Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 14
| 754 r~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f hann missir minna af næringargildi f sínu ef hann er steiktur í mjög heitri feiti. Fryst matvæli eru ekki jafn nær- andi og ný. Jú, þau eru jafn nærandi ef menn (, láta þau ekki liggja tímunum saman | eftir að frostið er farið úr þeim. Öll matvæli, hvort þau eru ný eða fryst, ' missa C-fjörvi ef þau eru látin liggja ( lengi áður en þau eru soðin. Annars t hefir löng geymsla ekki áhrif á nær- (j ingargildi matvæla meðan þau eru frosin. Geitamjólk er heilnæmari en kúa- mjólk. Það er nú allt undir því komið á í hverju geiturnar eða kýrnar nærast. t Allir hafa tekið eftir því að meiri ^ kjarni er í sumarmjólk en vetrar- 1 mjólk. Það er varla annar munur á ( geitamjólk og kúamjólk að því er heil- | næmi snertir, en að geitamjólkin er ^ örlítið fitumeiri. ? Magrir menn eta ekki minna en feit- \ ir menn. Á því sést að mönnum verð- ( ur misjafnlega gott af matnum. \ Yfirborð líkamans er meira hjá há- ( um og grönnum mörmum heldur en ( hjá feitum og stuttum mönnum, enda t þótt þeir vegi hér um bil jafn mikið. t En því stærra, sem yfirborð líkam- ^ ans er í hlutfalli við líkamsþungann, ( þeim mun meiri hiti gufar út úr lík- | amanum, og þess vegna þarf maður- [ inn meira að borða en aðrir til þess ; að halda við brunanum í líkamanum. Það hefir líka mikla þýðingu hvaða ^ vinnu menn stunda. Erfiðismenn eyða 4000—6000 hitaeiningum á dag, en ( skrifstofumenn ekki nema svo sem ( 2000—3000 hitaeiningum. Og sem bet- ^ ur fer er líkaminn nú svo hugvitsam- \ lega úr garði gerður, að matarlystin | segir nokkurn veginn til um þarfir \ hans. En það er ósjálfræði að fitna { af ofáti. I Feitir menn njóta þess betur að eta heldur en magrir menn. Reynslan sýnir að feitir menn hánia í sig matinn og finna ekki jafnvel bragðið að honum eins og aðrir. Eftir því sem menn tyggja matinn betur, þykir þeim hann betri og þurfa minna. Það er því ekki vegna þess að mönn- um bragðast maturinn svo vel að þeir eta yfir sig, heldur af græðgi — einkum þegar um sætan mat er að ræða. Dökkt kjöt er saðsamara en hvítt kjöt. Dökkt kjöt er ekki jafn auðmelt og hvítt kjöt, vegna þess að það er feít- ara, en öll feiti er tormelt. Vegna fitunnar eru dálítið fleiri hitaeiningar í dökku kjötá, en upp á móti því vegur að það er tormeltara. Fiskur er góður fyrir heilann. Því miður hefir enginn komizt að því enn, að ein fæða sé betri fyrir heilann en önnur. Það eru heldur eng- ar sannanir fyrir því að áreynsla á heilann þarfnist aukinnar næringar. Það eru svipuð efni í eggjum eins og heilanum, en þó er ekki kunnugt að menn verði vitrir af því að eta egg. Amino-sýra virðist þó hjálpa treggáf- uðum börnum, en ekki hafa nein áhrif í þá átt á fullorðið fólk. Mönnum liði betur ef þeir æti hrátt en ekki soðið. Soðinn matur er miklu betri að öllu leyti, auðmeltari, bragðbetri og laus við alla sýkla og snikjudýr. Ef menn hættu að eta soðinn mat og tæki upp á því að eta hrátt, mundi meðalaldur fljótlega lækka og heilbrigði manna hraka. Menn dreymir illa ef þeir borða und- ir svefninn. Meltingin er áreynsla og eftir því sem menn borða meira undir svefninn, því meira erfiði hefir líkaminn við meltinguna. Auðvitað hefir þetta áhrif á svefninn og þá sennilega á draum- ana líka. En menn sofa oft betur ef þeir fá sér .ofurlítinn bita áður en þeir ganga til náða. En orsök vondra og góðra drauma er öll önnur en matur. Alls ekki. Þótt menn drekki einn eða tvo potta af vatni á fastandi maga, þá hefir í>að engin áhrif á blóðið. Einhvern tíma munu vísindin hafa fundið upp töflur, sem innihalda öll þau næringarefni er líkaminn þarfn- ast og koma í stað fæðu. Það er álíka mikil fjarstæða að hugsa sér að hægt sé að gera slíkar töflur, eins og hægt sé að gera töflur úr hreinu vatni. Menn þurfa ekki annað en hugleiða, að olífuolía, smjör og svínafeiti eru hér um bil hrein feiii, og í venjulegum sykri er samanþjapp- að eins miklu af kolvetni og unnt er. Og að undanskildu ofurlitlu af vatm, er magurt kjöt nær eingöngu lífefni. Fæðan hlýtur því alltaf að verða fyrir- ferðarmikil. Það er ekki hægt að þjappa henni saman á annan hátt en þann að ná úr henni vatninu — en þá þurfa menn þeim mun meira af vatni að drekka til þess að geta melt hana. — ★ — Þegar menn hafa losað sig við alla hjátrú um mataræði, þá mun mat- urinn bragðast þeim betur og þeim verða betra af honum. Menn segja t. d. að sumar fæðutegundir, tvær eða fleiri, megi ekki eta samtímis, því að þær fari ekki saman 1 mag- anum. En ef maður etur ekki annan mat en þann, sem honum verður gott af, þá er alveg sama hve margar fæðu- tegundir hann lætur í magann í senn, þær blandast þar blessunarlega. Það er hjátrúin en ekki maginn, sem þá gerir uppsteyt, ef manni verður ekki gott af því. <L-^'S®®®G^3> er heilnæmari en Súrmjólk mjólk. Þegar mjólk gerjast breytast sykur- efni hennar í sýrur, en næringargildi hennar breytist ekki neitt. Ef þú drekkur nýmjólk, gerjast hún undir eins í maganum og verður ’að þykku súrhlaupi, vegna sýruefna í maganum, sem sumir nefna hleypir. Hún verður því þegar að súrmjólk. En vegna þess að hleypirinn er í súrmjólkinni þarf maginn ekki að leggja hann til og þess vegna meltist súrmjólk fyr en ný- mjólk. | Það þynnir hlóðið að drekka mikið vatn. TYLFTIR SJAVAR I KRING ISLAND AÐ ÞVÍ ER FORNMENN TÖLDU uý- Vikur Frá Eystrahorni til Vestmannéya 12 — Vestmannaeyum til Reykjaness 12 Þaðan til Snæfellsjökuls 12 Þaðan til Bjargtanga 12 Þaðan undir Barð á Hornströndum 12 Þaðan að Vatnsnesi Þaðan að Skaga Þaðan á Siglunes Þaðan á Látur Þaðan að Tjörnesi Þaðan að Langanesi Þaðan að Eystrahorni 12 12 12 12 12 12 12 Samtals 144 (Gráskinna Gísla Konr.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.