Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Page 20
792 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veraldlegri stjórn, og þóttust ekki sjá kristninni borgið, nema hún styddist við hina veraldlegu stjórn og landslög. Það er líka von, því í þeim löndum er fólkið svo óvant því frelsi, sem hefir borizt til Vestur- heims rheð Englendingum að bví þyk- tír hæg^st að skjóta allri áhyggju sinni upp á stjórnina bæði í líkamleg- um og andlegum efnum. Það er. vonandi að íslendingar, fyrst þeir hafa fengið verslunarfrels- ið, kynnist bráðum betur við hinar vestlægu þjóðir, sem liggja svo nærri þeim, á Bretlandi mikla og Irlandi, og þeir geta líka numið margt af þeim. Munurinn á skaplyndi þeirra og íslendinga er víst ekki mikill, eins og við er að búast. Að undantekn- um Noregi er heldur ekkert land, sem kemur meira við sögu íslands en Bretland hið mikla og Irland, og margir atburðir, sem getið er um í sögum okkar, eru þar þjóðkunnir. Eg hefi aldrei hitt neinn írlending, sem ekki þekkti Brjánsbardaga og Brján konung, er féll þar, þó ekki væri nema úr hinum þjóðkunnu kvæðum Thomasar Moore, eða frá ræðum O’Connels, þegar hann helt fund við Clontarf, þar sem bardaginn hafði átt að standa. Og þegar ég sagði einum írskum kunningja mínum frá svari Þorsteins Síðuhallssonar, er hann flýði úr bardaganum og batt skó- þveng sinn, þótti honum það svo líkt hugsunarhætti íra, að hann gæti í- myndað sér, að írskur almúgamaður mundi svara hinu sama, þegar eins stæði á. * HÆTTIR FÓLKSINS Þótt prentfrelsi sé ekki mikið í Rómaborg, í samanburði við það, sem er víða annars staðar, þá má almúg- anum standa á sama, hann les aldrei neitt hvort sem er, jafnvel þótt hon- um sé gefnar bækur og ritlingar, sem hvetja hann til uppreisnar á móti stjóminni. En fullkomið frelsi hefir alþýðan til að tala, og mundi engum manni haldast uppi í Parísarborg og víðar, að hafa þau orð um embættis- menn og stjórn þeirra á opinberum stað, sem oft má heyra í •veitinga- húsum í Rómaborg. Og svo er alþýðu þar farið, að þegar þeir eru búnir að ræða málið sín á milli og láta í ljós meiningu sína, með því að yrkja niðvísu um einhvern mann og ein- hverja stjórnarathöfn, þá láta þeir oftast þar við sitja og hlæja að öllu saman. Viðhöfn sú, er einkennir guðsþjón- ustugerð í kirkjum á ítalíu, á einnig vel við þetta skaplyndi fólksins. Því þykir gaman að horfa á „prósessíur", þar sem fjöldi klerka gengur í messu skrúða, gljáandi af gulli og silfri, með klukknahringingu og kveiktum vaxkertum og reykelsisilm. . Þetta má oft sjá á hátíðum, og ekki síður er það einkennilegt í Rómaborg, þegar einhver heldri mað- ur er grafinn, að sjá klaustramenn- ina af Franciscus-reglu ganga tvo og tvo á eftir líkfylgdinni. Sérhver þeirra er með logandi kerti í hend- inni, því þar er siður að jarða menn um kvöldtíma. Allir eru þeir með hettum fyrir andlitinu og þylja iðr- unarsálma Davíðs á latínu. Stundum er fylgdin svo löng, að cm ljósaröð er eftir endilangri götunni Corso. Allir menn er mæta líkfylgdinni, standa snöggvast við og taka ofan, meðan líkið er borið fram hjá þeim. Á sumum stórhátíðum er Péturs- kirkjan uppljómuð öll að utan með mörg þúsund ljósum, og jafnvel krossinn ofan á henni. Má nærri geta að það er eins og logandi fjall að sjá kirkjuna, sem er yfir 400 fet á hæð, þannig uppljómaða. Þá er einn- ig flugeldum hleypt upp frá kastal- anum San Angelo (Engilsborg) og skothrið af fallbyssum dynur þaðan yfir alla borgina. En einkum má karnevalið, það er tíu seinustu dagarnir fyrir langa- föstu, heita þjóðskemmtunardagar Rómverja, þó nú sem stendur sé minna um það en fyrrum, því ófrið- urinn og stjórnarbyltingarnar 1848 hafa dregið úr mönnum töluvert af þeim skemmtunarhug, sem þeir höfðu áður. Þá eru dansleikar í öllum leik- húsum. í strætinu Corso eru eftir miðjan dag á hverjum degi hestaveð- hlaup, þau er strætið hefir tekið nafn af. Öll hús þar í kring eru skrýdd að utan á ýmsa vegu, og í öllum glugg- um og á loftsvölum sitja menn og konur, horfa á þá er aka eftir göt- unni og hafa sér til skemmtunar að kasta ofan á þá ýmist blómakerfum eða confetti (það eru nokkurs konar smáknettir úr mjöli), sem gera þá al- hvíta er fyrir verða, svo flestir eru þá dagana hvítklæddir og margir með grú..r.’ i f_,rir andliti og í allra handa skrítilegutrr búningum. Þetta gengur á hverjum degi í götunni Corso, frá því nokkru eftir hádegi og þangað til um sólarlag, þá taka leikhúsin við mönnum. Seinasta kvöldið er það siður, að allir menn, er aka á götunni eða ganga, einnig þeir, sem í gluggunum sitja, hafa vaxkerti og kveikja á því eftir sólarlag. Þá er að sjá um alla götuna og í gluggunum á öllum hús- um, eins og óteljandi grúa af smá- stjörnum. Hafa menn þá þann leik, að reyna að slökkva ljósin hver fyrir öðrum. Heyrist þá alla vega hlátur og ólæti, er sumir stökkva upp í glugga og vagna og drepa ljósin þar fyrir kvenfólkinu. En þó jtalir sé skapbráðir, og ekki sízt þegar konur eiga í hlut, þá verður sjaldan sem aldrei áflog eða barsmíðir úr þeim leik. í stærri borgum á Norðurlönd- um mundu vandamál verða úr því, ef allri stjórn væri sleppt af skríln- um um stund, eins og er í Rómaborg um karnevalsdagana, en bótin er að ítalir eru engir drykkjumenn, sem títt er á Norðurlöndum. c^e®®0crs^5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.