Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 657 félagi sinn gæti komið með sér, úr því að hann fekk ekkert svar frá honum. Þetta nasahljóð gæti skeð að Stefán Benediktsson bóndi á Merki á Jökuldal hefði hevrt til hrein- dýrs, er hann ól upp heima hjá sér og nefndi Grana, en varð ekki nema tveggja ára gamalt; þá drapst hann úr einhverjum lungna- ormum, eins og reyndar fleiri grip- ir á sama heimili og víðar. Ég helt nú í áttina á eftir þeim særða, en ég vildi ekki missa hann ofan í Öxarárbugðuna og reyndi því að buga hann út fjallið, eftir því sem ég gat, enda virtist hann vera það særður, að hann treysti sér ekki til að taka af mér ráðin, hvert fara skyldi. En á harða hlaupum var hann og ég á eftir, en þó þorði ég ekki að koma of nærri honum, því ég vildi ekki espa hann til hlaupanna heldur reyna að koma honum sem lengst í áttina til dalsins með góðu móti. En þegar út á fjallið kom, fór ég að herða mig, því að ég vildi ekki missa sjónar af honum lengi í einu. Ég lagði nú til það er ég kunni og hljóp það mest ég mátti til að sjá hvað af honum yrði, þegar út af fjallinu væri komið. Þegar ég kom út á fjallsbrúnina, sá ég að hann var kominn út á milli Yxnagils- ánna. En er ég hafði vel komið auga á hann og var að athuga, hvað hann mundi næst gera, þá annaðhvort datt hann eða lagðist. Ég stanzaði þarna á fjallsbrúninni og blés mæðinni og tók mér dálitla hvíld, en gaf því auga á meðan, hvort hann mundi standa upp og hlaupa á nýan leik. Þá datt mér í hug að réttast mundi að hlaða byss- una aftur, ef ske kynni, að ég kæm- ist í færi eða þyrfti að skjóta hann aftur, og hlóð ég byssuna jafnframt því, að ég hafði sterka gát á tarf- inum. Eltingaleikur við særðan tarf Eftir góða hvíld þarna uppi í fjallinu, helt ég aftur af stað og stefndi í áttina beint á tarfinn, og þegar ég nálgaðist hann athugaði ég hann vandlega, sérstaklega þó þegar ég kom á góða hæð eða leiti, sem á milli bar, þaðan sem ég sá reglulega vel til hans. Svona helt ég áfram, þó með gætni, þar til ég var kominn í gott skotmál. En hvað átti ég nú að gera? Átti ég að skjóta, eða var tarfurinn steindauð- ur? Það var ekki gott að ákveða það, því hann lá með hausinn al- veg niður við jörð og hreyfing eng- in sjáanleg. Ef hann væri nú lif- andi og ferðafær, þá var vont að missa hann á hlaup aftur. Ég fór svo að ganga á hlið við hann, og þegar ég var kominn á bersvæði mjög nærri honum, svo að hann hlaut að sjá mig, ef hann væri lif- andi, þá spratt hann allt í einu upp, og sá ég á því hvernig hann stóð upp, að hann hlaut að vera mikið særður. Hann skokkaði nú nokkra faðma frá mér og stanzaði svo og þorði ég nú ekki að bíða lengur og skaut á hann, þó færið væri orðið nokk- uð langt, og þar fell hann, vesaling- urinn. Þetta mátti ekki seinna vera, því að nú var ekki veiðiljóst lengur, því það mátti heita að komið væri svarta myrkur. Ég gerði svo til dýrið og breiddi húðina yfir kjötið og fór svo að halda heim á leið. Það var nú orðið talsvert langt og ég bæði svangur og þreyttur, en það mátti nú segja að það væri daglegt brauð þeirra er hreindýra- veiðar stunduðu á þessum slóðum, því það er tímafrekt að labba um íslenzku öræfin að vetrarlagi. En annars fannst mér það ekki mjög tilfinnanlegt þegar maður veiddi eitthvað og eins og nú stóð á, því lítið var til í Vatnsskógum að borða, en Sigríður húsfreya var ekki ánægð, ef hún gat ekki gefið fólki sínu nóg að borða, og látið því í alla staði líða vel, eftir því sem hún gat, og góður vilji megnar mikið. Frá Sigríði í Vatnsskógum Sigríður Jónsdóttir í Vatnsskóg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.