Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 12
752 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tungumál deya. Nú á tímum upp- rætast tungur fyrir tilverknað op- inberra aðila, sem reyna að þvinga heilar þjóðir til að tala annað máL Hætt er að kenna það í skólum, klerkar prédikd ekki á því lengur, guðs orð fæst ekki prentað á því. Litið er niður á þá, sem tala mál minnihluta, þeir eiga erfiðara um að lifa, af því þeir tala móðurmál sitt. Loks kemur að því, að ein- ungis elzta kynslóðin skilur og tal- ar hið deyandi mál, og börnin hætta að skilja vögguljóð ömmu sinnar, sambandið við fortíðina er rofið að fullnustu, og þjóðarbrot hættir að vera til, drukknar hljóða- laust í þjóðahafi. Og yfir leifunum af horfinni tungu hlakka nokkrir sérvitrir málfræðingar, sem eyða fánýtri ævi sinni í að skýra hana. Svo fer deyandi tungum. Gel- ískan er að vísu ekki komin svo langt. En hve lengi má hún sín gegn ofureflinu? Nú er orðið erfitt að fá gelískumælandi klerka til að þjóna þar, sem gelískan er enn töl- uð. Og svipuðu máli gegnir um barnakennara, þeim fækkar óðum, sem gelísku kunna. Nú getur vel verið, að einhverjir óvitrir menn spyrji: Hvers vegna á að halda líf- inu í feigri tungu? Svo ófróðlega getur enginn íslendingur spurt, því að íslenzkunni hefði orðið ólífvæn- legt, ef danskan hefði náð meiri fótfestu með forfeðrum okkar en raun varð á. Við eigum ósköp auð- velt með að skilja tilfinningar Suð- ureyinga, sem óttast um afdrif móðurmáls síns. Við þurfum ekki annað en líta í eigin barm, og ef það hrekkur ekki til, þá skulum við kynna okkur lauslega, hvernig horfir við með Gelum um þessar mundir. Meginhluti gelískra bókmennta er þjóðlegs eðlis: þjóðsögur, þjóð- kvæði, verk löngu liðinna kynslóða varðveitt höfundarlaust um marg- ar aldir. Sumum nútímamönnum hættir til að líta niður á þess konar bókmenntir, og stafar það meir af fáfræði en skilningi. Eða hverjum þykir minna koma til „Vísna Fiðlu-Björns“, af því að þær hafa varðveitzt sem þjóðkvæði? Er sagan af Galdra-Lofti lélegri bók- menntir af því hún er þjóðsaga, en þótt Skúli hefði ritað hana og kall- að smásögu? í þjóðlegum bók- menntum á gelísku bera mörg verk þann frumstæða þokka, sem er aðal þess konar bókmennta hvar sem vera skal. Nú er mikið um þjóðsög- ur og þjóðkvæði í Suðureyum, sem hafa ekki verið skrásett. Á hverju ári deya sagnaþulir, og með þeim hverfur til moldar mikil gnótt lif- andi bókmennta, af því að bók- menntir þessar eru komnar úr tízku og safnendur þeirra eru hönd- um seinni að koma þeim á blað eða segulband. í fyrra lézt Duncan MacDonald, gamall maður, fæddur og alinn upp í Suðureyum. Hann var fátækur leiguliði, og svo höfðu forfeður hans verið, maður fram af manni. Með dauða hans var meiri harmur kveðinn gelískum bókmenntum en nokkur lesanda þessa bréfkorns getur rennt grun í, því að Duncan kunni sjóð ó- skráðra bókmennta, og hann kunni að segja sögur sínar eins og lista- maður af guðs náð einn getur gert. Við svarðareld í afskekktu koti voru sögur þær í minnum hafðar um aldaraðir, sem Duncan einn kunni, og þær guldu þess, að sagna- þulurinn lifði á röngum tíma: hann var of seint uppi til að samtíma- menn hans kynnu að njóta þeirra, og hann hvarf til feðra sinna áður en fræðimenn gætu náð öllum sög- um frá honum. Þjóðkvæði eru sungin, og í Orkn- eyjum eru til þúsundir af þjóðlög- um, sem myndu hverfa jafnskjótt og fólk hættir að kunna kvæðin. Nú er reynt að bjarga því frá gleymsku, sem bjargað verður, með því að láta sagnaþuli segja sögur og fólk syngja á segulband. Þannig verður hægt að varðveita sögur og söngva um aldaraðir. En hverjum til gagns? Þessi starfsemi stuðlar ekki að því að halda lífinu í gelískri tungu, heldur miklu frem- ur til að draga úr því tjóni, sem þjóðin bíður við dauða tungunnar. En þó er rétt að minnast þess, að gelíska er töluð víðar en í Skot- landi, því að fleiri tala hana í Nova Scotia (í Canada) en í Skotlandi sjálfu. Margir Gelir fluttust þang- að árið 1772, og síðan hafa þeir varðveitt málið afburða vel, raun- ar miklu betur en Vestur-íslend- ingar móðurmál sitt, og er þó skemmra síðan þeir fóru vistferl- um vestur. Og þegar leiðin lá frá gamla Skotlandi til Nýja-Skot- lands, þá fóru fornar arfsagnir með. í Nova Scotia hafa safnendur þjóð- legra fræða ærið að starfa, svo að vel hafa Gelir haldið þar á arfi fátækra forfeðra. Magnús Magnússon. Tveir húsagarðar lágu saman. í öðr- um var ekkert annað en stór hænsa- girðing, en í hinum voru blómabeð og ávaxtabeð. Einhvern veginn hafði kom- ið stórt gat á hænsagirðinguna og hæns- in fóru því yfir í blómagarðinn og rifu og tættu allt í sundur þar. Eigandi blómagarðsins hafði hvað eftir annað kvartað um þetta, en hænsaeigandinn lét það sem vind um eyrun þjóta, og blómagarðs eigandinn var í stökustu vandræðum og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Seinast tók kona hans að sér að reyna að ráða bót á þessu. Og þegar maðurinn kom heim að borða daginn eftir, sá hann að ná- granninn var að keppast við að gera við hænsagirðinguna. — Hvernig fórstu að þessu? sagði hann við konu sína. — Ég keypti fjögur egg í gær og faldi þau undir runna hérna í garðinum, og svo gætti ég þess að þau sæi er ég sótti þau í morgun. \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.