Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 8
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐIST I MARZMÁNUÐI AKVEÐIÐ var að forsetahjónin fari í opinbera heimsókn til Noregs hinn 25. mai næstkomandi (12.) Mörg verklýðsfélög í Reykjavik og Hafnarfirði höfðu sagt upp samn- ingum frá 1. marz, en ákveðið var að verkfall skyldi ekki hafið þeg- ar, enda þótt nýir samningar væri ekki komnir á þá. Viðræður voru þegar hafnar, en ekki gekk saman, enda bar mikið á milli í öndverðum mánuðinum skrifaði rikisstjórnin brcf til beggja aðilja, Vinnuveit- cndasambands íslands og Samnings- nefndar verklýðsfélaganna, og lagði til að skipuð yrði sérstök nefnd af fulltrúum beggja og oddamanni frá Hæstarétti, til að framkvæma hlutlausa rannsókn á möguleikum á kauphækkunum og hvort þær mundu leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn. — Vinnuveitendasam- bandið tjáði sig fúst til þessa og tilnefndi menn af sinni hálfu, en Verklýðsfélögin neituðu. Hinn 10. marz tilkynntu svo 13 verklýðsfélög i Kcykjavík og Hafnarfirði, er hafa samtals um 7300 félaga, að þau mundu hefja verkfall hinn 18., ef samningar væri þá ekki komnir á. En er sýnt var að svo mundi ekki verða, skipaði rikisstjórnin sátta- nefnd i vinnudeilunni, og eru i henni: Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins, Brynjólfur Bjarnason alþm., Emil Jónsson vitamálastjóri, Gunnlaugur E. Briem skrifstofu- stjóri og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari. Ncl'ndin tók til starfa hinn 15. og átti fundi með deiluaðiljum. — Hinn 18. skall verk- fallið á. Stöðvaðist þá samstundis sala á benzini og olium og vélavið- gerðir, og öll hafnarvinna. Sú til- hliðrunarsemi var þó sýnd, að frest- að var verkíalli við mjóikurstöðina, svo að næg mjólk fékkst til mán- aðarloka. En skortur á öðrum vör- um gerði þegar vart við sig. Kaffi var uppgengið þegar fyrsta daginn og kjöt fékkst ekki nema endrum og eins. Allar flugsamgöngur stöðv- uðust þegar í stað og Strætisvagnar Reykjavikur urðu að fækka ferðum sinum um helming, og vögnum fækkaði stöðugt vegna þess að ekki fékkst gert við bilanir sem á þeim urðu. Póstur, sem skip koinu með, fékkst ekki fluttur í land, og skip stöðvuðust. Undir mánaðarlok gerði Hafnarfjarðarbær og nokkur fyrir- tæki þar sérsamning við verkfalls- menn, en bæarstjórn Reykjavíkur vildi ekki fara að dæmi þeirra. — Fimm verklýðsfélög á Suðurnesjum höfðu boðað samúðarverkfall um mánaðamót, en hurfu frá því á sein- ustu stundu. Stóð svo verkfallið enn við mánaðamót. VEÐRÁTTA mátti kallast ágæt í þessum mán- uði, einkum vestanlands. Frost voru lítil, en veður stillt og úrkomulítil. Þó gerði nokkurra daga afspyrnurok í Vestmanneyum seinni hluta mánaðar- ins. Snjólaust var í byggð, en nokkur' snjór á heiðum. Var þar gott færi fyr- ir snjóbíla, enda var það notað til þess að flytja mörg hundruð smálesta af girðingarefni upp á Arnarvatns- heiði og allt svæðið milli Borgarfjarð- arhéraðs og Hrútafjarðar. Þar á að gera nýa girðingu í sumar vegna mæði- veikinnar, sem kom í ljós í haust. —• Til tíðinda var það og talið, að 12 menn af Fljótsdalshéraði fóru skemmtiferð á bíl upp á Vatnajökul. Hafísspöng kom að Vestfjörðum um miðjan mánuð og teppti siglingar í bili. ÚTGERÐIN Gæftir voru yfirleitt góðar og mok- afli í flestum veiðistöðvum, svo að annað eins hefir ekki verið lengi. Er nú kominn miklu meiri fiskur á land l * Sáttanefndin i vinnudeilunni á fundi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.