Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Side 20
200 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Sigurður A. Magnússon: EBNEST HEMMINGWAY VINTÝRI Hemmingways í Afríku á dögunum hefði vel getað átt sér stað í einni af sögum hans. Já, það bar í sannleika keim af sögu hans „The Snows of Kilimanjaro“ — nema hvað söguhetjan lét lífið, en Hemmingway lifði! Sá hefur jafnan verið háttur hans! Fáir núlifandi rithöfundar hafa haft aðra eins ástríðu á lífshættum og hann. Það er eins og návist dauðans veiti honum einstæða fróun, sem hann finnur hvergi annars staðar. Og obbinn af skáldverkum hans er sprottinn úr þessum jarðvegi lífshættunnar. Hemm- ingway tók þátt í báðum heimsstyrjöld- um. I hinni fyrri var hann sjúkrabíl- stjóri og særðist þá, að eigin sögn, um 250 sárum. í hinni síðari var hann stríðsfréttaritari á Kyrrahafsvígstöðv- unum. — Milli heimsstyrjaldanna tók hann þátt í Spánarstyrjöldinni og var þá oft hætt kominn. Þar samdi hann einasta leikrit sitt, og meðan hann vann að þvi, varð hús hans fyrir sprengju, en hann slapp lifandi. Þegar ekki var styrjöldum til að dreifa, leit- aði hann fyrir sér á öðrum vettvangi. Hann gerðist um sinn nautabani og náði nokkurri leikni í þeirri list, þótt aldrei yrði hann matador. Einnig hér varð hann fyrir skakkaföllum. Villi- dýraveiðar bæði í Afríku og annars staðar hefur hann stundað um árabil, og var síðasta svaðilför hans einmitt ein slik. Úr þessari margþættu reynslu hefur hann skapað mörg beztu verk sín. — Fyrri heimsstyrjöld gaf honum efnið í „Vopnin kvödd“ í íslenzkri þýðingu Kiljans, og næst síðustu bók hans, „Over the River and Into the Woods“. „Klukkan kallar“ er úr Spánarstyrj- öldinni, og fjöldinn allur af beztu smá- sögum hans er um dýraveiðar í Afríku eða úr lífi nautabanans. Þá hefur hann og haft ríkan áhuga á alls konar sporti, og er síðasta bók hans úr lífi fiski- mannsins. Glæpamannaveröldina með öllum sínum hættum og taugaæsingu hefur hann málað á eftirminnilegastan hátt í sögu sinni „Morðingjarnir“. Þegar litið er yfir þessi verk, verður það strax ljóst, að Hemmingway fjallar ekki um hinn innri heim mannlegs lífs. Það er hinn ytri heimur athafna og líkamsafreka, sem hann sækir efni sitt í. Styrkur hans sem rithöfundar liggur í hinum ytri lýsingum myndavélarinn- ar og hljóðritans. Honum heíur tekizt meistaralega að lýsa ytra gangi mann- legs lífs, og samtöl hans eiga fáar hlið- stæður í nútímabókmenntum. Hann getur með örfáum dráttum dregið upp ótrúlega ljósa mynd að einstökum at- burðum eða atburðarás. Penni hans hefur allt að því eiginleika kvikmynda- vélarinnar. Fáir rithöfundar hafa verið stældir til jafns við Hemmingway. Áhrifa hans gætir mjög í yngri bókmenntum báð- um megin Atlantsála. Kemur þetta ef- laust til af því, að stíll hans er svo einfaldur og augljós. En það hefur jafnan viljað brenna við, að eftirapend- ur hans hafa aldrei náð valdi á stíl hans. Og það er í rauninni ofur eðli- legt. Stíll hvers höfundar á rætur í sýn hans á lífinu, innsæi hans og skilningi á mannlegri tilveru. Þess vegna er það bara klúður að apa eftir öðrum, því engir tveir einstaklingar hafa sömu sýn, sama innsæi. Ef lýsa ætti stíl Hemmingways, verð- ur það bezt gert með því að kalla hann samtengjandi í þeim skilningi, að hann byggir verkið ekki upp innan irá, held- ur bætir atburði við atburð, þannig að úr verður rás atvika oft án nokkurs innra samhengis. Slíkur stíll er auðvit- að aðeins til þess fallinn að rekja nakta ytri atburði, eins og þeir koma fyrir, án nokkurs mats eða kerfis. Atburðirn- ir eru ekki metnir eða vegnir, heldur aðeins endursagðir. Það hefur verið meginvilla þeirra, sem reyndu að apa hann, að þeir beittu þessum stíl, þar sem til greina kom mat á verðmætum og kerfisbundin bygging, og slíkt er að sjálfsögðu fásinna. Fá verk Hemming- ways gefa gleggri mynd af sérkennum hans og meistarabragði þessa stíls en saga hans „Morðingjarnir". Þar finnur lesandinn ekkert nema alburðinn, að- eins það sem augað sér og eyrað heyrir. Vilji menn gera sér grein fyrir, hvað íynr Heirmungway vakir í skníura Hemmingway sínum, er nauðsynlegt að hafa í huga, hvert hann sækir efni sitt. Allan skáld- skap hans má í stuttu máli flokka þannig: ástir, styrjaldir, sport og of- beldisverk (morð, veiðar o. s. frv.) Hann virðist i öllum skrifum sínum segja, að maðurinn sé alltaf dæmdur til ósigurs. Vandamál hans er ekki, hvernig komizt verði hjá ósigri, held- ur hvernig taka megi ósigri með þokka, heiðri, sæmd. Honum er ríkt í huga meiningarleysi nútímalífs, þar sem flestum verðmætum hefur verið fleygt fyrir borð, og það er eins og hann leit- ist stöðugt við að sjá dauðann sem hina stórfenglegu, hina göfugu reynslu mannlegs lífs. Hann er einn hinna mörgu nútímarithöfunda, sem reyna að finna ritúal, er gefi allri reynslu gildi, meiningu. Meðal annarra slíkra má nefna Joyce, Kafka, Faulkner, Eliot og jafnvel Lagerkvist. Fyrir Hemming- way er dauðinn hin mikla reynsla, sem hann vill gefa meiningu. Af þeim sök- um eru hermenn, glæpamenn, nauta- banar, villidýraveiðimenn og jafnvel íþróttagarpar að hans skapi. Þeir kunna að hegða sér, hafa sín ákveðnu lífsform, sitt ritúal, og geta þess vegna tekið dauðanum með þokka, sæmd. Mikið hefur verið gert úr lifsþrótti og lífsgleði Hemmingways, en að mín- um dómi er það hvort tveggja gríma, sem felur hrellda ásjónu hins lífs- þreytta og efasjúka. Dýpst séð er spurning hans ekki, hvernig maðurinn fái lifað vel, hveldur hvernig hann fái daið vej.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.