Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Qupperneq 4
184
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
verið að sjá hann. Hefði hann verið
alblóðugur í framan, augun rauð
og bólgin og hann hafi skolfið eins
og hann væri festur upp á þráð
og varla getað komið upp neinu
orði. Skipaði hann þá Daniel að
fara með Bjarna á fund Pietre Dan
og vita hvort hann gæti ekki hjálp-
að honum eitthvað.
Rétt þegar þeir voru farnir kem-
ur stýrimaður á „Sem Valerfe“ ró-
andi á báti út að ísafirði. Spurði
Hansen hann þá á ensku hvernig
hann dirfðist að berja á saklausum
mönnum, er kæmi um borð til
þeirra, og sagði að þetta skyldi
verða þeim dýrkeypt. — Stýri-
maðurinn spurði þá hvort þetta
væri skipstjórinn og er Han-
sen svaraði því játandi, þá
kvaðst hann skyldu sýna honum
að hann væri Frakki og skyldi
koma aftur og jafna um gúlana á
honum. Reri stýrimaður síðan yfir
að sínu skipi og bætti við sig fjór-
um mönnum. Kom svo aftur róandi
vfir að ísafirði. — Þóttist Hansen
skipstjóri þá vita, að þeir mundu
ætla sér að ryðjast um borð hjá sér
og valda óspektum. Skipaði hann
því mönnum sínum að grípa öll há-
karlasöx og lensur, sem lágu á þil-
fari, en sjálfur tók hann byssu og
helt á henni. — Frakkar voru nú
komnir í námunda við skipið, en
er þeir sáu þennan viðbúnað, stöðv
-uðu þeir bátinn og lömdu sjóinn
með árunum og kölluðu að þeir
skyldi koma seinna betur út búnir.
Sneru þeir svo aftur til skips síns.
En Hansen skipstjóra leizt ekki á
að eiga í þessum ófriði. Lét hann
því hafa upp akkeri, sigldi yfir
fjörðinn og lagðist þar.
Snemma næsta morgun, eða í
aftureldingu, meðan flest fólk í
landi var enn í svefni, komu í land
8 menn af „Sem Valerfe" og gengu
með miklum hávaða upp að bæn-
um Leiti, sem er skammt frá Al-
viðru. Enginn karlmaður var heima
á Leiti. Var þar aðeins fyrir hús-
freyan, María Oddsdóttir, tvær
vinnukonur og unglingsstúlka. —
Voru þær allar í fasta svefni er
Frakkar ruddust inn í baðstofuna
með ærslum og hávaða. Voru þeir
þar nokkra stund inni, en gerðu
konunum þó enga skráveifu og
tíndust út aftur.
Guðmundur Gíslason bóndi í Al-
viðru hafði orðið var við manna-
ferðina og vegna þess að hann vissi
að enginn maður var til varnar á
Leiti, flýtti hann sér þangað. Kom
hann að í því er Frakkar voru að
koma út úr bænum. Tóku þá tveir
þeirra til fótanna upp fyrir bæinn
og síðan niður að sjó. Hinir tóku
hann tali og spurðu hvort hann
gæti ekki útvegað sér kaffi, en
hann tók dræmt í það. í sama bili
kom María húsfreyja fáklædd út
og kvað horfnar vera nýar nær-
buxur af bónda sínum, og hefði
legið á tunnu í bæardyrum, og
mundu Frakkar hafa stolið þeim.
Guðmundur bauð þá þessum sex
er eftir voru að koma með sér heim
að Alviðru. Þar leitaði hann á
þeim, en fann ekkert og hugði því
að þeir tveir, er brott hlupu,
mundu hafa rænt nærbuxunum.
Eftir stutta viðdvöl í Alviðru
fóru Frakkar aftur um borð, en
komu enn eftir svo sem klukku-
stund. — Höfðu þeir þá með sér
brennivín og settust að drykkju í
landi, en heldu svo aftur niður að
sjó. Rétt á eftir var kallað til Guð-
mundar frá Leiti, að Frakkar væri
að eltast við kindur þar niðri á
bökkunum. Hljóp Guðmundur þá
niður að sjó og kom þar að sem
Frakkar leiddu lambá eftir fjör-
unni og kölluðu hástöfum um borð
að bátur væri sendur eftir sér þeg-
ar í stað, og var báturinn þegar
kominn á leið til lands. Þessi kind,
sem þeir höfðu náð, var tvævetla,
sem Zakarías sambýlismaður Guð-
mundar átti, og höfðu þeir farið
illa með hana, reitt af henni ullina
og veitt henni allmikið hnjask. —
Lambið lá þar langt frá steindautt,
blátt og sprengt. Guðmundur kall-
aði hastarlega til þeirra og skipaði
þeim að sleppa ánni og gerðu þeir
það með nokkrum semingi. Skildi
svo með þeim en aldrei fengust
neinar bætur fyrir þetta.
Seinna þennan dag, þegar komið
var undir kvöld, fór Guðmundur
um borð í hollenzka skipið, sem
Wiljelm Schou stýrði. Voru þar þá
fyrir í heimsókn 19 franskir skip-
verjar af „Sem Valerfe“ og virtust
þeir allir mjög ölvaðir. Tók Guð-
mundur eftir því, að þeir voru allir
mjög slæmir við einn félaga sinn,
hröktu hann og börðu og einu sinni
sá hann þá berja hann svo, að hann
stakkst á höfuðið. Virtist honum
sem þessi maður mundi vera á sex-
tugsaldri, hár maður, grár á skegg
og lotinn í herðum. Þessi maður
kom til Guðmundar og talaði eitt-
hvað við hann og skildist Guð-
mundi að hann væri að bera sig
upp undan því hvað félagar sínir
væri vondir við sig. — Guðmundi
leizt svo illa á þennan soll, að hann
hraðaði sér í land aftur.
&
Næstu nótt, er allt fólk var í
fasta svefni á Alviðru, vaknaði það
við að verið var að ríða húsum og
brjóta glugga með miklum hávaða.
Voru þar komnir 19 Frakkar, senni
-lega af þremur skipum. Börðu
þeir húsin utan og brutu tvo gler-
glugga úr baðstofu og reyndu að
skríða þar inn, en tókst ekki. Þá
rifu þeir að nokkuru þil frá hlöðu,
brutu eikarsneril frá baðstofu,
brutu upp tvennar- hurðir, sem
voru fyrir fjósi þar sem gripir voru
geymdir inni, en gerðu þeim þó
ekki mein.
Meðan þessu fór fram, vildi svo