Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 5
„ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 ií‘>!H li'l •iuU .r/ft'ic ö (' t. . nn um veðrabreytingar í LESBÓK 25. okt. var sagt nokkuð frá þeim rannsóknum, sem farið hafa fram á því, hver áhrif veðrabreytingar hafa á menn, og var þar stuðst við grein eftir þýzkan lækni. Hér kemur önnur grein um sama efni, en hún er eftir amerískan lækni, dr. W. Schweisheimer. Greininni fylgja þessi inngangsorð: „Ef þú ert eitthvað miður þín, þá getur það verið veðrinu að kenna“. Þ A Ð er staðreynd, sem allir þekkja, að sumir dagar ársins geta vel nefnzt „dismaladagar“. Á þess- um dögum er þér allt til miska. Skóreimin þín slitnar, þegar þú ert að flýta þér á fætur, þú skerð þig með rakvélinni, þegar þú ert að raka þig, morgunkaffið er ódrekk- andi og konan heimtar af þér pen- inga. Og svo þegar þú ert kominn til vinnu, þá er eins og allt gangi öndvert, og þú ert argur, uppstökk- ur og leiður á lífinu. En þegar svo er, þá er réttast fyrir þig að líta á loftvogina (helzt veðurkort). Þar geturðu fengið að sjá orsökina til alls þessa. Vinur minn, velmetinn banka- stjóri, lenti einu sinni í hörkurifr- ildi út af smámunum og það gekk svo nærri honum að hann fekk taugaáfall. Þetta er annars mesti geðprýðismaður og kurteis í allri framgöngu. Hvernig stóð þá á því að hann rauk svona upp? Það var blátt áfram vegna þess, að þrumu- veður var í aðsigi, og veðrabrigðin höfðu þessi áhrif á skapsmuni hans. Allir verðum vér að meira eða minna leyti fyrir áhrifum af veðra- breytingum. En það er einkenni- legt að áhrifin eru mismunandi. í suma kemur „hundakæti“, aðrir verða sorgmæddir eða uppstökkir. Það er áreiðanlegt að samkomu- lag manna mundi batna stórum, ef þeir gerðu sér grein fyrir þessu. Þegar þeir vita, að það eru veðra- breytingar, sem hafa þessi áhrif á þá, ætti þeir að geta stillt sig og haft hemil á skapsmunum sínum. Annars eru margvíslegar orsakir til þess að veðrabreytingar hafa áhrif á einstaka menn og fjöldann. Það er nú fyrst veðrabrigði, lægð- ir, hitastigið, rafhleðsla í loftinu, útbláir geislar og sólblettir. Þetta veldur því að menn eru í góðu eða vpndu skapi, hvort þeim eykst dugnaður eða leti, hvort heilsa þeirra batnar eða versnar. Franskur vísindamaður segist hafa komizt að raun um, að of- hleðsla af radíum í andrúmsloftinu valdi hinu svokallaða „vorkvefi“. Hann heldur því fram, að meðan snjór liggur á jörð á veturnar, sé lítið útstreymi radíums frá jörð- inni, en undir eins og snjóinn leys- ir og klaki fer úr jörð, magnist þetta útstreymi og valdi veikind- um. Læknarnir dr. W. F. Petersen við háskólann í Illinois og dr. H. H. Reese við háskólann í Wisconsin, hafa sýnt fram á að skapferli manna fer eftir ásigkomulagi blóðs ins. Þeir segja að veðrabreytingar hafi áhrif á blóðið og þess vegna verði menn uppstökkir, niður- beygðir eða önugir. Alkunna er, að menn gleyma helzt að taka með sér regnhlíf þeg- ar þeir þyrfti helzt á henni að halda. Það er vegna þess, að menn ■ j. eru gleymnari en ella þegar loft- lægðir eru. Þegar loftvog er fall- andi, er það visst mark að menn gleyma fleiri hlutum en ella í strætisvögnum og anngr^ staðar, og óskilamunum fjölgar mjög hjá lögreglunni. Veðráttan hefur einn- ig áhrif á aðra hæfileika manna. Þegar athugun var gerð á því hve- nær bankamönnum skjöpíaðist helzt í starfi sínu, kom í ljós, að þeir gerðu flestar villur sumar og vetur, en fæstar á vorin og haustin. Umferðarslysum og slysum í verksmiðjum fjölgar líka þegar lægðir fara yfir, menn eru þá mið- ur sín og oft með höfuðverk. Þetta hefur einnig áhrif á afköst manna. Skýrslur eru til um það, að afköst hafa minnkað um 10 af hundraði þegar veðrabrigði eru í nánd. Og menn leysa einnig verk sín ver af hendi, eða koma alls ekki til vinnu sinnar vegna þess að þeim finnst vera eitthvað slen í sér. Kaupmenn ætti að gefa nánar gætur að veðurfarinu, því að það getur orðið þeim bæði til gagns og ógagns, eftir því hvernig á ér hald- ið. Sérstaklega ætti afgreiðslufólk að sýna varkárni þegar lægðir ganga yfir, því að þá eru kaupehd- ur bæði vanstilltari og útásetninga- samari en ella. Sumir kaupmenn mundu hreint ekki tapa á því að hafa búðir sínar lokaðar á sKkum dögum, því að þá er hætt við að ekki sé hægt að selja mikið. Veðrabreytingar hafa og undar- leg áhrif á smekk manna. — Þá reynslu hafa bakarar. Þegar kalt er kaupa menn aðallega smákökur og bollur, en þegar’ milt og gótt veður er, þá kaUpa þeir meira af tertum. Þess vegna eru nú sum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.