Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 16
756 LESBÓK MORGUftBl AÐSINS l. ESJAN HVÍT. — Hér er útsýn yfir Reykjavík frá háskólanum og er myndin tekin hérna um daginn, þegar veturinn virtist vera að ganga í garð. Föl er yfir allt og Tjörnin er ísi lögð, en handan víð bæinn gnæfir Esjan fannhvít og fög- ur. Húsin sem sjást fremst handan við Tjörnina e>-u Templarahöliin, Kvenna- skólinn, Herðubreið, Fríkirkjan, Miðbæjarbarnaskólinn, Iðnaðarmannahúsið og Iðnó (talið frá hægri). Yfir bænum svífur ein af fiugvéium Flugfélags íslands sem tákn þess, að Reykjavík verði aldrei framar einangruð þótt vetur leggist að. (Ljósm. Ól. K. M.) BRIDGE A Á D G V K 5 2 ♦ D 10 8 * K G 9 4 4 10*8 5 3 VDG 10 7 4 ♦ 6 * Á 7 2i t AK9872 V 6 3 ♦ Á K G 4 * D 10 Sögnum lauk með því að S sagði 4 spaða. V kom út með HD og þeir fengu þegar tvo slagi í hjarta, en þriðja hjart- að drap S með trompi. Hann ætlaði svo að ná trompunum af hinum og tók tvo slagi en hætti er hann sá að A hafði ekki nema eitt tromp. Hugsaði S sér þá að vissara væri að ná LÁ á meðan hann hefði tromp á báðum höndum. Hann sló því út LD og V tók með LÁ. En hvað gerir V svo? Hann slær út hjarta, þótt hann viti að S hefur hvorki hjarta í borði né á hendi! Slík spila- mennska er jafnan talin mjög glæfra- leg, en að þessu sinni var þetta eina ráðið til þess að S tapaði. Hann varð að trompa. Ef hann drap með ásnum í borði, þá gat V varið S10. En ef hann drap með trompi á hendi, þá hafði S einu trompi fleira en hann og hlaut því að fá slag, hvernig sem spilað var. STÚDENTAFÖT Sagt er um Magnús Stephensen þá hann var á Leirá, að hann hafi oft gengij^jj vinnu með þjóni sínum, Egg- erti Guómundssyni, er seinna varð prestur og prófastur í Reykholti. — Klæddist Magnús þá algengum stúd- entafötum hversdagslega, en þau voru: Tvíhneppt pevsa, silfurhneppt, með rauðum bryddingum, grænn klæðis- brjóstadúkur og bláar prjónabrækur, sem náðu ofan fyrir hnéð, með sokka- bönd og í bláum sokkum, oturskinns- húfu hafði hann á höfðinu. Hárið var fléttað, vafið með svörtu silkibandi og náði í beltisstað. VATNSSTEINN Innst í Oddbjarnarskeri er aflangur, töflumyndaður klettur, fárra metra breiður og rúmlega meters hár. Um stórfjörur þornar hann, en í kringum hann og á honum svarrar brimið ár og síð og allatíð, ef nokkuð er í sjó- inn. Frá klettinum og upp að sandin- um er mjótt hleinrif, nokkru lengra en kletturinn. Klettur þessi er kallað- ur Vatnssteinn (eða Vatnssteinar). Dregur hann nafn af því, að ofan í miðjan klettinn er þró um 50—60 sm. löng, um 40 sm. breið og um 20—30 sm. djúp. f þróarbotninum er mjó upp- sprettupípa, með svo heitu vatni að sióða má í því egg og þunn fiskstvkki. Líkast til er hitinn í lauginni um 80 st. C. Kletturinn snvr frá austri til vest- urs. Á norðurhlið hans eru nokkurar holur eða oípur skammt fyrir ofan fjörumálið. í þær eru felldir grenitapp- ar. Sé þeir teknir úr pípunum, rennur vatnið um þær út í sjóinn, en ekkert kemur í laugina. Er því líkíegt að ein- hvern tíma í fyrndinni hafi þróin verið klöppuð þarna í klettinn, og borað svo niður úr botni hennar eftir vatninu. Vermenn í Skeri sættu jafnan lagi að ná þarna vatni, er tækifæri bauðst. Það var kallað „steinvatn“. (Barðstr. bók). HART TEKTÐ f TAUMANA Magnús sýslumaður Ketilsson í Búð- ardal taldi sér skylt að líða ekki körl- um og kerlingum flakk úr öðrum sveit- um til að útsjúga almúga. Einhverju sinni var það, að kérling flakkaði um Skarðsströnd. Minnir mig að það væri Sýslu-Helga. Séra Jón Ketilsson í Skógum á Fellsströnd, bróðir Magnús- ar, hafði léð henpi hest að reiða á það hún sníkti saman, en annar maður léði henni hest til reiðar. Magnús varð þess var og sneri henni til baka og tók af henni það hún hafði saman önglað og báða hestana og lagði allt til sveitar á Skarðsströnd. Um það þögðu eigendur hestanna og fengu þeir engar bætur. (Sögn séra Friðriks Eggerz).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.