Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 16
f 662 & LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^jriaSrafOR STUTTST AF AHÁTT UR Sigurður á Gillastöðum í Dölum kvað visu þessa svo eftir skyldi leika: Mennirnir á marar iór munu árar reina æir var í unun rór ömun vann ei neina. Átti hér engi sá stafur að vera að næði upp eða ofan úr línu og hefur hann því stafað „a?ir" fyrir ægir. (G. K.). Hnnn hefur líka orðið að stafa iór (jór) og reina (reyna). Þetta er líklega elzta visa kveðin undir svokölluðum „stutt- stafahætti" og ætti þá Sigurður þessi að vera höfundur hans. MUNUR Á HÖGUM Þorvaldur skáld Rögnvaldsson á Sauðanesi kvað þetta: Standa á þambi lítil lömb í löngum firði Skaga, en ærnar hafa enga vömb í Árskógsstrandar haga. LEIRULÆKJAR-FtSI kom eitt sinn á bæ að sumarlagi. Var þar kona ein heima með barn, er hún ruggaði i vöggu. Fúsi bað hana að gefa sér að drekka. Hún sagði að hann yrði þá að rugga barninu á meðan hún sækti drykkinn. Fúsi settist við vögg- una og þegar konan kom aftur heyrði hún hann kveða við barnið: Varastu þegar vits fær gætt til vonds að temja hendur, það er gjörvallt þjófaætt það sem að þér stendur. Faðir og móðir furðu hvinn, frændur margir bófar, C ömmur báðar og afi þinn — allt voru hýddir þjófar. Var engin hæfa fyrir þessu, því allur þótti frændbálkur sá góður. En þetta var gaman Fúsa. Svo fór um skógana. Vigfús Ormsson varð prestur á Val- þjófsstað 1789 (d. 1841). f þáttum, sem Pétur Sveinsson í Hamarsseli (f. STEPHANS-HORNIÐ — Börn St;phans G. Stephanssonar skálds, Jakob, Jóný og Rósa hafa afhent háskólanum í Manitoba til geymslu ýmsa muni úr skrifstofu föður síns. Verða þeir geymdir þar í íslenzku lesstofunni. Er þar fyrst að nefna skrifborð Stephans, sem Jón Jónsson frá Strönd smíðaði um aldamótin, og skrifborðsstóllinn, sem Helga kona Stephans gaf manni sínum. Þá er þar og útskorið horn, nefnt „Vinaminni", sem islenzkir vinir hans gáfu honum 1909. Þar er einnig forkunnar fagurt eintak af „Andvökum" í skrautbandi og með eigin handar nöfnum allra þeirra, sem stóðu að útgáfunui, ásamt skrautrituðu ávarpi og kvæði eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Þá eru þar ritföngin, sem Skagfirðingar gáfu honum 1917, hinar mestu gersemar. Enn- fremur er þar bókaskápur hans og á vegg mynd af honum sjálfum. En til hægri á veggnum má líta aðra umgjörð, og er innan í henni kló af beiti- lyngi úr Mjóadal, sem Stephani var send og umhveríis hana skrautritað kvæði, er Stephan orkti í tilefni af þeirri gjöf. — Það er fyrir frumkvaeði Finnboga prófessors Guðmundssonar að gripum þessum hefir nú verið feng- inn svo veglegur samastaður, og þar sem þeir eru nú saman komnir í ís- lenzku lesstofu háskólans, er kallað „Stefánshorn". 1823) ritaði um hann, segir svo meðal annars: — Vigfús prestur þótti held- ur ágengur við skógana í Fljótsdal. Selskógurínn í Víðivallalandi stóð þá í sem mestum blóma, þegar hann kom að Valþjófsstað, en Valþjófsstaða- kirkja átti þar ítök sem víðar, sem gamlir menn sögðu mér að væri frá Stuttánni út að Dagmálalæknum, en presti þótti það lítið, og vildi hafa út að Klifalæk, og þann skóg hjó hann allan upp, þar til hann var búinn með hann gersamlega. Hann hafði flutt um 100 hesta árlega í eldinn á Val- þjófsstað, fyrir utan það, sem gert var til kola, og svo fór hann í Lang- húsaskóg og Arnhallsstaða, og eyddi aflinu úr þeim í eldinn og kolin".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.