Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
789
illa fyrst í stað, en því betur því
lengur sem þeir standa við og kynn-
ast öllum bæarbrag. Svo fór líka
fyrir mér. Það er reyndar merkilegt,
að fáir sem engir íslendingar skuli
hafa komið til Rómaborgar nú um
mörg hundruð ára. Rómaborg á þó
skilið að menn vitji hennar, hvort
sem menn heldur líta á fornleifarnar,
sem standa uppi enn, frá þeim tíma
þegar hún réði öllum heiminum,
löngu áður en saga Norðurlanda
byrjar, eða á þýðingu hennar um
seinustu þúsund ár.
KRISTNIR FYRIR LJÓNIN
Ekkert af því, sem stendur uppi
frá dögum gömlu Rómverja, lýsir
betur en Colosseum hversu stórkost-
legt allt líf hefir verið í Róm á þeim
tíma, í skemmtunum eins og öðru.
Colosseum var leikhús þeirra
(Amphitheatrum). Menn vita, að þar
hafa komizt fyrir hérumbil 100.000
áhorfenda (það er 600 fet á lengd en
500 á breidd), og hversu ramgert það
hefir verið má ætla af því, að vegg-
irnir standa enn og eru 150 fet á
hæð, þó menn hafi nú um nærfellt
1000 ár alltaf verið að brjóta úr
þeim. og mörg stærstu hús í Róm sé
byggð úr Travertin-steinunum frá
Colosseum. Ekki fyr en á 18. öld var
þetta bannað, og settar stoðir á stöku
stöðum við veggina.
Nú er Colosseum nokkurs konar
Colosseum. Önnur myndin er tekin
nærri hinum mikla hringmúr, en á
hinni sést hann tilsýndar.
kirkja eða helgur staður. Benedikt
páfi XIV. (1740—1758 lét reisa kross
mikinn á miðri arena (sjálfu leik-
svæðinu í Colosseo) í minningu þess,
að margar þúsundir kristinna manna
höfðu þar látið líf sitt fyrir trúna
í ofsóknum rómversku keisaranna,
því þá var almenn skemmtun Róm-
verja að sjá menn berjast við óarga
dýr á þeim stað, og voru kristnir
helzt ætlaðir til þess. Svo segir
Tertullianus, sem lifði á þeim tím-
um, að þegar heiðingjar æstust á
móti kristnum, vegna þess að ein-
hver ógæfa vildi ríkinu til, og menn
eignuðu hana kristninni, sem þá var
að koma upp, þá var heróp skrílsins
alla jafna: Christianos ad leones!
(Kristpir fyrir ljónin).
Nú ér öldin önnur og er predikað
á Colosséo á langaföstunni, og safn-
ast þangað múgur og margmenni af
útlendum og innlendum.
BAÐHÚSIN
Aðrar fornleifar merkilegar eru bað
stofurnar (Thermæ), sem ýmsir keis-
arar létu byggja handa Rómverjum.
Þær sem standa enn eru kenndar við
Caracalla, Titus og Diocletianus.
Menn komu í þessar baðstofur ekki
einungis til að taka laug, heidur til
margrar annarar skemmtunar, því
þær voru .nokkurs konar skemmtun-
arhús, sem stóðu öllum opin, og hefir
engin þjóð átt önnur skrautlegri. öll
herbergi voru alsett fegurstu marm-
aramyndum og skriptum (málverk-
um) og allar súlur úr marmara, eða
öðrum fágætum steinum.
í baðstofu Diocletianus voru 3000
herbergi og 1200 sæti höggvin úr
marmara, en í baðstofu Caracalla
voru 1600. Þar hafa líka fundist
flestar af þeim myndum, sem menn
nú dást að í Vatikaninu og á Capitoli-
um (t. a. m. Laokoon) og ennþá á
Katakomburnar