Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
787
Skyrtan flaug í háaloft með útþöndum
ermum, eins og- höfuðlaus og fótalaus
búkur.
Eg tók nú byssu mína og skaut
nokkra spóa handan við lækinn, og
gekk síðan heim að prestsetrinu
Haukadal, þar sem Ari fróði skrif-
aði frægustu rit sín á 11. öld. Prestur
tók mér hlýlega og vingjarnlega,
eins og aðrir prestar. Eg keypti af
honum saltað sauðarbrjóst upp úr
tunnu, og svo fékk eg hann til að
sýna mér hinar svonefndu leifar af
St. Marteins lind, sem er í árbakk-
anum skammt frá bænum. Hér er
stór steinn, hálfur úti í ánni, en upp
um gat á honum kom áður heitt vatn,
eða svo segja munnmælin, og hvera-
hrúður þarna bendir til þess að sag-
an sé sönn. Þessi lind var talin hafa
lækningakraft og margir fatlaðir og
holdsveikir leituðu þangað til að fá
bót meina sinna.
Mig langaði til þess að fræðast
af prestinum um goshverina og þess
vegna bauð ég honum í morgunverð
í tjaldi mínu. Flýtti ég mér svo á
undan til þess að útbúa matinn.
Fylgdarmanninn sendi ég heim á
bæinn til þess að kaupa eina flösku
af brennivíni og nokkuð af kaffi hjá
bóndanum og bjóða honum í veizl-
una með klerki.
Eg afréð að nota þann náttúrlega
hita, sem staðurinn lét í té. Eg dró
vænan haug af moldarhnausum að
Strokk. Svo tók ég flónelsskyrtu, sem
ég átti, lét sauðarbringuna í bolinn,
en sína rjúpuna í hvora ermi og batt
svo vel fyrir. Þegar ég sá til gesta
minna, ruddi eg hnausunum í Strokk
og fleygði skyrtunni minni þar á eft-
ir, og bjóst við að hann mundi spýta
þessu úr sér eftir 40 minútur.
Þegar gestirnir voru komnir, lét
eg fylgdarmanninn hita kaffið í
Geysi en við settumst niður og lét-
um brennivín og harðfisk ganga á
milli okkur, því að það er non'ænn
siður.
Svo liðu 40 mínútur og ekki gaUs
Strokkur. Eg var dauðhræddur um
að hann mundi mauksjóða kjötið fyr-
ir mér og skipaði því fylgdarmanni
að ryðja meira af moldarhnausum í
hann. Sjö míntúum seinna rauk úr
honum þetta heljar gos. Og hátt uppi
í gosstróknum, innan um marga
moldarkekki, kom ég auga á skyrt-
una mína, þar sem hún flaug með
útþandar ermar, líkt og hauslaus og
fótalaus búkur. Svo fell hún til jarð-
ar, en ekki var hægt að komast að
henni fyrir hamförunum í Strokk.
Eftir svo sem stundarfjórðung hægði
hann á sér, og þá tókst mér að ná í
skyrtuna. Nú losaði eg matinn
úr henni á grænt grasið, en gest-
ir mínir horfðu alvarlega á og sögðu
mér sögu af manni, sem einu sinni
hefði dottið í Strokk, en hverinn síð-
an þeytt honum úr sér í smábútum.
Saltkjötið var sæmilega soðið, en
hið sama var ekki hægt að segja
um rjúpurnar. Mig grunaði að þær
þyrfti minni suðu og hafði því látið
þær í ermarnar með öllu fiðrinu. En
þær voru komnar í kássu. Um skvrt-
una er það að segja að hún var jafn-
góð, nema hvað hún hafði upplitazt.
Strokkur hafði sogið allan lit úr
henni.
il3arnalija f
Mamma sat í stól og var að
staga sokka, en Pési litli vat’ að
leika sér á gólfinu. Fyrst lagðist
hann á bakið og söng, og svo
velti hann sér á magann og söng
annað lag. og þetta lét hann
ganga hvað eftir annað. Mamma
gaf honum hornauga við og við
og skildi ekkert í þessu. svo að
seinast varð henni að orði:
— Hvað ertu að gera Pési?
— Ég er að leika grammófón-
plötu.
★
Það er komið kvöld. en Siggi
litli getur alls ekki sofnað. Hanrt
er alltaf að strfplast. Þegar
msmma þvkist ekki pota komið
neinu tauti við hann, biður hún
nabha að fara inn í svefnher-
bergið til Sigga og létta ekki
fyrr en honum hafi tekizt að
svæfa hann. Pabbi fer inn í
svefnherbergið og svo líður góð
stund. Þá kemur Siggi fram í
stofu til mömmu og segir;
— Loksins er pabbi sofnaður.
★
Kvöldsöngur í dómkirkiunni
og á sálmatöflunni voru þessi
númer:
14
29 ,
72
115
Pési horfði lengi á töfluna og
seinast snýr hann sér að mömmu
og segir hátt:
— Þetta er í fyrsta sinn sem
presturinn hefir lagt rétt saman.
★
Pabbi var að kenna syni sínum:
— Á þessum tímum er allt
komið undir sérþekkinpu. Menn
verða að kunna eitthvað eitt, til
þess að komast áfram í heimin-
um. Menn verða að geta eitthvað,
sem aðrir geta ekki.
— Ég get það, sagði snáðinn.
— Nú, hvað er það sem þú
getur, en aðrir ekki?
— Lesið skriftina mína.
★
Stína: Hvað verður um kettina
þegar þeir eru orðnir svo gamlir
að beir geta ekki gengið?
Sigga: Þá kemur einhver og
selur pabba þá.