Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1953, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 713 ® ___________________________*_________________________________^ ___________________________________ • 'W'J, ■■ HM.I ' ’ 1 ~ »■»■■■■ ---P---- ------------ ' • - '--1 Barrskógur ofan við Seward. Ofan við barrskógarmörkin vex elri-kjarr. er fyrsta tréð, sem nemur land eftir að skógareldar hafa geisað. Á þessum slóðum er jarðvegur svo þunnur, að óskiljanlegt er, hve vel trén dafna. Moldarlagið, sem hylur helkaldan jökulaurinn, er aðeins nokkurra sentimetra þykkt. Má víða sjá slíkan jarðveg í Alaska, en lélegasta jarðveg, sem hugsast getur, sáum við í Skagway, þar sem contortafuran vex, en frá því verður sagt síðar. FRÆSÖFNUN Er líða tók á sumarið var hafizt handa um fræsöfnunina. Tókum við fræ og rætur af öllum þeim jurtum og runnum, sem við sáum og vissum, að ekki vaxa heima. Unnum við að þessu á kvöldin og á írídögum okkar því enn unnum við hjá skógstjórninni. Alls söfnuðum við um 50 teg- undum, þar af voru 8 tegundir berjarunna. Hinn 8. júlí sendum við fræ af alaskaösp til Skógrækt- ar ríkisins, og mun fræið hafa spír- að svo vel, að vissa er fengin fyrir því, að óhætt mun að senda fræ aí öspinni á milli, ef þess er gætt að taka það 5 dögum áður en það fellur úr reklunum. Um miðjan ágúst fengum við þær upplýsingar, að ekkert fræ væri á barrtrjánum á austurhluta Kenaiskagans, nema ef vera kynni eitthvað við Lost Lake um 16 km norður af Seward. Þangað fórum við svo til þess að athuga málið, en sú ferð var ekki farin til fjár, hvað snerti barrfræ, aítur á móti fundum við margar ' jurta- og runnategundir, sem fengur var í að flytja heim. Lost Lake liggur í um 400 m hæð yfir sjó. Þar vex eingöngu fjallaþöll, sem verður allt að 40 m há og 1 m í þvermál. Þarna er hinn ákjósanlegasti staður til íræ- söfnunar, og mætti leita þangað síðar, þótt ekki fengizt neitt fræ í þetta sinn. Höfum við ekki séð annan stað í Alaska, þar sem landslag er jafn líkt og á íslandi eins og svæðið í kringum Lost Lake. Eftir að við hættum vinnu hjá skógstjórninni hófst aðal- fræsöfnunin. Var víða mikið um fræ á birki einkum við Jean Lake, 16 km vestan við Coopers Land- ing. Bill átti bjálkakofa við vatnið, og bauð hann okkur að dvelja í Frá Admirality-ey, skammt fyrir sunnan Juneau. Hér er landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Verðmæti skóganna eru svo mikil, að þau verða vart metin. — Myndin gefur nokkra hugmynd um strandskóga Alaska. ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.