Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 649 sér. Fékk hann gott orð, en var talinn óheppinn í fjármálum. Nú reið hann þegar til Leirár að heim- sækja Jón sýslumann frænda sinn og var þar vel tekið. Reið sýslu- maður síðan með honum til skips, og vissu menn ekki hvað þeim fór á milli. En svo var það einn morgun litlu síðar að Torfi kom í land á Akra- nesi og með honum tveir Hollend- ingar af duggunni. Höfðu þeir með- ferðis sex stóra bagga af tóbaki, eins og þá var venja að flytja, og báru þá upp í sjóbúð þess manns, er Hannes hét Teitsson og vanur var að geyma ýmislegt fyrir sýslu- mann. Vissi hann ekki betur en að sýslumaður ætti að fá þetta tóbak, enda kom vinnumaður frá Leirá litlu síðar og sótti tvo baggana. Torfi hafði ekki fengið tóbakið greitt og varð því að bíða og beið duggan eftir honum. En er hann síst varði komu menn frá Bessa- stöðum og tóku bæði hann og dugguna og íluttu þangað suður eftir. Um þessar mundir var það stranglega bannað að eiga nokkur verslunarviðskifti við „ófríhöndl- ara“ og lágu þungar sektir við. Þótti nú sem sýslumaður hefði brotið þessi lög, er hann hafði keypt tóþak af Torfa og þurfti að rannsaka það mál. Var Torfi hafð- ur til Alþingis til þess að þeir sýslumaður gæti þar báðir sagt frá skiftum sínum. Lýsti Torfi þar yfir í lögréttu, að sýslumaður hefði keypt af sér tvo bagga af tóbaki fyrir ákveðið verð, en ekki greitt það. En Torfi kvaðst þó hafa venð viss um greiðsluna og þess vegna flutt tóbaksbaggana í land og beð- ið Hannes Teitsson að geyma þá, eins og sýslumaður hefði lagt fyr- ir sig. Sýslumaður kvað þetta ekki rétt. Hann kvaðst hafa gert þessa tóbaksbagga upptæka í skípinu og merkt þá konungsmarki, K og M með krít, og skilið þá eftir, en hina fjóra baggana hefði hann sent til Bessastaða og þar hefði þeir verið vegnir og „voru 2 vættir og 2 fjórð- ungar með tré og mottum“ og var það rétt. Eftir þessa yfirheyrslu var Torfa sleppt slyppum og var ekki meira gert í málinu að sinni og virtist svo sem það mundi hjaðna niður. Frá Torfa og Þormóði Torfasyni. Séra Jón Halldórsscfn segir frá því að Torfi hafi siglt til Hollands þá um haustið. Er ekki ósennilegt að hann hafi farið með því skipi er hann kom á hingað, og gerðist fleira sögulegt í ferð hans. Þá um sumarið hafði Þormóður Torfason sagnaritari komið hing- að til þess að ráðstafa arfi eftir •séra Sigurð bróður sinn, er prest- ur var að Melum í Melasveit, en andast hafði sumarið áður. Seldi Þormóður þá ýmsar jarðir, er Sig- prður hafði átt, þar á meðal Svignaskarð í Borgarfirði og keypti það mágur hans Mar^ús Bjarnason á Stokkseyri. Hann Var kvæntur Guðrúpu systur hans og áttu þau tvær ólíkar dætur. Önn- ur var Guðríður, sem giftist Hans Londeman sýslumanni í Árnes- sýslu og eru frá þeim komnir „hin- ir tignustu menn í Danmörku.“ Hin var Þórdís, hin alræmda Stokkseyrar-Dísa, „kunn að illu einu.“ Um haustið tók Þormóður sér far „með Höfðaskipi“, segir Eyrar- annáll, en Vatnsfjarðarannáll seg- ir að hann hafi tekið sér far „í Höfða norður í Holland.“ En í grein í dönsku blaði, sem skrifuð er eftir málssk'jölum, segir að hann hafi siglt héðan með „hollenzku skipi frá Amsterdam“. Gæti það verið sama skipið, sem flutti Torfa hingað, og styrkist sú tilgata við það er síðar segir. Með sama skipi sigldi og séra Loftur Jósefsson, fyrrum dómkirkjuprestur í Skál- holti, vegna ákæru fyrir galdur, og hafði prestastefna dæmt mál hans „undir kóngsins náð eða ónáð“. Þetta varð söguleg för. Þormóð- ur tók sér far með skipi frá Amst- erdam til Danmerkur, en skip það braut við Jótlandsskaga. Menn komust af og fór Þormóður land- veg til Árósa, en þaðan með skipi til Sjálands. Þar komst hann í ann- að skip, en það hreppti stórviðri og varð að leita lægis undir Sáms- ey og fór Þormóður þar í land. Segir Vatnsfjarðarannáll að þá hafi þrír aðrir íslendingar verið í fylgd með honum: séra Loftur Jósefsson, Sigurður stúdent Ás- geirsson prests frá Tröllatungu í Strandasýslu og Torfi Hákonarson. Ef það er rétt, þá virðist svo sem þeir hafi haldið hópinn frá því að þeir fóru frá íslandi. Þarna hendi Þormóð það slys að lenda í illdeil- um við mann nokkurn, er Hans Pedersen hét, og er talið að það hafi hlotizt af drykkjuskap Sig- urðar Ásgeirssonar. Lauk því svo að Þormóður vá manninn með sverði. Voru þeir Sigurður báðir gripnir og Þormóður dæmdur til dauða af héraðsrétti. Málið fór síð- an fyrir hæstarétt. Þar var Sig- urður sýknaður, en talið er að kon- ungur hafi átt hlut að því að dauða- dómur Þormóðs var felldur úr gildi og honum aðeins dæmt að greiða 100 rdl. sekt. Staðfesti kon- ungur þann dóm og „stóri kanslar- in“ Griffenfeld með honum. Espholin segir að konungur hafi náðað Þormóð og „frelsti hann lærdómur hans, djaríleikur og snilli“. Sýslumanni vikið frá embætti En svo var það á Alþingi sum- arið eftir, að þeim varo eitthvað sundurorða Joni sýslumanni og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.