Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 anna. Skammt frá öllu þessu var hópur ungra manna og kvenna í áköfum samræðum. Það var engu líkara en einhver risahönd hefði hrifið upp þetta fólk úr vestrænu veitingahúsi og hent því inn í þetta hús rússneski^r þrælkunarvinnu. Mér varð strax ljóst að þessir þrír hópar voru heimar út af fyrir sig. Síðar komst ég í skilning um að hver þessara hópa var fulltrúi ákveðinna andspyrnuhreyfinga gegn stjórnarfarinu. Fyrir 1948, ár hinnar miklu siða- bótar í sögu rússneskrar hegningar- vinnu, hefðu þeir verið aðskildir og þeim skipt upp milli þúsunda þrælabúða í víðáttum Síberíu og Mið-Asíu, löndum þessa nýja land- náms. Þar hefðu þeir fljótlega vesl- azt upp úr sulti, eða orðið fórnar- dýr ógnastjórnar þeirra siðleys- ingja, sem þá voru aðall þessara stofnana. Árið 1948 fór rússneska lögreglan að vinza úr þá fanga, sem dæmdir höfðu verið fyrir pólitísk „afbrot.“ Álitið var að þeir þörfn- uðust betri gæzlu og meiri ein- angrunar vegna þess að þeir væru hættulegir ríkinu. Þessvegna voru þeir settir í sérstaka „Reglager“ (fangabúðir fyrir pólitíska fanga) svo stjórnin gæti þannig sparað hernum hunda og vélbyssur við gæzlu fjöldamorðingja og annarra meinleysingja í venjulegum fanga- búðum. Árangurinn af þessum sparnað- arráðstöfunum var að stofnaðar voru fangabúðir pólitískra and- stæðinga stjórnarinnar, þar sem þessir menn gátu mætzt í fyrsta skipti. Um svipað leyti var brauð- skammtur allra fanga tvöfaldaður með sérstakri tilskipun Stalíns, frá 400 gr. upp í 800 gr. á dag og jafnvel munaður eins og kjöt, fisk- ur og smjörlíki tók að sjást á borð- um fanganna. Hungri eftirstríðsár- anna var lokið í Rússlandi og föng- unum, sem urðu þýðingarmikill hður í áætlunarbúskap Sovétríkj- anna, var ekki lengur ætlað að falla úr hungri. Tvö mál voru töluð í fangabúð- unum — rússneska og vestur- ukraínska. Aldrei hevrði ég Vest- ur-Ukraínubúa tala rússneskt orð, heldur ekki Rússa tala úkraínsku. Til ársins 1950 voru Ukraínubúar fjölmennari, en andleg starfsemi var meiri hjá Rússunum. En þessar tvær fylkingar, sem gátu aðeins bætt hið ömurlega hlutskipti sitt með einingu og samvinnu voru að- skildar af biturri óvináttu og það ekki aðeins af þjóðernisástæðum. Nú ætla ég að segja ykkur sögu af konu einni sem var í leynifélagi trúmanna eða Verushchy hreyf- ingunni eins og það er nefnt. Ég sé hana enn þar sem hún sat í fangelsinu og afritaði heilaga ritn- ingu vegna þess að biblíur sumra kvennanna í félaginu höfðu fund- izt og verið gerðar upptækar í ný- afstaðinni leit svo bæta varð öðr- um við í þeirra stað. Ég man breið- leitt andlit hennar með djúpum dreymnum augum og dimma hljómmikla rödd hennar og brosið, þegar hún svaraði spurningum mínum um trú hennar. Tamara kom frá gamalli komm- únistafjölskyldu og hafði verið fé- lagi í Komsomol (Æskulýðsfylk- ingunni). Hún vann í verksmiðju einni í Leningrad, sem iðnfræðing- ur og komst því vel áfram, en var þó aldrei glöð eða ánægð. „Það var eins og maður gengi á þunnum ís, og hann gæti þá og þegar brostið undir fótum manns. Og það var eins og fólkið í kring um mig væri ekki manneskjur, heldur leikbrúð- ur eða vélar.“ Hún leitaði sér afþreyingar hjá bókum sínum, jafnvel bókum um heimspeki Vesturlanda og leitaði þar að tilgangi lífs síns, en án árangurs. Kvöld eitt rakst hún af tilviljun á Nýja-Testamentið, sem hún hafði aldrei lesið áður. Þá nótt gerbreyttist hún. Um morgun- inn var hún ákveðin í að byrja nýtt líf, sem byggt væri á orði ritning- arinnar. TRÚBOÐIÐ Daginn eftir talaði hún um þetta við stúlku eina í verksmiðjunni, sem hún þekkti lítið en treysti. „Irina skildi mig strax. Sama dag fór hún með mig á fund trúsyst- kina, sem ekki aðeins lásu ritning- una, heldur reyndu að útbreiða hana eins vel og þau gátu sérstak- lega í verksmiðjum og á vinnu- stöðum. Þau veittu mér viðtöku án þess að spyrja margra spurn- inga. Mér lærðist að góðvild er skapandi en hinn trúlausi er eilíf- lega ófrjór. Ég sá einnig villu fals- spámannanna, sem ætla sér að stjórna sálum okkar, og sá að hægt var að losna undan þessum ófögn- uði með því að lýsa upp hinn innri dauða þeirra.“ „Ég yfirgaf foreldra mína, skipti um nafn og sagði upp starfi mínu. Enginn neyddi mig til þess, en allir hinir trúuðu gera hið sama. Þess- vegna erum við kölluð monashki (munkar og nunnur), þó við séum frábitin klausturlifnaði. Að nokkr- um mánuðum liðnum fór ég með vini mínum til staðar í Mið-Asíu. Ég vann þar á spítala og umgekkst vesælar, fáfróðar, fótumtroðnar manneskjur, sem gleymdu hungri og þreytu þegar þær heyrðu boð- skap okkar.“ En MVD hafði einnig hlustað og dæmdi þau í 15 ára hegningarvinnu fyrir „trúaráróður.“ Sagan um sinnaskipti þeirra, trúboð og hand- töku eru sameiginleg hundruðum manna, sem ég hitti og þúsunda annarra og sama sagan gerist enn, því enn er þessi hreyfing við líði utan fangelsismúranna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.