Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 11
751’
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Bréfkorn frá Skotlandi:
DEYANDI
ÍSLAND er eina ríki Evrópu, þar
sem allir tala sömu tungu. Við
erum því blessunarlega lausir við
öll þau átök, sem skapast við hat-
ramlega baráttu þjóðarbrots fyrir
tilverurétti tungu sinnar. Á Bret-
landseyum horfir öðruvísi við, þar
hefur að minnsta kosti eitt tungu-
mál liðið undir lok á hverjum
hundrað árum, að meðaltali, um
nokkrar aldir. Og enn eru þar tal-
aðar tungur, sem hjara, berjast
vonlítilli baráttu fyrir tilvist sinni.
Á Skotlandi voru til skamms tíma
töluð fjögur tungumál: enska, lág-
skozka, norræna (norn), og gelíska.
Norrænan, sem töluð var í Orkn-
eyjum og Hjaltlandi, dó út á síð-
ustu öld, en þó eru þar enn notuð
í talmáli fjöldamörg tökuorð nor-
ræn. Bókmenntaleifar á „norn“ eru
ekki ýkja miklar. Auk fornbréfa er
bar um fátt að ræða nema dans-
kvæði eitt, Hildinakvæðið. Á síð-
ustu árum hafa hjaltlenzk skáld
tekið að skrifa og vrkja á nýrri
mállvzku. sem beir hafa sniðið eft-
ir elataðri tungu forfeðra sinna.
Fimmtugasti hver Skoti talar
gelísku. en áður fvrr voru þeir
miklu fleiri hlutfallslega. Nú er
gelískan einkum töluð í Suðurey-
um og f hálöndunum á afskekkt-
um stöðum. Á hverúi ári flvzt
fiöldi manna þaðan til stórborg-
anna. bar sem gelískan kemur þeim
að litlu betra haldi en íslenzka í
New York. Hitt er þó miklu
ískvggilegra. að enska vinnur iafnt
og þétt á, þar sem gelíska hefur
verið töluð um margra alda bil.
Þessar tvær tungur eiga ólíka að-
stöðu: enska er ríkismál, kennd í
TUNGA
öllum skólum, og bókakostur og
blaða á ensku má heita óþrjótandi;
gelískan á hinn bóginn á í vök að
verjast: hún er réttlítið mál, kennd
lítils háttar í fám skólum og bóka-
kostur takmarkaður. Þó eru til
ágætar bókmenntir á gelísku, sum-
ar geymdar á mygluðum handrit-
um, sumar í minni fátækra fiski-
manna og kotkarla, sem byggja
strandir og eyar við yzta haf.
Eins og að líkum lætur er ríkis-
valdið tómlátt um örlög gelískrar
tungu. Embættismönnum í Lund-
únum liggur í léttu rúmi, þótt enn
ein minnihluta tunga hverfi, þeir
bera lítið skyn á, að Skotland —
og raunar heimskringlan öll —
verður miklu fátækari, þegar
gelísk tunga og öll sú margvíslega
menning, sem við hana er bundin,
hættir að vera lifandi mál. Því
Bretland er auðugt að dauðum mál-
um, og stjórnmálamenn harma
ekki, þótt eitt bætist við.
Til þess að efla gelíska tungu
var fyrir nokkrum áratugum stofn-
að félag áhugamanna, og heitir það
An Comun Gaidhealach (Félag
Gela). Félag þetta heldur þing á
hverju ári, og nú er skammt um
liðið síðan þessa árs þing var háð.
Þingin eru kölluð Mód, sem er
gelískt tökuorð úr norrænu, sama
og íslenzka orðið mót. Á „mótum“
þessum er fyrst og fremst rætt um
hag gelískrar tungu, en auk þess
fer fram samkeppni í söng þjóð-
laga, og alls konar skemmtanir,
sem Gelum eru tamar, svo sem
dans og drykkjur. Mótið stóð sex
daga. Pilsumklæddir Hálendingar
lifðu nokkurs konar Valhallarlífi
þann tíma: körpuðu um gelísku,
dönsuðu og sungu, meðan sól var
á lofti, en drukku svo og sungu,
unz nýr dagur rann. Og þeir, sem
féllu í valinn fyrir dögun, risu jafn-
góðir upp að morgni til að taka
þátt í baráttunni fyrir viðhaldi
hinnar deyandi tungu. Því hver
er svo heimskur, að hann vilji móð-
urmál sitt feigt? Við þekkjum átak-
anlegar lýsingar á því, hvernig
Dansinn dunar á þingi Gela