Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 755 Hinar smærri heimsfréttir IR Æ Ð U, sem Churchill helt um stjórnarfar, líkti hann ríkinu við bíl og sagði svo: „Bandaríkjamenn leggja mest kapp á að hreyfillinn sé í lagi. Englendingar hugsa mest um að sætin og bíllinn sjálfur fjaðri nógu vel. Frökkum er það aðal áhugamál að hið ytra útlit sé laglegt. Þjóðverjar meta það mest að hann láti vel að stjórn. Itölum þykir mest í það varið að skott- ið sé nógu rúmgott. Rússar kappkosta að hraðamælirinn sýni helmingi meiri hraða, en bíllinn fer.“ k r|OB RIGGEN frá Las Vegas hefur ) komizt að því að ástin er sterkari en helja. Fyrir fjórum árum reiddist hann óskaplega við kærustu sína, þreif marghleypu og skaut á hana fjórum skotum, er öll hæfðu. Fyrir þetta var hann gripinn og settur í tukthús. Nú er skammt síðan að honum var sleppt. En hver haldið þið að tekið hafi á móti honum er hann kom út úr tukthúsinu? Engin öpnur en kærastan, sem fyrir löngu var gróin sára sinna. Þau urðu bæði svo hrærð við endurfundinn, að þau fóru rakleitt til dómarans og létu geía sig saman. ~k HELZTU veðurfræðingar Englands komu saman á ráðstefnu í Oxford til þess að ræða um hvernig hægt væri að endurbæta veðurspárnar og segja fyrir um veðurfar með meiri vissu, en verið hefur. Veðurspáin þenna dag hafði verið „bjart veður og sólskin", svo að þeir höfðu allir farið til fundar- staðarins yfirhafnarlausir. En að fundi loknum urðu allir að panta sér bíl, því að þá var komin slík úrhellis rigning, að ekki var hundi út sigandi. 'k ÞAÐ var getraunatími í ameríska út- varpinu og ung stúlka beindi spurn ingum til áhorfenda í útvarpssal. Á sama tíma var maður nokkur í Boston, Aldaus Robb að nafni, að aka í bíl sínum og hafði útvarpið opið til þess að hlusta á spurningatímann. Og hann heyrir hina mjúku og þægilegu rödd stúlkunnar: „Nú bið ég alla viðstadda karlmenn að loka augunum snöggvast og geta upp á hvernig hálskraginn minn er á litinn“. Ósjálfrátt lokaði Robb augunum, og í sama bili rakst hann á annan bíl. Báðir bílar skemmd- ust og viðgerðarkostnaður nam 18 doll- urum 65 centum. Robb hefur höfðað mál gegn útvarpinu til þess að fá þessa upphæð endurgreidda, því að það hafi verið útvarpinu að kenna að árekstur varð. 'k NORSKUR læknastúdent var trúlof- aður og einu sinni kyssti hann kærustuna svo ofsalega að úr henni losnaði gulltönn og hrökk ofan í hann. Jæja, hann tók svo inn laxerolíu og innan skamms skilaði gulltönnin sér. En kærastan neitaði algjörlega að taka við henni aftur og við það slitnaöi upp úr trúlofuninni. IÚTHVERFI einu í Málmey hafa verið reistir verkamannabústaðir öðrum megin götu og eru engin salerni í þeim, heldur eru almenningssalerni hinum megin við götuna. Nú hafa íbú- arnir þarna sent borgarstjóranum harðorð mótmæli út af þessu. Þeir segja að bílaumferð um götuna hafi aukizt svo stórkostlega upp á síðkastið, að það sé hreinasta hending ef menn geti komizt nógu snemma yfir götuna. MAÐUR nokkur í Frankfurt auglýsti: „Raunamæddur maður óskar að kynnast konu, sem sýni honum samúð. Tilboð sendist-----“. Hann fekk eitt svar og það var frá konunni hans. Auð- vitað varð hann óskaplega reiður, en það sljákkaði í honum er konan sýndi honum bréf og meðfylgjandi mynd af honum sjálíum. Hún hafði líka auglýst. ~k FYRRVERANDI frú Lupescu og nú- verandi ekkja Carols Rúmenakon- ungs og prinsessa af Hohenzollern, dvelst um þessar mundir í Lissabon. Fyrir skömmu kom hún ásamt ame- rískum auðkýfing í næturklúbb þar í borginni. Nú hefur hún kært hljóm- sveit klúbbsins fyrir það að hafa leikið „Kátu ekkjuna“ á meðan þau sátu þar. k IKALKUTTA í Indlandi kom maður nokkur til yfirvaldanna og krafðist skilnaðar við konu sína. Hann skýrði ástæður sínar fyrir því á þennan hátt: „Þegar ég sái hrísgrjónum, þá upp sker ég hrísgrjón, og þegar ég gróðurset möndlutré, þá fæ ég möndlur. En þeg- ar ég ætla að rækta Indverja og fæ Kínverja í staðinn, þá er eitthvað bogið við það.“ Dómarinn veitti honum þegar skilnað. k NÝLEGA var haldið námskeið í um- ferðareglum í Liverpool á Eng- landi og þar flutti lögregluþjónninn Grénardy fræðsluerindi. Þegar hann kom þaðan og ætlaði að stíga upp i bíl sinn, var þar annar lögregluþjónn fyrir og sektaði hann um 5 skildinga fyrir það að hafa skilið bíl sinn eftir þar sem bílar máttu ekki standa. k INDVERSKA hnefaleikakonan, Ham- ida Bany, er fyrir nokkru lögð á stað til Evrópu til þess að keppa við hvíta hnefaleikara, því að hún hefur ekki fundið neinn jafningja sinn í Ind- landi. Hún hefur barizt þar 320 sinnum og haft sigur í hvert sinn. Hún er 160 sentimetrar á hæð, en vegur 200 pund. Daglegur matarskammtur hennar er 1 pund af smjöri, 6 egg, 2 pund af möndl- um, 6 lítrar af mjólk, 3 lítrar af súpu, 4 pund af ávöxtum, 1 hæna, 1 kg af lambakjöti og ógrynni af hrísgrjónum. Hún sefur 9 stundir á sólarhring, æfir sig 6 stundir, en hinn tímann er hún að eta. Hún hefur strengt þess heit að giftast þeim manni, sem geti slegið sig í rot. C_x^ö(t)®®C9^_3 BARNÞEKKJARI Þeir. höfðu reist nýan og ágætan barnaskóla einhvers staðar í Kánada og gamall Svíi tók að sér að setja girð- ingu í kring um hann. Þetta var for- láta girðing úr timbri, há og með þétt- um rimlum og fram undan dyrum skól- ans var stórt hlið á henni og vönduð grind í. En á einum stað náðu rimlar girðingarinnar ekki niður að jörð og myndaðist þar ofurlítil gátt. Skólanefndin kom að skoða girðing- una og hún var ekki ánægð með þetta. En Svíinn svaraði: — Ég þékki börn. Þau fara ekki um hliðið, heldur klifra yfir girðinguna og brjóta hana niður. En þegar þessi smuga er, þá munu þau öll skríða þar í gegn, og þá endist girðingin margfalt lengur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.