Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Page 12
192 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Fdfnisbólið mikla Gullgeymsla Bandarikjanna í Fort Knox UM 30 MÍLUR suðvestur af Louis- ville í Kentucky ríki er Fort Knox, mesta fjárhirzla í heimi, þar sem Bandaríkin geyma gullforða sinn. Og þessarar fjárhirzlu er vandlega gætt. Þar sem vegurinn liggur frá þjóðveg- inum í áttina til Fort Knox, stendur spjald og á það letrað stórum stöfum: „Hætta! Snúið við! Vopnaður vörður!“ En ef menn skeyta nú ekki um þetta og halda lengra, þá koma þeir að öðru spjaldi og á það er letrað með enn stærri stöfum: „Staðnæmist! Tilkynn- ið erindi yðar í hátalara! Farið ekki lengra leyfislaust!" Enginn hefir enn dirfzt að freista þess að ræna þessa fjárhirzlu, enda væri ekki hlaupið að því. Veggir henn- ar eru úr alnarþykkri járnbentri stein- steypu og allar hurðir úr stáli, sem hvorki er hægt að bræða með log- suðu né bora sundur. Og undir þess- ari byggingu eru svo hvelfingarnar þar sem gullið er geymt. Og það er ekkert smáræði, 12.500 tonn, eða sem svarar 12.500 milljónum dollara að verðmæti. Oflugur vörður vopnaðra manna gætir byggingarinnar nótt og dag og skammt frá er setulið, sem hægt er að kalla þangað á svipstundu, ef einhver hætta er á ferðum. Hver varðmaður hefir verið vandlega reyndur áður en hann fær stöðu þarna, en þó er haft vak- andi auga með hverjum manni. í hvert skifti, sem menn fara af verði í fjárhirzlunni, verða þeir að fara úr hverri spjör og ganga undir steypibað. Fötin eru síðan athuguð nákvæmlega, hvort nokkur minnsta ögn af gulli loði við þau, og sjálft baðvatnið er hreins- að og rannsakað í sama tilgangi. Hvert einasta orð, sem sagt er innan veggja, er hlerað. Þar er ekki hægt að hvísla svo lágt, að hljóðmagnarar hendi ekki talið á lofti og komi því á framfæri við yfirmennina, sem eftirlit hafa með varðmönnunum. Dyrnar að neðanjarðar hvelfingun- um, eru luktar með hurð, sem veg- ur 26 tonn. Læsingin á hurðinni er svo margbrotin, að enginn einn maður veit hvernig á að lúka upp hurðinni. Og i hvert skifti, sem eitthvað er rjálað við hana gefur rafstraumur það til kynna í skrifstofu eftirlitsins. Gullgeymslurnar eru alls 28 og fyrir sérhverri er öflug stálhurð með galdra- læsingu. En það væri svo sem ekkert áhlaupaverk fyrir innbrotsþjófa að komast á burt með gullið, enda þótt þeir kæmist inn í gullgeymsluna, því að gullið er í svo þungum stykkjum og stórum, að þau eru ómeðfærileg nema með vélaafli. Aldrei hefir slíkur gullforði verið til á einum stað á jörðinni eins og nú er í Fort Knox. Þar er meira gull heldur en í öllum bönkum Evrópu samanlagt, að undanteknu Rússlandi. Og líklega er ekki jafn mikið gull eftir í hinum auðugu námum Suður Afríku, eins og þarna er. Þessi mikli gullforði er ekki notað- ur til neins, nema til öryggis. Meðan Bandarikjamenn vita að þessi auður liggur þar óskertur, eru þeir ánægðir og öruggir um hag ríkisins. Meðan gullið liggur þarna gengur allt sinn vana gang, framleiðsla og viðskifti, og dollarinn verður eftirsóttasta mynt jarðarinnar, gjaldgengur og í fullu gildi hvar sem er í hdíminum. ____—? BRIDGE A G 4 3 V 9 ♦ 5 ♦ KDG76432 AD76 V G 10 5 3 ♦ K G 10 9 3 * 5 A Á K 2 V 7 6 4 ♦ Á 8 6 4 2 ♦ Á 10 Spil þetta kom fyrst fyrir i einka- keppni og S gaf. Hann sagði 1 grand og N sagði þá 5 lauf. Það má mjög deila um hvort rétt hafi verið sögnin hjá S, sumir segja að hann hafi átt að opna á 1 T. En þrátt fyrir það er mjög ólíklegt að N—S hefði komizt í slemmsögn. Þó er hægt að vinna 6 lauf á þetta spil, og skulum vér nú athuga hvernig það má takast. A slær út HÁ og síðan HK en hann er drepinn með trompi. N lítur nú svo á, að hann verði að reyna að fría fimmta slaginn í tígli til þess að geta unnið. Byrjar hann því á þvi að taka trompás og slær svo út TÁ og þar næst lágtígli, sem hann trompar í borði. Síð- an kemur hann S inn á L10 og slær enn út lágtígli og trompar, en þá kemur i ljós að A á ekki fleiri tígla. Þessi leið reyndist því ófær og nú var engin von önnur en koma andstæðingum í kast- þröng, og það gat blessazt ef V hafði SD. N tekur því á öll tromp sín nema eitt, og þá hefur S eftir Á og K í spaða og tvo tígla. V getur nú ekki gert hvorttveggja að valda SD og TK, og þar með hefur N unmð spílið. A 10 9 8 5 V ÁKD82 ♦ D 7 «98

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.