Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 12
653 I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um var íædd og uppalin undir Eyafjöllum og kom um tvítugsald- ur austur á þessar slóðir, og mátti heita merk kona, prýðilega skyn- söm og hagmælt vel, og áhuga manneskja til allra starfa. Hún kom austur á vegum Gísla Hjálm- arssonar læknis. Mun hafa verið lifrar eða sullaveik, og var til lækninga hjá Gísla lækni, og náði talsverðum bata. Gísli tók þessa stúlku á heimili sitt, án þess að spyrjast fyrir um það, hvort hún gæti nokkuð borgað eða ekki. Gísli var höiðinglyndur maður í hví- vetna. Frá Gísla fór hún til Bjarna Finnssonar í Kollastaðagerði og þar náði hún fullri heilsu, og sagði hún mér, að Bjarni hefði látið sig drqkka ^eyði af marhálmi og fleiri jurtujc%iOg,fullyrti hún, að af því hefði s«r alveg batnað, þó að lang- an tíma tæki það, eða um tvö ár. Þegar hún var orðin heil heilsu, kynntist hún manni, sem Árni hét, og byggðu, þau upp nýbýli og nefndu það Vatnsskóga. Þau eign- uðust eitt barn, en það dó ungt. — Svo fór að koma kurr á milli þeirra. Um þ*r mundir kom að Vatns- skógum maður, sem áður er nefnd- ur og hét Pétur Finnbogason. Hann settist upp í Vatnsskógum, án alls umtals frá sinni hálfu eða beiðni húsbænda, en aumingja Sigríður vissi varla hvað gera skyldi, en lét þó kyrrt. En eftir æðitíma varð Árni að fara og tók hann með sér eitthvað af gripum, en kvaðst þó eiga meira. Þó held ég að hann hafi aldrei fengið meira, þó hann kæmi þangað margar ferðir. Hann hafði það við orð í hvert skifti, er hann kom, að nú skyldi hann skrúfa það út úr henni, þetta eða hitt er hann tilnefndi, en var eftir þessar ferðir sínar nefndur Árni skrúfa, og festist það við hann, en aldrei varð ég var við, að hann fengi neitt meira en það, sem hann fór með í fyrsta skifti, er hann fór. Þegar Sigríður var unghngur gerði hún ýmsar vísur við mörg tækifæri. Hún og annar unglingur áttu að vinna á túni frá bæ, og vildi bóndi ekki að þau tefðu sig við máltíðir eða annað slíkt, og áttu þau að fá mat að kvöldi, en heitt var um daginn og skíturinn harður, sem þau áttu að berja og datt þá bónda í hug að færa þeim skyrblöndu á kút, og um leið og hann fekk þeim kútinn, sagði hann við þau, að þau mættu ekki drekka mysuna tóma, það yrði að blanda hana með vatni, annars yrði hún undir eins búin. Þá kom vísa hjá Sigríði. Hún er svona: Hunangs mysan hefur keim helzt af kjöti lóma. Sjálfur má hann segja þeim að súpa hana ekki tóma. Bóndinn var afar vílinn, barði lóm- inn, sem kallað er. Jón Jónsson hét maður, Skag- firðingur að ætt. Hann kom full- orðinn austur á Hérað og skáldaði hann margar vísur um ýmsa og um ýmislegt. Síðustu æviár sín var hann til heimilis í Vatnsskógum hjá Sigríði, og þar dó hann. Hann gerði vísu um Sigríði í Vatnsskóg- um, og er hún svona: Sigríðar er rausn órýr ráðdeildar með snilld hún býr Vatns- á Skógum vel forsjál, vitur nóg með lipra sál. Þetta vor, sem frá er sagt hér að framan, fluttist ég alfarinn úr Skriðdalnum, og var ég þá hingað og þangað og átti ekkert við hrein- dýraveiðar. I Hrafnkelsdal Nokkrum árum síðar varð ég heimilisfastur á Jökuldal og komst ég þá í kynni við Elías Jónsson bónda á Aðalbóli og Jón Þorsteins- son bónda a Vaðbrekku. Bæði þessi býli eru í Hrafnkelsdal, sem sker sig suður úr Jökuldal, rétt sunnan við Jökulsá á Dal gegnt bænum Brú á Jökuldal, sem fjöldi manns kannast við. Ég varð svo kaupamaður hjá Elíasi á Aðalbóli þetta sumar, sem frá verður greint. Þetta sumar sem við Elías vorum saman, var oft tal- að um hreindýr og hreindýraveið- ar og gat Elías gefið mér margar og miklar upplýsingar og fróðleik þessum veiðum viðvíkjandi, og lærði ég margt af honum, sem mér kom að góðu gagni. Aðalból var þá innsti bær í Hrafnkelsdal og er þar framúr- skarandi fallegt á sumrin. Næsti bær eða bæarrústir nú orðið sunr.- an Hrafnkelu og Aðalbóls eru rúst- ir af bænum Laugarásum, þar sem sá bær var til forna. Þar er æði- mikill gulvíðiskógur á nesi því, er rústirnar eru á og er þar heit laug um 80 gr. heit og sá ég þar í þeirri laug lifandi orm, að mér virtist, og þótti mér það næsta ótrúlegt, en gat engan veginn skýrt það fyrir mér, eða fengið skýringu hjá öðr- um, hvernig á því stæði. Uppblástur var þá í algleymingi sérstaklega utan til í dalnum og npkkuð langt frá Aðalbóli; þar voru fornar menjar að býli, sem ég heyrði ekki getið um nafn á. Einu sinni var þarna á ferð son- ur bóndans á Vaðbrekku, Sigfúsar Hallssonar, og var hann að huga að kvíaám, og fór hann þá þarna um þessar bæarrústir og æðistórt uppblásið landsvæði kringum tóft- irnar, og fann þá gullhring þar, að líkindum, er sorphaugur hefur ver- ið. Var þetta venjulegur einbaug- ur, sléttur. En drengurinn var það barn, að hann gat ekki metið, hve mikil gersemi hringurinn var, og hann hefði fundið og var hann þó vel skýr eftir aldri, en því miður man ég ekki nú orðið hvað dreng- urinn hét, en svo sorglega vildi til,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.