Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 744 raun að eiga við prest og fór þvi svo búinn út aftur. Þá gekk Finn- bogi inn til prests og gerði vart við sig. „Hver fer þar?“ spurði prestur. Finnbogi sagði til sín. „Já,“ sagði prestur, „allir erum við börn hjá Boga* og mun ekki tjóa að bíða.“ Gekk Finnbogi þá að sænginni, tók prest í fang sér og bar hann út, og sýndi hann þá enga mótspyrnu. Síðan var hann búinn til ferðar og settur á hest. Bað hann þá að teyma hestinn undir sér hringinn í kring um bæinn, sumir segja þrjá hringa. Prestur var þá blekktur þannig, að hesturinn var teymdur kringum skemmu, er laus var frá bænum og prestur átti, og brann hún nokkr -um vikum seinna til kaldra kola.“ í Þjóðsögum dr. Jóns Þorkelsson- ar er frásögn um þetta eftir hand- riti Jóns Sigurðssonar í Steinum, og er hún þannig: „Þegar séra Þor- steinn var lagstur í kör, átti að senda þangað séra Þorleif Kláus- son, en séra Þorsteinn var því mót- fallinn. Það fór þó fram, og var Jón prestur Daðason í Arnarbæli, ei margfróður var kallaður, fenginn til að annast það. En er séra Þor- steinn var út borinn, hrækti hann í annan bæarkampinn og hefur hann aldrei tollað uppi síðan. Hann beiddi og að bera sig í kring um staðinn. Þá hafði verið kofi eða hesthús á hólnum fyrir norðan bæ- inn. Var hann borinn þar í kring og hrundi kofinn til grunna og tolldi aldrei uþpi síðan. Aðrir segja að hann hafi sokkið. Þar var seinna settur hjallur, en hann tolldi aldrei uppi, hvernig sem honum var snúið.“ Espólín segir í Árbókunum: „Hann gat barn í hórdómi þá hann var karlægur af þungri líkþrá og blindur.....vildi verða sýkn og halda staðnum, en það dugði ekki og fekk Þorleifur prestur staðinn * Það er máltæki síðan. sonur Kláusar Eyólfssonar, en Þor- steinn fór af honum. Er þá mælt að hann hafi látið teyma hest undir sér umhverfis staðinn, áður hann fór þaðan, og hafi þar síðan brunn- ið strax á eftir.“ Hinn mikli fræðimaður, séra Jón prófastur Halldórsson í Hítardal segir söguna þannig: „Þegar stað- urinn skyldi afhendast á Útskálum, var séra Jón Daðason í Arnarbæli fenginn til að svara og gegna brögð- um karls, því hann var fluttur það- an nauðugur. Séra Jón lét þá rífa gaflinn úr baðstofunni á Útskálum og var hann þar borinn út, í stað þess að bera hann út um karldyr. Séra Þorsteinn lét klæða sig og setja upp á gráan hest, sem hann átti, og bauð að teyma hestinn und- ir sér kringum bæinn, en séra Jón lét það eftir honum, að leiða hest- inn kringum útikofa einn, en hann brann upp í björtu báli litlu síðar, og vissu menn engin efni til þess. Var hann (Þorst.) síðan fluttur á skipi úr Garði, alla leið inn í Hafn- arfjörð, og er mælt að eigi hafi linnt skruggum og eldingum allan þann dag, frá því hann var borinn á skipsfjöl í Garði og af henni aftur um kvöldið inni í Hafnarfirði. — Fluttist hann þá að Setbergi við Hafnarfjörð og bjó þar síðan 15 ár bhndur og karlægur með dóttur sinni.“ Ósvikinn þjóðsagnablær er á þessum frásögnum, en þó hafa þær við nokkuð að styðjast um sumt. Brynjólfur biskup hafði falið séra Hallkeli Stefánssyni á Hvalsnesi að taka á móti kirkju og stað af séra Þorsteini í fardögum 1660 og af- henda hvort tveggja séra Þorleifi Kláussyni. En annað hvort er, að séra Hallkell hefur mælzt undan þessu, eða þá að biskupi hefur snú- izt hugur, því að 26. apríl gaf hann séra Jóni Daðasyni í Arnarbæli umboð til þess að sjá um þetta. Þykir það undarlegt að prófastin- um í Kjalarnesþingi, séra Einari Illugasyni skyldi ekki falið það verk, því að það var innan hans verkahrings. Af þessu mætti draga þá álykt- un, að séra Þorsteinn hafi ætlað sér að þrjózkast við að fara af staðnum, og hvorki prófasti né ná- grannapresti hafi því þótt fýsilegt að flytja hann þaðan með valdi. Höfðu þeir og báðir, Einar prófast- ur og séra Hallkell setið í Útskála- dómi, sem dæmdi prest, en nú var komið í málaferli milli þeirra út af því, eins og enn mun sagt verða. Má vera að biskupi hafi þess vegna ekki litizt ráðlegt að láta þá eiga í meiri brösum við séra Þorstein, og þess vegna kvatt til þess séra Jón Daðason. Enn gæti það hafa ráðið hér nokkru um, að þeir séra Jón og séra Þorsteinn voru mæðgir, því að séra Jón var kvæntur Katrínu Kortsdóttur Þormóðssonar í Skóg- um, en móðir Korts og amma Katrínar var Halla, föðursystir séra Þorsteins. En alþýða manna er fljót að finna sína skýringu á þessu, að vegna galdra séra Þorsteins hafi enginn treyst sér til þess að eiga við hann, nema séra Jón í Arnarbæli, sem talinn var ramgöldróttur sjálf- ur. Sagan um skólapiltana er nátt- úrlega hreinn tilbúningur, nema því aðeins að þeir hafi verið í för með séra Jóni, er hann fór til Út- skála, og má það vel standast urr. Eirík, því að hann lærði undir skóla hjá séra Jóni. Var hann nú 22 ára að aldri og hefur sennilega verið heimamaður í Arnarbæli. Málaferli UM jólaleytið 1659 sendi Tómas Nikulásson umboðsmaður Útskála- dóm til BrynjóKs biskups og bað um staðfestingu á honum. En bisk- up svarar aftur og segist vant við kominn að samþykkja þennan dóm,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.