Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 8
748 'V r* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR: KANADÍSKA GÆSIN FRÁ ÞVÍ hvítir menn námu land í Norður Ameríku, hafa afkomend- ur þeirra, kynslóð eftir kynslóð, skemmt sér við það haust og vor að horfa á kanadisku gæsirnar, er þær fljúga í oddfylkingu með miklu skrafi og gargi norður til heimskautsland- anna og svo suður aftur áður en vet- ur gengur í garð. Þetta þykir svo fög- ur sjón, að menn gleyma henni ekki aftur. Um aðra háttu þessara gæsa, eru menn fáfróðari. Varpstöðvum þeirra hafa fáir kynnzt, því að þær eru svo norðarlega, norðan við alla byggð, jafnvel á hinum nyrztu eyum norðan við meginlandið. En á vetrum hafast þær við meðfram ströndum Atlants- hafsins og Kyrrahafsins. • Á vorin, í apríl eða maí, leggja gæs- irnar upp í norðurferð sína. Það er engu líkara en að þær finni á sér hvenær ísa tekur að leysa norður í heimskautalöndunum og þær geti komizt þar á auðan sjó eða auð vötn, en það er lífsskilyrði fyrir þær. Aðallega eru það þá fjórar leiðir, sem hinir miklu gæsahópar fara, eftir því hvar þær hafa haft vetursetu. Þær, sem hafa hafst við hjá Florida og í Karabiska hafinu, leggja leið sína norð- ur með strönd-Atlantshafsins til New- foundland, Labrador, austurhluta Hud- sonsflóa og Grænlands. Þær sem hafa vetursetu í Mexikóflóa, fylgja Missis- sippifljótinu og koma fram við vest- anverðan Hudsonsflóa og dreifast það- an norður um íshafseyarnar. Aðrar, sem hafa vetursetu í Mexikó, velja leið- ina yfir vestanverð Bandaríkin og norðr yfir Albertafylki í Kanada og áfram norður af íshafi. En þær sem hafa haft veturset.u við strendur Kyrrahafsins hjá Kaliforníu og Pan- ama, leggja leið sína norður með ströndinni og létta ekki fyr en þær eru komnar norður í Alaska. Á þessum ferðum fljúga þær venju- lega mjög hátt, eða í allt að 3000 feta hæð. Þær fljúga alltaf oddaflug, þann- ig að hver gæs er ofurlítið til hliðar við næstu fyrir framan, og þetta létt- * ir þeim flugið. Af þeim hafa menn lært það, að láta flugvélar fljúga odda- flug, þegar margar ferðast saman. Flughraðinn er um 80—90 km. á klukkustund. Það er ekki kappflug, því að gæsirnar vita vel að þær verða að gæta þess að oftaka sig ekki á hinni löngu leið. Og marga áfangastaði hafa þær á leiðinni. Þeim er það nauð- synlegt, bæði til þess að hvíla sig og til þess að afla sér fæðu. Melting þeirra er mjög ör og þær verða fljótt svangar. Þess vegna þurfa þær við og við að setjast og fá fylli sína og um leið orku til þess að halda áfram. Þær hafa alltaf sömu viðkomustaði og margir þeirra hafa nú veið frið- lýstir. En bændum á þessum slóðum er þetta mikill þyrnir í augum, því að gæsirnar valda tíðum miklum spjöllum á ökrum. Fyrir kemur það, að gamlar gæsir eru orðnar svo þreyttar, að þær treystast ekki til þess að halda áfram ferðinni og verða þá eftir á þessum áningarstöðum. Finnst sumum átakanlegt að hlusta á þegar þær eru að kveðja hópinn. En þarna hafast þær við þangað til gæsafylking- in kemur aftur, og þá byrja þær að garga ákaflega til þess að vekja eftir- tekt þeirra á því, að hér sé áningar- staður, sem þær megi ekki fara fram hjá, og hér sé þeim óhætt að koma. Þegar norður til varpstöðvanna kem- ur, er ekki til setu boðið, því að þá verða þær að fara að gera sér hreið- ur. Hver hjón taka sig þá út úr hópn- um (gæsirnar lifa alltaf í einkvæni, er dauðinn einn fær slitið) og velja sér hreiðursstað. Oft er skammt á milli búanna og gæsirnar eru heimaríkar og leyfa ekki öðrum fuglum að setjast að í nárenni við sig. Þær vilja búa einar að þeim löndum, sem þær nema, Venjulegast eiga þær 5—6 egg, en stundum allt að 10. Útungunartíminn er 28—30 dagar. Skömmu síðar fella hinar fullorðnu gæsir fjaðrir, eru í sárum og geta ekki flogið. Það er því eðlilegt að þær sækist eftir því að vera í eyðihéruðum. Þegar kemur fram í september eru ungarnir orðnir fleygir og gömlu gæs- unum hafa vaxið flugfjaðrir að nýu. Þá er farið að hugsa til ferðar suður á bóginn til heitari landa. Þær byrja á því að draga sig saman í hópa og svo hefst langflugið aftur, sömu leiðir og farið var norður, og svo kemur hver oddfylkingin af annari, og allar stefna til suðurs. Hér hefir verið talað um kanadisku gæsina, eins og það væri ein tegund, en í raun og veru er hér um margar tegundir að ræða, er heita ýmsum nöfnum, og eru talsvert ólíkar að útliti og stærð. En allar hafa þær hina sömu siðu. Hinn mikli veiðimaður var að tala um veiðar. — Það er engin frægð í því að skjóta dýr á 300—400 metra færi, sagði hann. Nú skal ég segja ykkur eina sögu af mér. Ég var einu sinni hátt uppi í fjöll- um og af því að ég sé framúrskarandi vel, þá kom ég auga á geithafur langt, langt í burtu. Ég hlóð byssuna mína í skyndi með púðri, salti og kúlu og hleypti af, og hafurinn datt niður stein- dauður. Það var almennilegt skot! — En til hvers varstu að hlaða byss- una með salti? spurði einhver. — Auðvitað til þess að ekki skyldi slá í skrokkinn á meðan ég væri á leið- inni þangað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.