hornin, en ég átti að skjóta á þann með gráu hornin, en Jón Þorsteins- son átti að fást við stóra kú, sem auðsjáanlega var geld og gaf því törfunum ekkert eftir, og fórum við nú að koma okkur fyrir, og til þess að allt færi eftir áætlun, áttu allir að skjóta í einu, því að hug- myndin var að reyna að skjóta aft- ur á hópinn, ef við yrðum dálítið handfljótir að hlaða byssurnar aft- ur. Hópurinn var mjög stór, milli 35 og 40 dýr. Nú skutum við allir eftir merki frá Elíasi og tókst það allsæmilega, og skal nú greina glöggt frá því. — Árangur skotanna varð þannig: Tarfur EUasar særðist mikið og hljóp af stað ofan hálsinn og Elías á eftir og hurfu þeir. En hvernig sem á því stóð þá hafði tarfurinn, sem ég skaut á, fótbrotnað nokkuð ofarlega og stökk hann af stað og stefndi út óræfin og hljóp Jón Þor- steinsson á eftir honum og skildi ég ekki þá ráðstófun, svo að ég varð að elta kú Jóns Þorsteinssonar, en hún hafði lærbrotnað og hentist áfram á þremur fótum og stefndi út öræfin. Ég var vel frískur á fæti og hljóp það sem ég gat og komst ég loksins fyrir hana og kom á hana skoti, og banaði henni með því. Síðan gerði ég kúna til og bar kjötið upp á melöldu, þar sem hæst bar, breiddi svo húðina yfir það og skákaði svo hausnum ofan á allt saman og reyndi svo að staðsetja þetta eftir því sem ég gat, og setti allt vandlega á mig, til þess að mér yrði auðveldara að hafa upp á því aftur. Nú fór ég að svipast um eftir fé- lögum mínum, og kom þá Elías neðan hálsinn og var búinn að gera til sinn tarf. Það var ekki að því að spyrja að Elías mundi tæplega tapa særðu dýri, því hann var svo frár á fæti, að það voru næstum einsdæmi og þolinn að sama skapi, og þar af leiðandi heppinn með af- brigðum. Svo lóbbuðum við Elías þangað, sem dýrin höfðu verið og sáum við þá, hvar Jón kom frá því að gera til tarfinn, sem hann hafði elt, þó það væri nú reyndar minn tarfur. — Svo fórum við að tala um það, hvert dýrin hefði farið og vildi Elías reyna að komast eftir því, hvert þau hefði farið, og að grannskoða umhverfið og vita, hvort við fyndum ekki för, er segðu okkur til vegar. Og er við höfðum ranglað dálítið um, fann ég för í stórri mosaþúfu, og dáðist Elías að því, hvað ég hefði verið eftirtekt- arsamur. Svona þyrftu allir hrein- dýraveiðimenn að vera. En það væri nú síður en svo, því sumir virtust ekkert vita í sinn haus, hvernig þau höguðu sér eða hvert þau færi eftir árás, en á því gæti oft oltið um talsverðan framhald- andi árangur af veiðiferðum. Niðurstaðan af samtali okkar varð sú, að Elías og Jón fóru eftir því sem förin sögðu til um; hann treysti mér ekki eins vel og þeim, og kom þá í minn hlut að tína sam- an hestana og halda síðan inn að Sauðárkofa, og skyldi ég svo búast þar um til næturgistingar og bíða þeirra þar, og framkvæmdi ég svo þessa áætlun, eftir því sem ég bezt gat. Ég var svo búinn að hita kaffi og bíða lengi, þegar loksins að þeir komu, því þeir komu ekki fyr en í svarta myrkri. En ég hafði kveikt ljós á kerti og hafði það þar sem þeir hlutu að sjá það, og flýtti það för þeirra talsvert, því þeir sáu ljósið. Elías sagði mér, þegar hann kom, að hann hefði tapað af för- unum nokkru eftir að við skildum, en haldið svo inn öræfin og loksins hefðu þeir séð dýrahópinn, en ekki látið þau verða sín vör, og bjóst Elías við því, að þau mundu verða á leið okkar, þegar við færum út ef tir á morgun. Og skapaðist í okk- ur lifandi veiðihugur og löngun, og vongóðir sofnuðum við eftir að hafa borðað og drukkið heitt kal'fi eins og hver vildi. Ekki urðu allar ferðir til fjár Morguninn eftir var farið snemma á fætur og lagt af stað og bjuggumst við jafnvel við því, að hitta dýrin það tímanlega, að við gætum þreytt dálítið við þau, og lá nú vel á okkur. En það fór nú á aðra leið. Við leituðum þarna á víðáttumiklu svæði, en fundum ekkert, og hafa dýrin þar verið okkur snjallari, og að lokum gáf- umst við alveg upp við alla leit. Við heldum nú út öræfin, en við fórum aðra leið en þá, sem við komum inn eftir, og með því kom- um við á Þuríðardalsbrúnir og skoðuðum selsrústir þær, er notað var sem sel af Hrafnkeli bónda á Aðalbóli, þegar hann bjó þar. Þar vó hann drenginn, Einar Sámsson, samanber Hr-aínkelssögu, fyrir það, að hann fór á bak hestinum Frey-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.