Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 2
206 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og var hann þá 44 ára en hún fimmtug. Þeim varð ekki barna auðið, en arfleiddu hvort annað 1719. Guðrún dó 1726, 85 ára að aldri, en séra Einar andaðist ekki fyr en 20. júlí 1742. Þau Bjöm Grímsson í Viðvík og Ingibjörg kona hans eignuðust átta börn. En auk þess eignaðist Björn einn son utan hjónabands og hét hann Árni og mun hafa verið fæddur um 1661. Hann gerðist bóndi á Grásíðu í Kelduhverfi og hét kona hans Sesselja Halldórs- dóttir. CIGURÐUR prestur sonur Jóns biskups Arasonar, helt Grenj- aðarstað og þótti mjög fyrir öðr- um mönnum bæði vegna ættar sinnar og hæfileika. Kona hans var Sesselja dóttir Péturs sýslumanns á Staðarhóli, Loftssonar sýslu- manns á Staðarhóli, Ormssonar hirðstjóra á Staðarhóli, Loftssonar ríka Guttormssonar á Möðruvöll- um. Þau eignuðust tvö börn, Pét- ur og Halldóru og dóu þau bæði uppkomin og barnlaus. Þuríður hét laundóttir séra Sig- urðar og leiddi hann hana til arfs eftir sig. Þetta líkaði Halldóru ekki. Er sagt að þá hann las arf- leiðslubréfið, hafi hún þrifið til þess og mælt: „Ekki skal sonur ambáttarinnar erfa með syni hinn- ar frjálsu“. En séra Sigurður mælti: „Láttu svo vera, dóttir mín, þú færð nóg fyrir því“. Þá er sagt að Þuríði hafi orðið á munni: „Guð blessi hana móður mína fyrir að velja mér svo góðan föðurinn“. Þuríður giftist síðar Magnúsi Árnasyni frá Stóradal, bróðursyni Sesselju konu séra Sigurðar. Þau eignuðust fimm börn og er margt stórmenni frá þeim komið. Einn sonur þeirra hét Björn og varð hann bóndi á Laxamýri. Var hann gildur maður og mikill fyrir sér um allt. Björn átti sex sonu og var einn þeirra Árni hinn gamli í Haga. Hann var kvæntur Bergþóru Jóns- dóttur Sigurðssonar klausturhald- ara á Reynistað og áttu þau mörg börn. Árni var ekki stór vexti, en kraftamaður mikill og heilsuhraust -ur. Hann varð rúmlega tíræður að aldri og gekk til sláttar sumarið áður en hann dó. Hann lézt 1704. Sonur þeirra Bergþóru var Jón bóndi í Keldunesi í Kelduhverfi. Hann varð úti á Reykjaheiði í stór- hríðarbyl í ágústmánuði 1700, og var það kölluð gerningahríð. Kona hans hét Guðrún Gunnarsdóttir og dóttir þeirra Oddný, „kona mjög veglynd af hennar stétt að vera, skynsöm og dyggðum prýdd“, segir Skúli sonur hennar í æviágripi sínu. Hún var tvítug þegar faðir hennar dó. Á m^jpntalinu 1703 má sjá, að hún hefur verið um aðrar konur fram til handanna, því að þar er þess getið að hún kunni krosssaum og vefnað. Guðrún bjó í Keldunesi eftir mann sinn, en árið 1704 giftist Oddný Magnúsi Einarssyni prests í Garði og fóru þau þá að búa í Keldunesi. Síðar varð Magnús aðstoðarprestur föður síns 1706—1712, en þá fekk hann Húsavíkur prestakall. Var Magnús búmaður mikill og röskur að hverju sem hann gekk. Seinasta árið sem þau bjuggu í Keldunesi, eignaðist Oddný dreng og þótti það tíðindum sæta að örn settist á bað- stofumænirinn um leið og barnið fæddist. Þótti það forboði þess, að þetta mundi verða mikilmenni, og svo varð, því að drengur þessi var Skúli landfógeti, „faðir Reykja- víkur“. ÁRNI BJÖRNSSON, mágur séra Einars, bjó nú á Grásíðu, sem fyrr segir. Hann var talinn hinn vandaðasti maður til orða og verka- og naut almennra vinsælda í sveit- inni. í manntalinu 1703 er hann talinn 42 ára að aldri. Kona hans, Sesselja Halldórsdóttir er þá talin 37 ára og heil heilsu. En á þessu ári, eða hinu næsta varð hún sinn- isveik og voru svo mikil brögð að því að hún mátti aldrei vera eftir- litslaus, ef Árni var ekki nálægur. Var sem hún mætti aldrei af hon- um sjá, og rauk jafnvel út í stór- hríðar að leita hans, ef hann var ekki inni við. Varð hann því að láta hana fylgja sér til allra úti- verka, hvernig sem á stóð. Fekk þetta svo mjög á hann, að hann var lítt mönnum sinnandi. Þau áttu fjögur börn: Jón 11 ára, Guðrúnu 5 ára, Arngrím 2 ára og Gísla 1 árs. Hjá þeim var þá vinnukona, Krist- ín Halldórsdóttir, systir húsfreyu, talin 34 ára og „vanheil“. Hún var talin ærleg og meinlaus, en fávís allt frá barnæsku og varla haft verksvit. Þarna í heimilinu er einnig talinn 6 ára drengur, Kol- beinn Jónasson og 66 ára gömul ölmusukona sem Sigríður Björns- dóttir hét. Enn eru þarna hús- mennskuhjón, Jón Ólafsson 46 ára og Ástný Bergsdóttir 43 ára. Nú skeður það, að Kristín Hall- dórsdóttir verður barnshafandi og ól hún barnið haustið 1704, þremur vikum fyrir vetur. Kenndi hún það Ásmundi nokkrum Jónssyni og gekkst hann við faðerninu. Fengu þau síðan aflausn hjá séra Einari í Garði hinn 16. nóvember. Var svo kyrrt um hríð.* En nokkru eftir nýár hafði Ás- mundur verið staddur í Syðri Tungu á Tjörnesi, og þá látið sér þau orð um munn fara, að hann ætti ekkert í barninu. Barst svo saga þessi um Tjörnes og norður í Hverfi og kom til eyrna hreppstjór- ans. Má og vera að eitthvað hafi * í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er getið um Ásmund vinnumann á Grá- síðu, um þessar mundir. Sagt var að hann faeri með kukl og að einu sinni hefði IUuga-Skotta farið í rúm til hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.