Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
með því að hann hafi af vissum
ástæðum áður látið dóm ganga um
að aðeins kennimenn, en ekki ver-
aldlegir, skyldi dæma í málum
andlegrar stéttar manna (Vælu-
gerðisdómur 30. júní 1645). Með
þessu bendir hann umboðsmanni
á, að það hafi ekki verið rétt að
skipa helmingadóm í máli séra
Þorsteins. Hann getur og þess að
óþarft sé að birta dóminn, því að
séra Þorsteinn hafi þegar áfrýað
honum. En Þorsteinn sé þó fallinn
á höfuðsökinni með eiði Ástnýar.
Séra Þorsteinn þóttist margföld-
um rangindum beittur, fyrst með
því að helmingadómur skyldi
dæma mál sitt og að sér sem presti
skyldi ekki vera dæmdur synjun-
areiður. Stefndi hann því prófasti
og öllum prestunum, sem í dóm-
inum sátu fyrir prestastefnu á Al-
þingi 1660, en tíminn var of naum-
ur svo að prestastefnan frestaði
málinu til næsta þings 1661.
Svo kom málið fyrir prestastefnu
1661 og nefndi séra Þorsteinn í
dóm af sinni hálfu Jón prófast á
Melum, Þorleif prófast í Odda,
Torfa prófast í Gaulverjabæ, og
ennfremur þá Sigurð sýslumann
Jónsson í Einarsnesi, Bárð Gísla-
son lögréttumann og Einar Torfa-
son attestatus. En prestarnir úr Ut-
skáladómi nefndu í dóm af sinni
hálfu séra Alf Jónsson, séra Guð-
mund Bjarnason í Laugardælum,
séra Halldór Jónsson í Reykholti,
séra Helga Grímsson á Húsafelli,
og ennfremur þá Matthías Guð-
mundsson sýslumann og umboðs-
mann á Stapa og Gísla Magnússon
sýslumann í Rangárþingi. Lofuðu
báðir málsaðiljaar að halda það,
sem dæmt yrði með samþykki bisk-
ups og Jóhanns Klein landfógeta.
En með því að leikmennirnir voru
flestir nefndir í dóm lögmanns,
gátu þeir ekki tekið sæti í þessum
dómi. Nefndi þá séra Þorsteinn til
fyrir sína hönd þá séra Árna Hall-
steinsson og séra Torfa Jónsson frá
Reykholti, en prestarnir nefndu til
séra Grím Bergsveinsson og Daða
Jónsson. Urðu þá alls 12 í dómin-
um.
Séra Þorsteinn hafði áður gefið
Jóni nokkrum Jónssyni frá Krossi
í Lundarreykjadal, umboð til þess
að sækja málið gegn prestunum
fyrir sína hönd. En Jón kom ekki
til þings og enginn af hans hálfu.
En séra Þorsteinn hafði látið flytja
sig í sæng sinni á kviktrjám til
þings og settist að fyrir framan
kórinn í Þingvallakirkju. „Lét hann
leiða sig fyrir búðir flestra höfð-
ingja á Alþingi að fá tal af þeim,
og deildi fastlega um málið, hvar
sem honum gafst færi til. Flestir
sneiddu sig hjá að eiga orðakast
við hann,“ segir séra Jón Halldórs-
son.
Nauðsynlegt þótti að reyna að
leiða málið til lykta vegna „veik-
leika séra Þorsteins“, en með því
að hann hafði áður gefið óaftur-
kallanlegt umboð, þóttust dómend-
ur ekki geta lagt löglegan dóm á
málið. Reyndu þeir þá heldur að
sætta séra Þorstein við prófast og
prestana, svo að hann hefði ekki
farið erindisleysu til Alþingis svo
illa á sig kominn og hann var. En
Þorsteinn neitaði allri sætt fyr en
hann hefði fengið úr því skorið
hvort Útskáladómur væri löglegur
eða ólöglegur. Ekki treystust dóm-
endur til að leggja neinn úrskurð
á það, að svo vöxnu máli, þar sem
hinn löglegi sækjandi væri ekki
viðstaddur. Var því ekki meira að
gert að sinni, nema hvað dómend-
ur samþykktu að séra Þorsteinn
mætti takast til altaris af sóknar-
prestinum, ef hann óskaði þess.
Þetta álit dómsmanna staðfestu
þeir Brynjólfur biskup og Jóhann
Klein.
Hinn 27. apríl næsta vetur visiter-
aði biskup Garðakirkju. Þar kom
þá séra Þorsteinn og skoraði á
745 '
hann að áfrýa Útskáladómi til
næstu prestastefnu (1662). Varð
biskup við því og boðaði prestana
úr Útskáladómi til prestastefnunn-
ar, alla nema séra Þorkel Arn-
grímsson í Görðum.
Til þessarar prestastefnu komu
þeir Jón Jónsson og Þorsteinn, og
hefur hann þá aftur látið flytja sig
á kviktrjám til Þingvalla. Hand-
salaði prestur Jóni málið í viður-
vist prestastefnumanna.
„En þau urðu úrslit þessa máls,
að Jón gaf alla sókn málsins frá
sér þó að óskertum heiðri séra Þor-
steins, Einars prófasts og allra í
þessu máli. Og skildist Jón þannig
við málið með æru og sæmd, að
vitni prestastefnunnar og sam-
þykki séra Þorsteins. En því næst
sættust þeir heilum sáttum, Einar
prófastur, séra Þorsteinn og Jón
Jónsson í viðurvist biskupsins og
prestanna. Og var þessu stappi þar
með lokið. Er ekki ósennilegt, þótt
ekki sé þess getið í prestastefnu-
bókinni, að biskup og fundarmenn
hafi í kyrþey fengið séra Þorstein
til að láta málið niður falla, og ef-
laust hefur málstaður prestanna
ekki verið góður.“
Væringar við séra Þorleif
ÁRIÐ 1658 hafði séra Þorsteinn
keypt 8 hndr. í jörðinni Setbergi
af mági sínum Tómasi Björnssyni
frá Skildinganesi. Fluttist hann svo
þangað frá Útskálum 1660, en Tóm-
as bjó á öðrum hluta jarðarinnar í
sambýli við hann í 5 ár.
Grunnt var á því góða millí
þeirra séra Þorsteins og séra Þor-
leifs áður, en þó mun hafa versnað
eftir að séra Þorsteinn fór frá Út-
skálum. Nú er það árið eftir (1661)
að séra Þorsteinn fréttir að séra
Þorleifur hafi beðið sér konu, Sig-
ríðar dóttur Halldórs prests í
Hruna, Daðasonar. Sigríður þessi
var frændkona séra Þorsteins, því
að móðir hennar var Halldóra dótt-