Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1954, Síða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
801
að dagur væri kominn, drynur
hann í holunni: „Dagur, dagur!“
Varð þá aðkomendum svo bylt við,
að hver hljóp út sem búinn var.
Skildu þeir allt eftir, borðið, borð-
búnaðinn, tjöldin og nokkuð af
klæðum sínum, því að þeir höfðu
farið úr þeim um nóttina, þegar
þeim fór að hitna við dansinn.
Piltarnir tóku karlinn og drógu
hann milli sín; var hann þá linur
sem lyppukveikur og bleikur sem
nár af ótta.
Þegar allir voru út komnir, fór
Þorleifur úr holu sinni. Var þá
skammt að bíða unz bóndinn kom
frá kirkjunni. Varð hann þá feg-
inn að finna Þorleif, og þótti nú
betur hafa til tekizt en hann hugs-
aði.
Þorleifur sagði honum allt, sem
fyrir sig hafði borið. Bað hann
bónda að hirða það, sem álfarnir
höfðu eftir skilið, og sagði að ei
mundi þess verða vitjað. Bóndi
vildi að Þorleifur tæki gripina, en
hann vildi ei. Sagði hann að eng-
um mundi framar hætt á þeim bæ,
þó hann væri heima á jólanóttina,
og rættist það vel.
(Þjóðs. J. Á.)
Kraftajötunn.
Þeir áttu von
þlÐ ÞEKKIÐ ekki storkinn, því
að hann á ekki heima á íslandi.
En þetta er skemmtilegur hvítur
fugl, með langar, rauðar lappir,
langan háls og langt nef. Erlendis
er sagt, að hann komi með litlu
börnin og hér skuluð þið nú fá að
heyra sögu um það. Söguna sagði
mér sænsk kennslukona:
Jónsi litli er ekki nema níu ára.
Hann á heima í fátækrahverfi
borgarinnar, og heimili hans er
ósköp ömurlegt, og fólkið gerir
það ekki skemmtilegra, því að það
er alltaf með hávaða og rifrildi.
Jónsi er því önugur og síngjarn.
Honum þykir ekki vænt um neitt
nema ömmu sína og skepnur, sér-
staklega fugla. Þótt hann eigi sæl-
gæti, þá gefur hann hinum krökk-
unum aldrei neitt með sér, en ef
hann sér hund, eða kött eða fugl,
þá geíur hann þeim allt sem
hann á.
Nú var einu sinni handavinnu-
tími í bekknum og hann beið eftir
því að ég hefði tíma til að segja
sér til. Á meðan var hann að skoða
bók með dýramyndum og ég var
viss um að honum mundi ekki
leiðast.
Allt í einu heyri ég háan skell.
Ég lít upp og sé að Jónsi hefir lam-
ið af öllu afli á eina síðu í bókinni
og flýtir sér nú að fletta við blað-
inu og er heldur en ekki reiðilegur
á svipinn. Mér hafði þó tekizt að
sjá hvaða mynd það var, sem hann
barði. Það var mynd af storki.
„Hvers vegna ertu svona reiður
við storkinn?" spurði ég.
„Vegna þess að hann kemur með
svo marga smákrakka niður um
reykháfinn“, svaraði hann hispurs-
laust.
„Hver hefir sagt þér það?“
spurði ég.
á storkinum
„Mamma, hún sagði það þegar
litla systir kom“. Og svo brosti
hann dálítið hrekkjalega.
„Segðu mér hvað þér datt nú í
hug, Jónsi“.
Þegar Jónsi er í góðu skapi, þÚ
hefir hann gaman af að segja frá
og hann gerir það skýrt og skil-
merkilega.
,Það var hérna um kvöldið, þeg-
ar við bróðir minn vorum að hátta
á bekkum í eldhúsinu, þar sem við.
sofum, að mamma kom og sagði:
Þegar þið vaknið í fyrramálið, þá
verður storkurinn kominn með lít-
inn bróður eða litla systur handa
ykkur.
— Hvernig kemst hann inn?
spurðum við.
— Hann kemur niður um reyk-
háfinn, sagði mamma.
Og svo fór hún inn í svefnher-
bergið og lokaði hurðinni. En við
bróðir minn vorum fjúkandi reið-
ir út af þessu, eins og þér getið
skilið.“
„Vilduð þið þá ckki eignast lít-
inn bróður eða systur?“
,Eignast!“ Hann hvæsti orðinu út
úr sér með fyrirlitningu. „Eignast!
Nei, við kærum okkur ekkert um
krakka, sem öskra dag og nótt og
við verðum altaf að snúast við“.
Svo hélt hann áfram sögunni:
„Bróðir minn fór að eldavélinni
og gægðist upp í reykháfinn. En
þá sagði ég: Eigum við ekki að
drepa storkinn?
Það fannst honum heillaráð. Svo
tók ég prik og hann náði sér í viðar-
kubb og svo settumst við hjá reyk-
háfnum og biðum lengi. En stork-
urinn kom ekki og við urðum syfj-
aðir, svo að við afklæddum okkur
og lögðumst á bekkinn.
— Heldurðu að það sé nóg að