Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 753 Hjátrú um mataræði RÁTT fyrir aukna menntun, erum vér haldin hinni römustu hjátrú á ýmsum sviðum. Þetta á ekki síst við um matræði. Eða svo segir lífefna- fræðingurinn dr. Abel Lajhta við læknadeild Columbia háskólans í New York. Hann hefir tekið saman bækl- ing um hjátrú í mataræði og kveður þar niður ýmsar algengar firrur. Hér er dálítið sýnishorn af þessari ritgerð hans. Eru firrurnar prentaðar með feitu letri, en svör hans með grönnu letri svo að menn átti sig betur á þessu. Steikt brauð er ekki jafn næringar- mikið og venjulegt brauð. Þetta er firra. Sterkja er aðalkjarn- inn í brauði og breytist í sykur við meltinguna. Brauð breytist við steik- ingu að því leyti að sterkjan í yfir- borði þess breytist í dextrin, sem er skylt sykri, og þess vegna verður brauð- ið sætara á bragðið og maginn á auð- veldara að melta það. Auðvitað má ekki steikja brauðið svo að það brenn- ist, því að þá er það eyðilagt, en ella er það jafn næringarmikið og ósteikt brauð. Hrátt kjöt eða lítið steikt er nær- ingarmeira heldur en soðið kjöt. Nei. Lífefnin (proteins) í kjöt- inu skemmast ekkert við hita, en vel soðið kjöt er auðmeltara en illa soðið eða illa steikt. Aldrei má salta fisk áður en hann er látinn í kæliskáp. Þvert á móti er ágætt að strá salti í fiskinn, því að þá geymist hann betur í kæliskápnum. Sykursýki stafar af of miklu sæt- indaáti. Nei, sykursýki stafar af því að efna- skifti og efnabruni líkamans er í ólagi, sérstaklega að því er snertir hagnýt- ingu kolvetnis. Sykurefnin safnast fyrir í blóðinu, í stað þess að breytast og brenna og koma líkamanum að not- um, og fara síðan út i þvagið. Hjá þeirh mönnum, sem hafa heilbrigða kirtlastarfsemi, brennur sykurinn úr blóðinu, og þeim verður ekki meint af sykuráti öðru vísi en að þeir safna offitu. Mikið salt í mat veldur æðakölkun. Saltið hefir engin áhrif á æðarnar, en það eykur á erfiði nýrnanna og þess vegna er óholt fyrir nýrnaveika menn að borða saltan mat. Gott ráð við hita er að eta vcl kryddaðan mat. Þetta er ekki rétt. Að vísu er það algengt í hitabeltislöndum að krydda mat mjög mikið, en það er sjálfsagt vegna þess að menn hafa fundið að kryddið fjörgar og eykur matarlst, en hitinn dregur bæði úr líkamsfjöri og matarlyst. En því meira, sem þú etur af kryddi, því heitara verður þér. Gúrkur skyldi aldrei fiysja, því að þá eru þær auðmeltari. Það hefir ekki hina minnstu þýð- ingu vegna meltingarinnar hvort gúrk • ur eru flysjaðar eða ekki. Gúrkur eru yfirleitt auðmeltar, en hafa sára lítið næringargildi. Menn þurfa járn til þess að stæla vöðvana. Vitleysa. Járnið er aðallega til þess að mynda „hæmoglobin" í blóðinu og það ber svo súrefnið frá lungunum út um allan líkamann. Kolvetni, svo sem sterkja og sykur, efla og stæla vöðv- ana. Járnefni fá menn aðallega úr lifur, nýum og þurrkuðum ávöxtum og skelfiski. Heitt brauð er óholt og illmeltan- legt. Heitt brauð, nýtekið út úr ofninum, er jafn nærandi og auðmeltanlegt sem eldra brauð. En vegna þess hvað það er mjúkt, hættir mönnum við að tyggja það lítið. En ef menn tyggja það eins vel og þeir mundu tyggja hart brauð, þá meltist það jafn vel. Ef melting er slæm verður að hvíla magann og fasta einn eða tvo daga. Allt er undir því komið hverjar eru orsakir slæmrar meltingar. Ef það staf- ar frá taugakerfinu, þá er bezt að hvíla sig vel. Stafi það af óhollum mat, læknast það bezt með niðurgangsmeð- ulum. En stafi það af ofáti, þá er aug- ljóst að rétt er að eta minna. Það gerir mönnum ekkert til þótt þeir hlaupi yfir eina máltíð eða tvær, en föstur geta beinlínis haft ill áhrif á magann. Það er óholt og eyðir matarlyst að eta milli máltiða. Þetta er undir því komið hvað menn láta ofan í sig. Feitmeti og sætindi draga úr matarlyst og trufla melting- una, en kjöt og ostar auka matarlyst. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á börnum, verksmiðjufólki og skrif- stofufólki, sýna að ofurlítill biti milli máltíða örfar menn, varnar þreytu og eykur athyglisgáfuna. Menn verða feitir á þvi að drekka mikið vatn. Nei, þú mátt óhræddur drekka eins mikið vatn og þú getur torgað. Líkam- inn mun sjálfur losa sig við það, sem hann þarfnast ekki. Enginn skyldi drekka mikið vatn með máltíðum, því að það þynnir út meltingarsafann svo maturinn melt- ist ekki. Þetta er tilhæfulaust. Vatn fer mjög fljótt í gegn um magann og það stuðl- ar að auknu rennsli meltingarsafans. Heitt vatn örvar og starfsemi magans og mýkir það, sem í hann er látið svo að það verður auðmeltara. Við hita er gott ráð að svelta, en við köldu að eta. Þessi kenning er úrelt. Að vísu verð- ur melting ekki jafn ör, ef menn hafa hita, en bruninn í líkamanum eykst. Þess vegna þurfa menn, sem hafa hita, að eta auðmelta fæðu með stuttu milli- bili. Læknar ráðleggja vanalega mag- urt kjöt, vegna þess að fita er þung- melt. — En þeim sem hafa köldu líð- ur aðeins ver ef þeir eta mikið. Heil- næm fæða eykur viðnámsþrótt líkam- ans, hvort sem um hita eða köldu er að ræða, og flýtir því fyrir bata. Kjöt verður að vera hraðsoðið svo það missi ekki safa sinn og næringar- gildi. Eftir þvi sem kjöt verður fyrir meiri hita því meira missir það af safanum. Þess vegna fer meira af safanum for- görðum við snögga og ákafa suðu heldur en ef kjötið er hægsoðið. Snögg- soðið kjöt er og ekki soðið nema yzt. — En um fisk er það að segja, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.