Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 655 koma þangað og skýra frá reynslu sinni og árangrinum af skurðlækn- ingum sínum. Hann skýrði svo frá, að hann hefði gert uppskurð á rúmlega hundrað æðissjúklingum, og enginn þeirra hefði dáið. Eitt- hvað um fjórði hver sjúklingur fékk engan bata, en versnaði ekki heldur. En langflestir fengu ein- hvern bata og sumir urðu alheil- brigðir. Sagði hann tvær sögur af lækningum sínum og var hin fyrri á þessa leið: — Sjúklingurinn var 35 ára göm- ul kona, sem hafði verið í geð- veikrahæli síðan hún var á 15. ári. Þegar hún fékk æðisköstin, reif hún utan af sér fötin, talaði tóma vitleysu og varð alveg hamslaus, ef nokkur maður reyndi að sefa hana. Með heilabylgjumælinum komumst vér að raun um, að ein- hver skemmd var á heilanum bak við vinstra gagnaugað framanvert. Ég opnaði svo höfuðskel hennar og svo settum vér heilabylgjumæl- irinn við beran heilann til þess að komast að því hvar skemmdin væri. Nam ég þá á burt hinn skemmda hluta, en með því að rannsaka heilann víðar, fundum vér smáskemmdir í honum hingað og þangað. Þær skemmdir nam ég einnig á brott. Þegar konan vakn- aði eftir svæfinguna, var hún al- gáð. Til vonar og vara var hún látin vera kyr í hælinu enn um hálfs árs skeið. Og er ekkert bar framar á veikindunum, var hún útskrifuð þaðan sem heilbrigð. Hún fékk vinnu við saumaskap, alls ekki létta vinnu, en það hefir ekk- ert borið á henni síðan. Hin sagan er um þrítugan pilt, sem hafði verið á geðveikrahæli frá því að hann var á fermingaraldri. Veikindaköstin lýstu sér í því að hann skrumskældi sig allan, ham- aðist og barði um sig þangað til hann var uppgefinn og lá svo ör- Framh. á næstu bls. - ..•»*• - •• -w-* •• • . 't. ^ y- ^ „0- —v ^ '( * —‘ v T ' ■ £$?> '•. •r?*:. Fögur er Esjan með ylhýra brá og undravert ljómandi glit. Hún býr yfir töfrum, sem alein hún á og endalaust breytir um lit. Hvort litum við morgun, um miðdag, um kvöld á margbrotið litanna flóð, þá verður hver myndin svo margþúsund föld og máttug hin seiðþrungna glóð. hú fjallanna blómi, þér flytja vil ljoð þó fátœklegt sé það og smátt. í hrifningu sá ég þig sveipast i gloð með sviphýran tofrandi matt, er gyllir þig sólin með glitrandi skraut, um gil og um hlíðar og brún, við fætur þér brosandi bali og laut og bæirnir, engi og tún. ÓLAFIA ARNADÓTTIR I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.