Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 2
742 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS honum vinnukonu þá, er Þóra hét Helgadóttir, og var hún hjá honum í kirkjunni um nóttina. Fór allt fram eins og Björn hafði ætlað, að stúlkan varð barnshafandi og fæddi honum son eftir hæfilegan með- göngutíma. Þessi sonur þeirra var séra Þorsteinn að Útskálum. Ekki er þess getið að Björn mál- ari hafi verið við kvenmann kennd- ur að öðru leyti, hvorki fyr né síðar. Hann varð seinna sýslumaður í Árnessýslu (1628), en þótti alla ævi mjög undarlegur í háttum og ekki mikill lagamaður. Hann dó 1634. Þess má geta, að þau Björn og Þóra urðu að gjalda 6 aura fyrir frillulífisbrot sitt eftir að Þorsteinn var fæddur (1612). Síðan hefur Þorsteinn sennilega alizt upp hjá Höllu föðursystur sinni í Skógum. Þorsteinn verður prestur ÞAÐ fór svo sem Björn hafði spáð, að þessi sonur hans, sem getinn var á helgum stað, varð prestur. Hann fór í Skálholtsskóla er hann hafði aldur til, og hinn 10. júlí 1636 vígði Gísli biskup Oddsson hann til aðstoðarprests séra Bergsveins Einarssonar að Útskálum, sem var kvæntur Guðrúnu föðursystur Þor- steins. Dr. Hannes Þorsteinsson heldur að Þorsteinn hafi aldrei tek- ið stúdentspróf, því að í bréfi, sem Gísli biskup skrifaði Pros Mur.dt höfuðsmanni tveimur dögum eftir vígsluna, segist hann hafa vígt „Thorsten Björnsson off skolen“ til kapeláns, en það þýði að hann hafi verið vígður úr skólanum. — í vígslubréfinu er honum falið að þjóna jafnframt tveimur næstu kirkjum, á Hvalsnesi og Kirkju- vogi. Segir biskup ennfremur að hann treysti sér ekki til að ráðstafa þeim þingum öðruvísi. Mun það ef til vill hafa stafað af því, að Hvalsnessþingin voru tekjurýr og menn girntust lítt að fara þangað. Helzt þessi skipun þangað til Hall- grímur Pétursson sálmaskáld fekk Hvalsnes 1644, og var það nokkurs konar prófraun á hann. Segir Magnús Jónsson prófessor í bók sinni um Hallgrím: „Hvalsness prestakall var ekkert keppikefli um þessar mundir. Það var bæði rýrt að tekjum, og auk þess þótti erfitt fyrir presta að vera þar í sambúð við ýmsa uppivöðsluseggi og hrösulmenni, eins og t. d. Torfa sýslumann (Erlendsson), Einar í Vogum o. fl. bokka þar syðra, sem lögðu auk annars lag sitt við Bessa- staðamenn“. Ekki er þess þó getið, að séra Þorsteinn ætti í neinum brösum meðan hann þjónaði þessu prestakalli. Séra Bergsteinn Einarsson and- aðist 1638 og fekk séra Þorsteinn þá veitingu fyrir Útskálapresta- prestakalli. Sama árið komst hann í klandur út af kvenmanni, Þuríði Guðmundsdóttur, og varð að greiða 1 rdl. sekt fyrir frillulífi, enda þótt þau ætti ekki barn saman. En árið eftir kvæntist Þorsteinn Guðrúnu Björnsdóttur lögréttumanns í Skildinganesi. Þeim varð tveggja barna auðið og hétu þau Þóra og Jón. Pilturinn andaðist ungur, var þó kominn í Skálholtsskóla, en Þóru verður síðar getið. Líklega hefur það verið skömmu eftir að séra Þorsteinn kvæntist, að fram kom hjá honum sá sjúk- dómur, er síðar þjáði hann alla ævi. Það var holdsveiki. Hefur veikin tekið hann mjög geyst, því að 1649 er hann ekki lengur fær um að þjóna prestakallinu og verður að fá sér aðstoðarprest. Var það séra Pétur Gissurarson og var hjá hon- um í eitt ár, en fekk þá Kirkjubæ í Vestmannaeyum og fluttist þang- að. Þá fekk séra Þorsteinn annan aðstoðarprest, séra Þorleif Kláus- son, lögréttumanns Eyólfssonar á Hólmum í Landeyum. Hafði Þor- leifur lært í Skálholtsskóla og síð- an verið í þjónustu Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar þangað til hann vígðist. Fell lítt á með þeim séra Þorsteini. Þegar fram í sótti gerði holds- veikin séra Þorstein hræðilegan út- lits og lagðist að öðru leyti svo þungt á hann, að hann varð að fara í rúmið og vildu sem fæstir nærri honum koma. Leið svo fram til ársins 1659. Þorsteini kennt barn NÚ var það á þessu sumri, að vinnukona á Útskálum, sem Ástný Hallsteinsdóttir hét, varð léttari og ól stúlkubarn. Kenndi hún það séra Þorsteini og þótti það með firnum, þar sem hann var þannig á sig kominn að hann var nær ósjálf- bjarga, allur afskræmdur af holds- veikissárum og blindur orðinn af veikinni. Prestur harðneitaði og að gangast við faðerninu. Sendi hann um haustið skrifara sinn, Magnús stúdent Þórólfsson, austur í Skál- holt með bréf til biskups og ber þar fram varnir gegn faðernislýs- ingu Ástnýar, og er sú helzt, að vegna langvarandi vanheilsu sé hann alls ekki hæfur til þess að hafa nein mök við konur. Ekki þótti biskupi þetta ugglaust. Skrif- aði hann Þorsteini aftur með Magn- úsi og telur að ástæður hans sé ekki nægilegar til þess að losa hann við undanfærisdóm. Jafnframt ritaði biskup Tómasi Nikulássyni fógeta á Bessastöðum og spyr hann hvað málinu líði, hvort Ástný haldi enn fast við að séra Þors(einn sé faðir að barni sínu. En ef svo sé telur biskup mikil vandkvæði á að halda presta- stefnu út af málfMu um þetta leyti árs, því að hún verði að haldast á Útskálum „vegna sjúkdóms og sængurlegu prestsins“, og auk þess sé ekki hægt að koma upp tylftar- dómi í Gullbringusýslu. Það gerðist nú næst í þessu máli, að prófasturinn í Gullbringusýslu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.