Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
193
Jón Guðmundsson, Valböll:
SVEITARLÍF FYRIR
LÍTI maður til baka yfir 50—70
ár, þá er það ævintýri líkast. Um
þær mundir lágu leiðir manna um
krókótta götuslóða, sem gengnir
höfðu verið öld eftir öld, svo að
jafnvel götuslóðar höfðu myndast
í hart bergið undan hófum hest-
anna. Óvíða sást lagður vegur né
brú. Hver bær var einangraður að
kalla, og helzta sambandið við um-
heiminn voru kaupstaðarferðirn-
ar.
Þar sem ég ólzt upp stóðu kaup-
staðarferðir oft í viku. Hlökkuðu
börnin mjög til þegar komið var
úr kaupstaðnum, því að þá fengum
við rúsínur, bolta eða kannske
vasahníf fyrir hagalagðana, sem
við höfðum tínt og þvegið og táið
sem vandlegast til þess að þeir
gæti heitið verslunarvara. Eitt sinn
fékk ég skrifbók. Hún kostaði 10
aura. Faðir minn gaf mér forskrift,
og mikið yndi hafði ég af þeirri
bók. Nýtnin var mikil á þeim ár-
um, engu mátti fleygja, sem hægt
var að nota á einhvern hátt. Þess
vegna var það venja að nota göm-
ul umslög til þess að gefa börnum
forskrift á. Reikningsspjöld feng-
um við með viðfestum griffli til
þess að reikna á. Það hefði þótt
meiri fásinnan og ráðleysan að láta
krakka fá bréf til að reikna á.
Kennsla barnanna fór fram í
baðstofunni. Hún var í senn svefn-
hús, vinnustofa og skólahús. Þarna
fór fram allskonar tóvinna, oft
spunnið á 4—5 rokka í senn, kembt,
tvinnað og ofið. Þarna var líka
smíðað, gert við laupa og ýmislegt
annað. Enginn mátti sitja auðum
Jón Guðmundsson
höndum, ekki einu sinni gestir.
Einn las upphátt fyrir fólkið og
svo var rætt um efni þess, sem
lesið var, eins og nú er farið að
gera í hinum svokölluðu leshring-
um. Baðstofan var 5 stafgólf, í
henni gátu sofið 18 og sá 19. í
vöggu. (Ég man vel eftir vögg-
unni minni. Hún var fengin frá
Galtafelli og hafði hrokkið kvistur
úr öðrum gaflinum). Mér eru minn-
isstæð andlitin í baðstofunni, þar
sem hver sat á sínu rúmi og keppt-
ist við sitt.
í Hörgsholti var blindur maður,
niðursetningur sem Gísli hét. Okk-
ur var kennt að var ljúf og góð við
hann. Hann átti rósóttan og útskor-
in stól úr Hrunakirkju og var það
víst eina jarðneska eignin hans. En
sál hans var rík. Hann kunni ó-
sköpin öll, passíusálmana alla ut-
anbókar og söng þá oft. Við börn-
in þvoðum oft fætur hans, þyí að
hann var með sár á þeim, sem
60 ÁRUM
ekki vildu gróa, gömul kalsár.
Hann var einn af þeim, sem lentu
í mannskaðabylnum mikla á Mos-
fellsheiði. Þegar hann sagði frá
þeim raunaatburði var hann vanur
að segja frá því, að hann og ein-
hverjir fleiri hefði gist í Vatnskoti
nóttina áður og þar hefði föt þeirra
verið þurrkuð og það hefði orðið
þeim til lífs. Hinir, sem gistu á
Þingvöllum fengu ekki föt sín
þurrkuð. Alltaf var lesinn húslest-
ur heima og sungið, og vegna þess
að Gísli var heyrnarsljór, lét pabbi
hann sitja hjá sér meðan hann las.
Hann þakkaði alltaf lesturinn með
handabandi. Þá sagði faðir minn:
„Guð veri þér og okkur öllum náð-
ugur í blíðu og stríðu.“
*
Snemma var okkur krökkunum
kennt að vinna og halda okkur að
vinnu. Voru foreldrar okkar þar
góð fyrirmynd, því að þau voru
sístarfandi. Bæði voru þau prýðis-
vel að sér, svo að faðir minn komst
ekki hjá að sinna opinberum störf-
um. Var hann hlédrægur, en fylgdi
sannfæringu sinni hver sem í hlut
átti.
Mér er eitt atvik í fersku minni.
Þá var það algengt að heimilum
var sundrað ef þurfandi fólk átti
í hlut. Nú andaðist þarna í sveit-
inni ungur maður frá konu og
mörgum börnum. Meirihluti sveit-
arstjórnar vildi þá taka upp heim-
ilið og skifta börnunum niður á
bæi. Þá reis faðir minn upp og mót-
mælti þessu harðlega og ekki létti
hann fyr en hann fékk sitt mál