Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 4
776 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður: FORSÍÐUMYNDIN F'ORSÍÐUMYND Lesbókar er að þessu sinni tekin eftir einu atriði á altarisbrík úr alabastri, er áður var í Hítardalskirkju, en var keypt til Þjóðminjasafnsins 1891 (Þjms. 3621). Bríkin heiur verið sett saman úr nokkrum sundur- lausum hlutum, Maríubrík, altaris- tafla með viðburðum úr lífi Maríu. Þetta atriði sýnir fæðingu Jesú, jólaguðspjallið. í miðjunni er María í dragsíðum kyrtli með möttul á herðum. 'Hún er með slegið hár og geislabaug mikinn umhverfis höfuðið, leggur saman lófana svo sem 1 tilbeiðslu, lýtur höfði og horfir á Jesúbarnið, þar sem það liggur í jötunni með jarðarhnöttinn undir fótum sér. Aftan við barnið sjást dýrin, asni og uxi. Fyrir aftan Maríu stendur Jósef, skeggjaður gamall maður með staf, en aftan við hann eru tvær síð- klæddar persónur, sem komnar eru til að sýna Jesúbarninu lotningu. Yfir öllu saman svífur engill með langa rollu, er á hefur verið áletr- un, sem nú er horfin. Myndirnar eru allar mjög hátt upphleyptar lágmyndir, grunnurinn gylltur, og upphaflega hefur allt verkið verið málað rauðum, grænum og bláum lit, sem nú er að mestu leyti dott- inn af. Á öllu verkinu er sérlega vandað handbragð. Þessi altarisbrík er frá fyrri hluta 15. aldar, líklega nálægt 1430. Hún er án efa ensk að uppruna. í Chella- ston í Derbyshire eru alabasturs- námur, sem mikið voru nýttar á miðöldum, og mikill alabasturs- Kristján Eldjárn iðnaður óx sökum þess í borginni Nottingham. — Þaðan er þessi Maríubrík frá Hítardal. Alabastur er mjúkt og áferðarfallegt, með þýðum, fölgulum blæ, og tekur vel gyllingu og lit. Mest var það not- að í altaristöflumyndir, flestar með atriðum úr píningarsögu frelsar- ans, en Maríubríkir hafa ekki held- ur verið fátíðar. Sitthvað er til af leifum þessara miðaldabríka á Englandi, en þær voru ekki hvað sízt mikil útflutningsvara og eru því til í ýmsum öðrum löndum. Hér á landi eru þær tiltölulega margar. Enn eru mjög heillegar og vandaðar alabastursbríkur í kirkj- unum á Möðruvöllum í Eyjafirði og Þingeyrum. Nokkrar eru á Þjóð- minjasafninu, þó engin alveg heil, þótt þær hafi geymzt mjög sæmi- lega. Ein þeirra er frá Hólum, brík með píningarsögunni. Maríubríkin frá Hítardal er ef til vill elzt brík- anna og jafnframt einna fegurst. Á 15. öld stóð íslandsverslun enskra kaupmanna með miklum blóma, einkum frá Hull og Lynn. Frá þessum hafnarbæum hafa altarisbríkurnar frá Nottingham verið fluttar til íslands, þar sem ríkir menn hafa sótzt eftir þeim. Dýrar hafa þessar bríkur verið, og sýnir þetta dæmi á sinn hátt, hvað menn gátu leyft sér hér á 15. öld, er margir urðu til að kaupa slíkar gersemar til kirkna sinna. Ekki er þar með sagt, að þær séu allar góð list, því að oft voru þær gerðar á verkstæðum, þar sem fjöldaframleiðsla var rekin. En sumar þeirra eru í tölu fegurstu gripa, og í öllum löndum eru mið- aldabríkur úr alabastri taldar með dýrgripum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.