Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 1
14. tbl. XXX. árg. Sunnudagur 17. apríl 1955 ARftll A GRASIÐU þEGAR Jón biskup Arason og synir hans riðu á Vestfjörðu til þess að taka Vatnsfjörð, var fólk þar vestra miög hrætt við þá. Segir sagan að flokkurinn hafi komið að seli nokkru, en þeir sem þar höfðu verið, voru allir flúnir, höfðu séð til ferða þeirra biskups og urðu svo skelkaðir að þeir lögðu á flótta af svo mikilli skyndingu að þeir gleymdu þar 5 ára gömlum dreng, sem Eiríkur hét, og var hann þar einn eftir. Þegar þeir biskup komu að selinu, fundu þeir dreng þenna, og var hann síðan kallaður Eiríkur „fundni". Eiríkur hefur verið fæddur um 1528 og voru foreldrar hans Magn- ús Einarsson lögréttumaður frá Dunhaga, Magnússonar, og kona hans Svanborg, er síðar átti Jón Einarsson á Melgraseyri. — Þess vegna var drengurinn nú kominn á Vestfiörðu. Er svo að sjá að upp frá þessu hafi tekizt vinátta með honum og biskupssonum, því að 14 ára gamall fer Eiríkur til séra Björns Jónssonar að Mel í Miðfirði og er síðan hjá honum. Eiríkur er orðinn djákn að vígslu 1545, og eft- ir það er hann ^ðstoðarprestur séra Björns og hefur víst verið það þangað til séra Biörn var tekinn af lífi í Skálholti 1550. Seinna varð séra Eiríkur svo prestur að Auð- kúlu í Svínadal og helt þann stað fram til ársins 1596 að hann flutt- ist til Ingunnar dóttur sinnar, sem var gift séra Gísla Jónssvni á Hrafnagili. Andaðist séra Eiríkur hjá þeim árið 1614, þá 86 ára að aldri. Séra Eiríkur var atorkumaður og búmaður mikill. Er mælt að hann hafi kveðið þessa alkunnu vísu þegar hann var á Auðkúlu: Níu á eg börn og nitján kýr, nær fimm hundruð sauði, sex og tuttugu söðladýr, svo er háttað auði. Rétt á eftir gerði fellivetur mikinn og þá breytti prestur vísunni: Níu á eg börn og níu kýr, nær fimmtíu sauði, sex eru eftir söðladýr, svo er komið auði. Eins og segir í vísunni átti séra Eiríkur 9 börn og eru miklar ættir frá þeim komnar. Ein dóttir hans hét Þuríður og giftist hún Ólafi Þorkelssvni, sem bjó í Krossanesi við Eyafiörð. Dóttur þeirra, Ingi- biörgu, átti Grímur Eiríksson í Við- vík. Var Grímur annálaður smiður og helzt lengi smiðsnáttúra í þeirri ætt. Þau Grímur og Ingibjörg áttu nokkur börn. Sonur þeirra hét Biörn og kvæntist hann Ingibiörgu dóttur séra Ólafs „lærða karls“ í Grímstungum. Þau áttu þá dóttur, er Þuríður hét. Henni varð bað á, að eiga barn með Magnúsi Einars- svni, föður Skúla landfógeta. Missti Macnús við það prestskaparrétt- indi og fekk ekki uporeisn fvr en 1706 og gerðist þá aðstoðarprestur hjá föður sínum. séra Einari Skúla- syni í Garði í Kelduhverfi. Þuríður giftist aldrei og dóttir beirra Magn- úsar, er Guðrún hét, dó uppkomin og ógift. Dóttir Gríms smiðs í Viðvík hét Guðrún (f. 1641). Hún varð seinni kona séra Einars í Garði, föður Magnúsar, er átti barnið með Þuríði bróðurdóttur hennar. Þau séra Einar og Guðrún giftust 1691

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.