Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 8
780 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m. a.: ,.Ekkert þjóðareinkenni get- ur verið varanlegra hverjum manni, en heiti hans.“ Þess vegna beri að vanda til nafna, nauðsyn- legt að þau sé fögur og íslenzk, því að nöfnin fylgi mönnum til ævi- loka og sé hluti af þeim siálfum. Ef foreldrar sé í vafa um hvaða nöfn þeir eigi að gefa fcörnum sín- um, þá sé sæmra að leita ráða iná prestinum, heldur en að kh'na á þau einhverium ónefnum. En það færist nú óðum í vöxt. Segir þar að á árunum 1855—1370 hafi verið tekin upp 102 ný skírnarnöfn í landinu. Er birt skrá um fcau, og er hún næsta athvglisverð, því að þar er hvert nafnskrípið öðru arg- ara. Þó er þess getið að Frvóskdæl- ir hafi fyrstir manna orðio til þess að spvrna fótum við þessu og taka upp forn og góð nöfn, er að mestu voru niður fallin. Að sjálfsögðu er og nokkuð minnzt á starfsemi félagsins, sem gaf blaðið út. Hefur hún verið fjöl- brevtt. Það stofnaði bókasafn og valdi í það góðar bækur, er síðan gengu meðal félagsmanna. Sam- kvæmt reikningi félagsins 1883 hafa kr. 3.50 verið greiddar fyrir pappír og ritun Vísis (14 blaða), en kr. 23,35 verið varið til bóka- kaupa. Þetta sama ár hafði félagið 4 leiksýningar. Var valinn gaman- leikurinn Hallur. þýddur úr dönsku og staðfærður af Tómasi Jónassyni, og fekk hann 2 kr. fyrir. Alls komu 150 áhorfendur á þessar fjórar sýn- ingar og voru tekjurnar alls kr. 27.04. Kostnaður varð kr. 7.04, en 20 kr. skiftu leikendur á milli sín og fekk 2 kr. hver, því að þeir voru 10, sex félagsmenn og 4 aðrir. Sjö leikendur gáfu félaginu helming þessara tekna. — Mun mörgum finnast að heldur hafi verið lágt risið á öllu þessu, en þeir verða að minnast þess að gildi peninga var annað á þeim dögum en nú er. Þeir voru þá bæði dýrmætir og fágætir meðal almennings í sveitum. Blaðinu var ætlað að ganga milli bæa í Kaupangssveit, en ekki víð- ar. Greiddi hvert heimili eitthvað smávegis fyrir að fá blaðið til sín. Með hverju blaði fylgir ferðaáætl- un þess, og ber hún það með sér, að viðkomustöðum hefur alltaf verið að íjölga, en af því má marka vinsældir blaðsins. í seinasta blað- inu er ferðaáætlanin þannig: — Garðsá — Ytri Varðgjá — Syrði Varðgjá — Eyrarland — Leifsstað- ir — Fífilgerði — Króksstaðir — Kaupangur — Brekka — Svert- ingsstaðir — Gröf — Skolpárgerði — Ytri Hóll — Þverá — Jódísar- staðir — Öngulstaðir — Björk — Ytra Kot — Ytri Tjarnir — Syðri Tjarnir — Helgársel — Þröm. — Þetta eru 22 bæir. Og þegar þess er gætt, hvað blaðið hefur farið víða, þá má merkilegt heita hve vel það er útlítandi, hreint og ó- velkt. Er þar mikill munur á og um sum önnur blöð, og ber þeim Kaupangssveitarmönnum fagurt vitni um þrifnað og snyrtimennsku. Þannig geta menn látið eftir sig góðan vitnisburð, þótt í smáu sé. jj > (< < i' ti. t) á t T HANDRITASAFNI séra Þorleifs Jónssonar á Skinnastað í Lands- bókasafninu, eru tvö eintök af þessu blaði, sem var sveitarblað Keldhverfinga. Eru það 3. og 4. tölublað úr II. árgangi 1887. Rit- stjóri blaðsins var Kristján Ásgeir Benediktsson, er seinna fór til Vest- urheims. Blaðið virðist hafa komið nokkru róti á hugi manna, eftir því sem marka má á eftirfarandi bréfi frá Jóni E. Eldon skáldi til ritstjórans og b’"rt er fremst í fyrra blaðinu: „Með línum þessum vil ég skora á ritstjóra Morgunstjörnunnar að taka ekki upp í blaðið þær greinar nafnlausar, er heiðvirðir menn í sveitarfélaginu geti tekið að sér sem meiðandi, eða með rósmáli, og fyrir heimskra getgátur gætu ollað hinu sama. Það er þarflegt að fyrir- byggja þetta til þess að haldast megi friður svo lengi sem unnt er, gera blaðið ekki að óþörfu óvin- sælt, og koma í veg fyrir að rang- ar getur spilli fyrir einstökum mönnum, Kímnisagan „Faraldur“ t. d. hefur gefið tilefni til villtra hugmynda, rangt farið með höfund og persónur. Allt er að varast, því ekki eru allir svo viti bornir að skilja, að skáldskapur getur verið annað en kvefsni“. Hér var um framhaldssögu að ræða, sem sennilega hefur komið víða við. En annars verður það ekki séð á þessum blöðum að deil-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.