Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 779 sé svo hleypt niður úr hripunum. Spari þetta mikla vinnu. — Þá er þess getið að Kristján bóndi á Böðvarsnesi hafi fundið upp klyf- bera með lás, þar sem með einu handtaki sé hægt að hleypa niður böggum af hesti. — Enn er þess getið að Bjarni bóndi á Hallgilsstöð um hafi fundið nýa aðferð til að hnýta höföld, er sé miklu fljótvirk- ari en gamla aðferðin. í stað þess að tveir sé við hnýtinguna, ríði hann þau með netnál um hafalda- grindina. Framfarafélagið var stofnað af 18 bændum. Hafði það ýmislegt þarílegt með höndum. Meðal ann- ars lét það mæla túr> á 60 bæum í tveimur hreppum og gera skýrslu um ásigkomulag þeirra og afrakst- ur. Er sú skýrsla birt í blaðinu. A henni má sjá að öll túnin hafa verið samtals 647 dagsláttur og er ekki nema Vs hluti þeirra sléttur. Töðu- fengur bænda hefur verið 20—150 hestar, en meðaltal af dagsláttu er 6 hestar. Á bezta túninu, í Brúna- gerði, fekkst kýrfóður af 3- dag- sláttum, en af tveimur lökustu tún- unum, á Brettingsstöðum og Kambsmýri, þurfti 8 dagsláttur til þess að gefa af sér kýrfóður. Flest túnin gáfu af sér um 9 hesta á dagsláttu. Þá tók félagið sér einnig fyrir hendur að mæla vegalengdir milli bæanna (51). Skýrsla um þetta er í blaðinu og segir þar: ,;Ef þannig væri vegir mældir um heil héruð, mætti það vera fróðlegt og skemmtilegt fyrir ferðamenn, en þetta er einungis lítil byrjun“. — Þarna hafa þeir verið á undan sínum tíma. í seinasta árganginum er grein um sveitarblöð og segir þar: „Síðan sveitarblöðin fóru að kom -ast á fót, hefur heldur lifnað hjá mönnum framfarahugur í ýmsum greinum, sem líka er náttúrlegt, því bæði er það, að í þeim hafa verið þarfar bendingar, sem sumar hafa þá komið til umræðu á fundum í sveitunum og verið svo vel fylgt þar, að þessar bendingar hafa orðið að framkvæmdum. Og í annan stað hafa sveitarblöðin orðið nokkurs konar hugsunarfræða og ritstarfa skóli.“ Segir greinarhöf. að hann viti 2 dæmi þess, að sveitarblöð hafi komið út 12 sinnum á ári og stundum verið meira en örk í blaði. En þar er ekki átt við blaðið Fram- ar. Það er meira að segja verið að kvarta um hvað hann komi sjald- an. En úr því varð ekki bætt. Þá var orðið mjög dauft yfir Fram- farafélaginu, og blaðið hefur víst lagzt niður skömmu síðar. Seinasta eintakið, sem er í safn- inu, er dagsett í maí 1880. ), oi n: — * '4 < r*. n* ...... —------------------------- SSi / > V VÍSIR var gefinn út að tilhlutan „Hins eyíirzka bindindis og menntunarfélags“, sem ungir menn í Kaupangssveit stofnuðu 7. maí 1881. Ritstjóri blaðsins var Guð- laugur bóndi Jóhannesson á Þröm, en aðalmenn í félaginu voru þeir Sigmundur Björnsson, er varð tengdasonur hans (faðir Finns landsbókavarðar) og synir Guð- laugs tveir, séra Sigtryggur og Kristinn á Núpi í Dýrafirði, annar 19 ára en hinn 13. Séra Sigtryggur mun nú einn á lífi af þeim, sem stofnuðu þetta félag. Fyrsta blað Vísis kom út 16. des- ember 1881. Var nafn þess skraut- ritað, en beggja megin við það stóð: „Djarft með fjöri drengsins unga — Dreifðu feimni, eyddu þunga.“ í forustugrein blaðsins segir: „Þótt nauðsyn verklegrar starf- semi hafi frá alda öðli verið við- urkennd, þá hefur flestum komið saman um, að hún væri þó ei ein- hlít til að fullnægja tímanlegum þörfum mannsins, heldur þyrfti hann eitthvað það, er einkum gæti verið til að lífga anda hans og færa hugann út yfir takmörk daglegra sýslana.... Tilgangur nýfarand- ans, sem yður birtist nú, er sá, að geta orðið sveit vorri til gamans við og við, og til að styrkja hjá henni eftirtekt á framfarahug þess- ara tíma, sem alltaf hlýtur að vekja löngun til að fylgjast með.“ Blaðið var gefið út í nær fjögur ár, seinasta blaðið er dagsett 28. nóvember 1885. Það hvíldi sig á sumrin, en samt er það allmikið að vöxtum. Það var í fjögurra blaða broti og 8 síður hvert blað. Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa. Þar er rætt um bindindis- mál, heilbrigðismál, skemmtanalíf, menntamál, verslunarmál, búnað- armál (jarðrækt, nýtni, óhóf, með- ferð húsdýra), tízku, vegamál, um stofnun sparisjóðs, um sund og sundkennslu, um blaðakaup, um hljómlist í kirkjum o. m. fl. Margar greinarnar eru ritaðar í samtals- formi, og auk þessa eru fróðleiks- greinar neðanmáls. En merkustu greinarnar verður að telja þær, sem ritaðar eru um málvöndun. í þeim greinaflokki er ein um mannanöfn og segir þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.