Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 8
654 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS IVIeð heilauppskurði er hægt að lækna óða menn ÞAÐ ERU nú 25 ár síðan að prófessor Berger í Jena í Þýzka- landi fór að gera tilraunir að mæla heilabylgjur manna. Gerði hann þessar tilraunir á dóttur sinni. Hafði hann til þess móttökutæki, sem ekki var ósvipað nýustu loft- mælitækjum, með veltiás og sjálf- ritandi nál, eða penna. Og þá skeði það, sem engan hafði órað fyrir áður. Veltiásinn tók að hreyfast og nálin ritaði á hann merkilegar bylgjulínur. Það var rafmagnsút- streymi frá heila dótturinnar. í fyrsta skifti í sögunni hafði tekizt að sýna, að þessar heilabylgjur áttu sér stað. En þótt þetta hefði tekizt, vissu menn fyrst í stað ekki hvernig átti að færa sér þessa nýu þekkingu í nyt. Það var að vísu gert áhald til þess að mæla heilabylgjurnar (kallað elektroenzephalograph), en gagnsemi þess virtist vera heldur lítil. En þá var það, að einhverj- um lækni hugkvæmdist að nota þetta áhald til þess að rannsaka heilabylgjur ungs manns, sem fékk Sérfræðingar í heilasjúkdórnum hafa gert nokkurs konar „landabréf" af mannsheilanum og skift honum í rnörg aímorkuð hverfi, er hvert um sig gegnú ákveðnu hlutverkí. Prófessor P. Bailey æðisköst, bæði á milli kastanna og eins í köstunum sjálfum. Köstin í þessum manni byrjuðu með því, að augnaráð hans varð æðisgengið, síðan gekk hann berserksgang og braut og bramlaði allt sem í ná- munda var og æddi síðan fram og aftur og talaði tóma vitleysu. En á milli kastanna virtist hann al- heilbrigður og mundi þá ekkert af því sem skeð hafði í æðisköstun- um. Þegar læknirinn rannsakaði hann nú meðan hann virtist heil- brigður, þá var línurit það er heila- bylgjumælirinn sýndi, ekki frá- brugðið því sem er um aðra heil- brigða menn. En þegar hann var svo rannsakaður í æðiskasti, þá varð línuritið með undarlegutn skörpum sveiflum. Og læknirinn fann að þessar sveiflur stöfuðu af óreglulegum rafbylgjum frá gagn- auganu, og komst að þeirri niður- stöðu að þar fyrir innan væri ein- hver skemmd á heilanum, er þess- ari truílun væri valdandi. Þetta var þýðingarmikil upp- götvun. Áður höfðu menn enga hugmynd um af hverju menn fengu æðisköst. Það var ekki að sjá á þeim, að neitt gengi að þeim, og þess vegna voru þeir taldir ólækn- andi. Nú var sönnun fengin fyrír því, að æðisköstin stöfuðu frá ein- hverri skemmd í heilanum við gagnaugun. Nú víkur sögunni vestur til Ameríku til prófessor Percival Bailey í Chicago. Honum kom til hugar að hægt mundi að lækna þessa óðu menn með uppskurði, með því að opna heilabú þeirra og nema á brott skemmdina á heil- anum. Og þetta hefir honum tekizt svo vel, að hann er orðinn heims- frægur fyrir heilaskurðlækningar sínar, I haust heldu ýmsir af merkustu geðlæknum Þýzkalands ráð- stefnu í Munchen og var prófessor Bailey fenginn til að Hér sjást línurit af heilabylgjum. Hjá heilbrigðum manni eru bylgjurnar nokkurn veginn jafnar, en neðst má sjá hve mjög þær breytast þegar ein- hver skemmd er í heílanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.