Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
747
og tilveruna, 2. um álfa, 3. um
skyggna menn, 4.—5. um tímatal
heimsins, 6. um sólstöður og 7.
minning ágjarns og óréttláts dóm-
ara. Er talið að þetta kvæði sé ef-
laust skammakvæði um Tómas
Nikulásson fógeta, því að þessi
dómari er sagður drukkna og geti
hann nú fengið nógan fisk að eta.
Tómas drukknaði á Borgarfirði, er
hann var á leið vestur á Snæfells-
nes.
Sumir fræðimenn segja að nokk-
urrar hjátrúar gæti í kvæðum séra
Þorsteins og þau sé sérvizkuleg, en
þau beri þó vott um margs konar
lærdóm.
Sagt er að séra Þorsteinn hafi
verið drátthagur eins og faðir hans,
hvort sem Björn hefur kennt hon-
um nokkuð í dráttlist. Segir Þor-
steinn Þorkelsson á Hofi, að það
sé almælt „að hann hafi fyrstur
manna tekið myndina af Hallgrími
Péturssyni, þegar hann var ná-
grannaprestur hans á Hvalsnesi“.
Má vera að þetta sé satt.
Sú eina mynd, sem til er af Hall-
grími og nú er geymd í Þjóðminja-
safni er máluð mynd eftir séra
Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði.
Nú er það nokkurn veginn víst, að
Hjalti sá aldrei séra Hallgrím, því
að hann var 9 ára er Hallgrímur
lézt og átti heima í öðrum lands-
fjórðungi. En undir myndina hefur
séra Hjalti skrifað „Saaledes af-
skildret ved H. Th.“ Virðist það
geta bent til þess að hún hafi verið
máluð eftir annarri mynd. Á það
fellst Magnús próf. Jónsson í bók
sinni um Hallgrím, en hyggur helzt
að Þórður biskup Þorláksson hafi
gert frummyndina, er Hjalti málaði
eftir. En gæti það ekki alveg eins
verið, að það hafi verið mynd sú,
er séra Þorsteinn Björnsson gerði
af Hallgrími?
Afkomendur Þorsteins
JÓN á Steinum segir að í ættar-
tölu, sem hann hafi undir höndum,
sé sagt að margir sé niðjar Þor-
steins prests. Ef það er rétt, þá eru
þeir komnir út af barni því, er
hann átti með Ástnýu Hallsteins-
dóttur.
Þóra dóttir séra Þorsteins var
alltaf í föðurgarði, og mun hafa tek
ið við búsforráðum er faðir htfnnar
andaðist 1675. Var hún þá 35 ára
að aldri. Árið eftir hendir hana
það að eiga barn í lausaleik moð
Þorkeli nokkrum Jónssyni, sem
einnig átti heima á Setbergi. Var
það drengur og hét Gísli. Þóra gift-
ist Þorkeli löngu síðar til þess að
gera son þeirra arfgengan. Þorkell
hefur andazt um 1696 og varð þeim
ekki fleiri barna auðið, en Þóra
helt búskap áfram til 1716 og hefur
líklega látizt um þær mundir.
Gísli sonur hennar er í sumum
heimildum nefndur aumingi, án
þess að það sé nánar skýrt, og víst
hefur hann ekki verið til stórræð-
anna. En hann var listaskrifari og
drátthagur nokkuð, bæði á myndir
og upphafsstafi. Aldrei mun hann
hafa farið í skóla, en lærði bókband
og reyndi að hafa ofan af fyrir sér
með því og skriftum. En hið merk-
asta er eftir hann liggur, er Set-
bergsannáll (Annálar IV). Hefur
hann erft fræðimennsku tilhneig-
inguna frá afa sínum séra Þor-
steini. Aldrei var Gfsli við kven-
mann kenndur, svo vitað sér. Hann
tók við búi á Setbergi að móður
sinni látinni og hokraði þar í tví-
býli og þríbýli og evddist fé, svo
að 1722 varð hann að selja sinn
hlut í Setbergi fyrir peninga sér
til lífsviðurværis. Hann andaðist
árið 1725, tæplega fimmtugur að
aldri.
IIEIMILDIR. — Hannes Þorsteinsson:
Ævir lærðra manna. Jón Halldórsson:
Biskupasögur. Páll E. Ólafsson: íslenzk-
ar æviskrár. Sighvatur Gr. Borgfirð-
ingur: Prestaævir. Grima II. Jón Þor-
kelsson: Þjóðsögur. Árbók Fornleifa-
félagsins 1906. Halldór Hermannsson:
Islandica. Árbækur Espólíns. Ólafur
Davíðsson: Þjóðsögur. Bogi Benedikts-
son: Sýslumannaævir. Alþingisbækur
1660. Hanncs Þorsteinsson: Formáli
Setbergsannáls. Magnús Jónsson: Hail-
grímur Pétursson.
t^G)®®®G^J>
Veiztu þetta?
NOKKRUM þúsundum alda áður en
ísöldin gekk yfir, lá breiður lands-
bálkur yfir Atlantshaf þvert frá Skot-
landi til Grænlands og Ameríku. Þá
var ísland ekki til, svo lagað sem það
er nú, það var einn partur af þessum
landsbálki. Hér voru þá stórir skógar
og fagrir, þá spruttu hér furutegundir
margar, elri og birki, álmur og eik,
hnottré og túlipanatré. Algengastur var
þó hlynurinn, stóreflis skógartré. Vín-
viðirnir tvinnuðust milli trjástofnanna
og hér og hvar mændu tröllvaxin greni
tré upp úr skógarþykkninu. Meðalhiti
ársins var þá hér hinn sami og nú er
í Pódalnum á ítalíu. Enginn maður var
þá til á jörðinni til þess að dást að allri
þessari fegurð, en eflaust hafa hér þá
verið skriðdýr, fuglar og önnur æðri
dýr.
★
RIÐ 1891 voru fluttar út frá íslandi
72.200 rjúpur, aðallega til Kaup-
mannahafnar, en þó nokkuð til Eng-
lands. En svo kom afturkippur í söluna
til Englands. Bretar fréttu að íslend-
ingar eitruðu rjúpur fyrir tófur, og
voru hræddir um að eitraðar rjúpur
mundu slæðast saman við hinar. Kvað
svo ramt að þessu, að enska lögreglan
spurðist fyrir hjá lögreglunni í Kaup-
mannahöfn, hvort ekki væri nauðsyn
legt að banna sölu á islenzkum rjúpum
★
EYKJAVÍK var upphaflega talin 60
hundr. að dýrleika, en svo voru
tveir sjöttungar teknir undan henni,
Hlíðarhús og Sel, og hefur jörðin því
verið 40 hundr. þegar konungur átti
hana, og fylgdu henni þá hjáleigurnar
Landakot, Götuhús, Grjóti, Suðurbær,
Melshús, Stöðlakot, Skálholtskot og
Hólakot. Þá var Sandgerði með hjá-
leigum talin 60 hndr. jörð, eða jafndýr
Reykjavík áður en Hlíðarhús og Sel
voru tekin undan henni.