Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1954, Blaðsíða 10
750 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svonefnda Þorkelseyri í fjarðar- horninu, en þar var lendingarstað- ur þeirra, er sjóleiðina komu á Þorskafjarðarþing, og eyrin kennd við Þorkel Súrsson, sem þar var veginn. Mótar enn glöggt fyrir leif- um þessarar grýtu. og ef til vill annarrar nokkuru utar með firð- inum. Brot úr bjöllu, af eir eða bronsi, og eitthvað fieira ókenni- legt, hafði fundizt í rústum eins byrgisins, en því var kastað vegna dularfulls stafaflúrs eða leturs, sem á því var. Skammt fvrir sunnan túngarð- inn á Kollabúðum sjást enn greini- leg mót eða form tveggja þessara „kollabúða‘“ og neðsti grjóthring- urinn af þeirri þriðju, því grjót hefur verið tekið úr henni. Úr hin- um virðist hafa verið tekið lítið sem ekkert grjót, en þær gliðnað út og gengið sundur, sigið saman og jarðorpist. Hringlögun þessara ævafornu riista er þó mjög augljós og áberandi í grónum jarðvegin- um, sem varið hefur og varðveitt þessar seinustu leifar allt fram á okkar tíma. Þar í jarðvegsrana geta og falizt botnlög fleiri „kollabúða", enda þótt uppistaða þeirra sé ekki lengur við líði. Eru nú allra sein- ustu forvöð að taka til friðunar og rannsókna þessar minjaleifar „kollabúðanna“. Til dæmis hefur jarðvta, nú síðast liðið sumar (1954), farið of náið annari hring- rústinni (þeirra tveggia er greini- legastar eru) og skemmt hana, svo að litlu mátti muna, að innsti hringur hennar og hin einkenni- lega kvos, spilltist til muna. ★ Það er staðreynd, sem ekki verð- ur á móti mælt, að írskir menn (Papar) voru hér á landi áður en landnámsmennirnir norrænu komu hingað. Það er og vitað að þeir voru kristnir sóldýrkendur og vís- indamenn af reglu hins heilaga Columba (f. 521, d. 597). Ferðir þeirra hingað til lands voru vís- indaleiðangrar, stranglega skipu- lagðir, gerðir út frá höfuðbækistöð klausturreglunnar, er aðsetur hafði á klettaeynni Hy í Suðureyaklas- anum, og síðar hlaut nafnið Iona. Var þar jafnframt eins konar há- skóli reglunnar og leiðangrarnir sendir út á vorin og sneru aftur heimleiðis áður en haustaði, nema aðeins þeir, er útbúnir voru til vetrarsetu. Klaustursagnaritarinn Beda, sá heilagi, æruverðugi (Venerabilis) 672—735, getur ferða þessara vís- indamanna hingað til lands í rit- um sínum. Sama gerir írski munk- urinn Dicuil, en hann var kennari við Svartaskóla í Frakklandi. Hann ritar bók árið 825 og segist þá fyrir 30 árum hafa talað við landa sína, er siglt hafa kringum Thule (ís- land) og langt norður í höf. Er ekki að undra þótt slíkir leiðangrar fyndu álitlega og friðsæla bækistöð í Þorskafjarðarbotni, eins og þá hefur verið þar í pottinn búið. Þá hefur verið þar sannkölluð paradís og ekki auðfundin ókunnugum. — Fiörðurinn þaulast óralangt inn úr flóanum, þvengmjór, lokaður, út- grunnur, ófær öllum skipum, nema skinnbátum Pananna; skógar á báðar hendur út með öllum firði og allt um kring, fullt af laxi og silungi í ánum og fugli og sel á firðinum. Og þeir siálfir, þótt þeir væri langt inni í landi, á siávar- bakkanum, innilokaðir og óhultir, við veginn til heimkynnanna um hið óravíða haf. ★ Sóknarpresturinn að Revkhólum, séra Þórarinn Þór, og héraðslækn- irinn Einar Helgason, skoðuðu með mér í september síðastl. hinar fornu búðarústir og kuml í Hnausa- skógi í Þorskafjarðarþingi ásamt seinustu leifum „kollabúðanna“. Sýndist þeim, að hér væri um d3arn a hja í ÞAÐ var í heimaskóla fyrir börn innan skólaskyldu aldurs. — Kennslu var lokið þann daginn og börnin áttu að fara heim. Úti var bleyta og öll börnin höfðu því komið í skóhlífum, og nú þurfti kennslukonan að hjálpa þeim öllum til að komast í þær. Þau voru þrjátíu að tölu og hún var orðin uppgefin, er þessu var lokið. Seinast hjálpaði hún litlum dreng. en þá sagði hann: — Fg á ekki þessar skóhlífar. Hálfgröm greip kennslukonan hann þá, setti hann á stól og tog- aði af honum skóhlífarnar. — Hver skyldi þá eiga þessar skóhlífar? varð henni að orði. — Hann bróðir minn, en mamma lætur mig alltaf vera í þeim. ★ Kennslukona: Það er bezt að þú reiknir þetta dæmi í hugan- um. Tommi: Sex litlir drengir fóru niður að sjó. Tveimur þeirra hafði ver- ið bannað að vaða. Hve margir óðu þá út í sjóinn? — Sex drengir, sagði Tommi. ★ — Mamma, var þessi lögreglu- þjónn einu sinni lítill? spurði Alli. — Já, sagði mamma. Alli varð hugsi en sagði svo: — Ég held að ég hafi aldrei séð lítinn lögregluþjón. ★ Það var skömmu fvrir jólin. Gummi litli hafði verið hjá tann- lækni og tekið út miklar kvalir. Um kvöldið þegar hann var hátt- aður og mamma var að breiða ofan á hann. spurði hann: — Er það satt, mamma, að jólasveinninn færi manni allt sem maður biður hann um? — Ég ímynda mér bað. ef mað- ur er ekki of heimtufrekur. sagði mamma. Hvað langar þig að biðja hann um? — Gerfitennur. minjar fornsögulegra menningar- verðmæta að ræða, er ekki væri vansalaust að láta hjá líða að friða og rannsaka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.