Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Síða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
791
ekki breiðari en svo, að tveir menn
geta gengið samhliða. Báðum megin
eru grafirnar, oftast 4 eða 6 hver
uppi yfir annari, höggnar í steininn,
og ekki stærri en svo, að skjóta
mætti líkinu þar inn á hlið. Þær eru
lokaðar með töflum úr steini, stund-
um úr marmara, og eru á þeim graf-
letur á latínu eða grísku. Stundum
er latínan rituð með grískum stöf-
um. Allar eru þær grafminningar
mjög stuttorðar, oftast ekki ritað
nema nafn, og undir því: Depositus
in pace, eða: „Vivas in ace et pete
pro nobis! eða Deus Christus omni-
potens spirituum refrigeret o. s. frv.
(Hvíl í friði, eða Hvíl í friði og bið
fyrir oss, eða Kristur guð almáttugur
svali þínum anda).
Hinar elztu af grafningum þeim,
sem menn hingað til hafa fundið,
munu vera frá fyrstu árum á annari
öld eftir Krist. Þær ná allt að 5.
öld. Þá hættu kristnir menn að grafa
þar.
Þar eru einnig kapellur og stendur
víða enn altarið. Yfir kórnum er
hvelfing og innan á henni myndir
(byzantinskar), annaðhvort postul-
arnir og María mey með Krist í
faðminum, eða þær tákna kvöldmál-
tíðar sakramentið, og hafa litirnir
haldist furðanlega vel á þeim sum-
um. Menn ætla að í Catacombunum
sé jarðaðar sex milljónir manna.
II-IÁ PÁFA
Að koma til Rómaborgar og sjá
ekki páfann, er líkast því ef útlend-
ur ferðamaður kæmi til íslands og
skoðaði ekki Geysi. Það er líka nógu
hægt að fá að sjá páfann, t. a. m.
við ýmsar kirkjuhátíðir, þegar hann
syngur messu. En að ná fundi hans
og tala við hann er öllu erfiðara, því
margir leita hans sem hafa mikil-
væg mál að flytja, svo þeir, sem ein-
ungis af forvitni vilja finna hann,
verða að láta sér lynda að bíða.
Mér vildi samt svo vel til, að
Píus IX. páfi.
Barnabo kardínáli spurði mig,
skömmu eftir að ég var kominn, hvort
ég mundi ekki vilja finna páfann, og
þegar ég játti því, sagðist hann
mundu biðja Bedini erkibiskup, sem
hefir verið sendiboði páfa í Banda-
ríkjunum, að fylgja mér á fund páfa
eitt kvöld.
Páfinn (Pius IX.) býr í Vatikan-
inu við hliðina á Péturskirkjunni, en
ekki eins og margir fyrirrennarar
hans í Quirinalinu á Monte Cavallo.
Monsignore Bedini og ég ókum þang-
að klukkan sex um kvöldið. Þá er
minnst annriki páfa, og tekur hann
ekki á móti nema einstaka mönnum
eftir þann tíma.
í neðri herbergjunum, sem við
gengum í gegn um, voru lífverðir
páfa hinir svissnesku, í röndóttum
búningi (rauðum, gulum og svört-
um) og alvopnaðir. í hinum efri her-
bergjum voru nokkrir þjónar, og í
herberginu næst því, sem páfinn var
í, sátu nokkrir hirðmenn hans og aðr-
ir, sem líklega vildu tala við hann.
Eg beið skamma stund, meðan
Bedini gekk inn til páfa og sagði til
mín. þá kom hann út aftur og beið
meðan ég átti tal við páfann.
Páfinn sat við skrifborð sitt, og
ljós logaði fyrir framan hann, svo
ég átti hægt með að taka eftir and-
litslaginu. Ekki var annað sæti í her-
berginu en það, sem páfinn sat í, því
ekki er siður að menn setjist niður
þegar menn tala við hann, heldur
flytja menn erindi sitt standandi.
Páfinn var í hvitum kyrtli eða
hempu, með belti um mittið, og hafði
hvíta húfu á höfði. Hann er með
hærri meðalmönnum og nokkuð feit-
laginn, og þegar hann stóð upp all-
höfðinglegur að sjá. Andlitið er
nokkuð stórskorið og með rómversk-
um svip, ennið hátt og liður á nef-
inu, hárið nærri því alhvítt.
Að öðru leyti var hann með léttu
yfirbragði og sá lítið á honum mann-
raunir þær allar, er hann átti í árin
1848 og ’49, og jafnvel síðan. Hann
tók vel kveðju minni og spurði ým-
issa frétta af Norðurlöndum. Sagði
hann að ég væri ekki sá fyrsti ís-
lendingur, sem hann hefði kynnzt við,
því meðan hann var biskup, hafði
hann þekkt Albert Thorvaldsen.
„En sá kærði sig ekkert um neina
trú“ bætti páfinn við.
iRAR OG ÍSLENDINGÁR
SVIPAÐIR
Eg hefi nú í Rómaborg kynnzt við
presta úr flestum löndum í heimi,
og þykir mér að allar skoðanir og
alt ástand þeirra fari mjög eftir því,
hvernig ástatt er fyrir þjóðinni í
hverju landi, því kirkjan getur ekki
breytt þjóðarskaplyndinu, en verður
að haga sér eftir því, og gera sér
sem bezt úr því, ef hún vill á annað
borð hafa nokkur áhrif á lífið.
Prestar úr Bandaríkjunum, frá
Englandi, Irlandi og Hollandi, fund-
ust mér í öllu frjálslyndastir í skoð-
unum sínum og vanir því að treysta
sjálfum sér og sínu málefni, án þess
að heimta eða væntast eftir nokkurri
aðstoð frá hálfu hinnar veraldlegu
stjórnar í hverju landi. En hinir
frakknesku, ítölsku og að sumu leyti
nokkrir Þjóðverjar, voru meira fyrir
að slá öllu saman í eitt, andlegri og