Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 6
746 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ir Einars Stefánssonar á Hörgs- landi og Kristínar, föðursystur séra Þorsteins. Þetta munu séra Þorsteini hafa þótt slæmar fréttir og hefur hann viljað afstýra því að þessi ráðahag- ur mætti takast. Skrifar hann nú séra Árna Halldórssyni frá Hruna, bróður Sigríðar (11. júlí 1661) og kveðst hafa heyrt um bónorð Þor- leifs og að foreldrar hans muni ekki ætla að vísa honum frá. Seg- ist hann því vilja láta séra Árna vita hvern þátt séra Þorleifur hafi átt í Útskáladómi og að það verði ekki látið niður falla, ef annað sé mögulegt. Um aðra menn, sem þann dóm hafi undir skrifað, geti hann ekki miklu lofað „því að mér er lítið ætlandi að senda, en í kyr- þey, ef guð lofar, mun eg til ein- hvers þeirra hugsa“.Þákveðsthann og vilja láta séra Árna vita, að séra Þorleifur hefði gripið eign sína á laun við sig og sína og haldið henni síðan með trássi og ofbeldi, þá hennar hafi verið vitjað til hans, notað sjálfum sér til gagns en hon- um til baga, og muni raunin um þetta verða ólygnust á sínum tíma. Út af þessum áburði varð séra Þorleifur að hreinsa sig með eiði í Skálholti hinn 31. júlí þá um sum- arið. En síðan fekk hann Sigríðar, svo að séra Þorsteinn hafði ekkert upp úr þessu. Galdramaður EINS OG fyr er sagt fór það orð af séra Þorsteini að hann væri göldróttur. — Hefur hann máske stuðlað að því sjálfur að slíkt orð fór af honum. Að minnsta kosti virðast hótanirnar í bréfinu til séra Árna vel til þess fallnar að vekja galdragrun, þar sem hann segist ætla að hugsa í kyrþey til þeirra, er honum var í nöp við. — Tvær galdrasögur hefur Jón á Steinum um hann. Önnur er þessi: Hann fór frá Útskálum um morg- un og reiddi dóttur sína að baki sér og embættaði á Bessastöðum, og söng seinni messu aftur heima sama daginn — og fór þetta á gandreið. Hin sagan er á þessa leið: Einu sinni voru þau úti séra Þorsteinn og Þóra dóttir hans. Voru þau að tala um hve margir væri fiskar í því og því skipi, er inn reru ósinn. Bar þeim að öllu saman, þar til eitt skip kom. Þá sagði séra Þor- steinn að í því væru 19 fiskar, en hún 20. Þrættu þau um þetta og gengu svo niður að bátnum, og voru í honum 19 fiskar. Þá gekk hún að löngu, risti hana á kviðinn og tók úr henni glænýa ýsu. „Of- mikið hef eg kennt þér,“ sagði hann þá og gaf henni kinnhest. Tildrögin að þesesum sögum munu ekki vera önnur en þau, að séra Þorsteinn kenndi dóttur sinni reikning og ýmislegt fleira, sem þá þótti hin mesta fásinna að konur væri að fást við, því að þeim var þá ekki bókvit ætlað. Ekki eru neinar sagnir um að galdraorð hafi lagzt á Þóru eftir að hún náði full- orðins aldri. Sögn er um það hvernig á því hafi staðið að séra Þorsteinn varð holdsveikur, og átti hann þar að hafa goldið ágirndar sinnar. Hann náði eitt sinn í próventukarl, vel efnaðan, og samdist svo með þeim að prestur skvldi halda hann vel að fæði og klæðum til dauðadags. En þegar á fyrsta sumri þótti karli viðurgerningur illur ogiSamningar brotnir á sér og viidi komast burtu, en nrestur sleppti honum ekki. — Nokkuru seinna veiktist karl og bóttist vita að nú mundi hann deya. Vildu menn þá gjarna nevta sakra- mentis áður en þeir dæi, en .karl vildi ckki þiggja þann greiða af séra Þorsteini. Bað hann þvf vinnu- mann prests að fara fyrir sig til Hvalsness og sækja Hallgrím prest Pétursson að þjónusta sig. (Þetta hefur þá átt að gerast einhvern tíma á árunum 1644—1651, meðan þeir Þorsteinn og Hallgrímur voru nágrannaprestar). — Vinnumaður sagði presti frá þessu, en hann bannaði að sækja séra Hallgrím. Og er hann kom ekki fór karl að gruna að hann væri brögðum beitt- ur og varð reiður mjög. Heitaðist hann við prest áður en hann dó, og sagði að hann mundi verða lítill gæfumaður upp frá því. Blindi fræðaþulurinn SÉRA Þorsteinn var orðinn blind- ur er hann kom að Setbergi, eins og fyrr er sagt. Sat hann þar í myrkrinu í 15 ár, heltekinn af hinni hryllilegustu veiki. Var það þá helzta dægrastytting hans að hann lét lesa fyrir sig fornan fróð- leik, er hann hafði hinar mestu mætur á, eins og sjá má á graf- skriftinni er hann samdi yfir sig. Hefur hann lítt ýkt það að hann hafi þá verið manna fróðastur í þeim efnum. Átti hann stóra bók, er hann hafði látið skrifa á marg- ar sögur, svo sem ágrip af Sturl- ungasögu, 17 íslendingasögur, Hungurvöku og 5 biskupasögur aðrar, um 15 riddarasögur o. fl. — Aðra bók átti hann einnig, sem hann hafði látið Pál Sveinsson rit- ara sinn skrifa og voru á henni Völsungasaga, Ragnars saga loð- brókar og Krákumál. Báðar þessar bækur eru nú í safni Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn. Þá hafði Þorsteinn það og sér til afþrevingar eftir að hann kom að Setbergi að vrkja kvæði á latínu. — Er í Árnasafni enn til kvæðasafn eftir hann, sem kallað hefur verið „Noctes Setbergenses“ (Setbergsnætur), þótt það nafn sé ekki í skpá safnsins, enda mun það dregið af upphafsorði fyrsta kvæð- isins. Kvæðin eru 7 alls og öll löng. Hið fyrsta er um sköpun heimsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.