Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 209 ^umardi umaraaaunnn Nú kcmur þú mcð siimar söngvanýtt, hve sælt að hcyra raddir barna þinna, scm fagna þér mcð brosið bjart og hlýtt , og blómin sin i örmum þinum finna. Og þegar sólin blcssuð bræðir hjarn, um brjóstin hlýir geislar ná að skina, við fögnum því að geta glaðst sem barn og gengið með i æskufylking þína. i - ’ )• , * I ‘ • Þín glaða æska er vorsins vinasveit, þitt vonablóm, scm hlýar gróðurandi, þvi hún á lifsins fögru fyrirhcit og framtiðina að gcfa sinu landi. Þvi blessa allir dagsins fögru dís. Þá dýrð, sem skin og vakir heilar nætur. jfi Og blomin þin hvert brjóst að vinum kýs sem bcrnskudraum sinn man, og yngjast lætur. Svo göngum þá mót sumri sátt og kvitt i sannleik hér er öllum gott að búa, fi þvi landið kallar — landið mitt og þitt, sem lætur börnin sín á vorið trúa. KJARTAN ÓLAFSSON. ils um vert“. Og í Setbergsannál segir: „Hann gekk hughraustur til dauðans með söngum og guð- hræðslu. Sögðu margir hann ei ólíkan verið hafa Jómsvíkingum forðum, hverjir dauðann ekki ótt- uðust“. í sama streng taka aðrir. „Svo kunna ekki dónar að deya“. EGAR er Halldór sýslumaður kom norður mun hann hafa farið að hugsa um að framkvæma dauðadóm Alþingis yfir Kristínu Halldórsdóttur. En ekki lætur hann gera það norður í Kelduhverfi, heldur lætur hann flytja konuna farveika aila leið til sín að Euiars- stöðum, en það voru þá tvær með- aldagleiðir. Verður nú ekki séð hvers vegna hann gerir þetta, en ekki væri ólíklega til getið að hann hafi óttazt andúð Keldhverfinga. Virðist mega lesa milli línanna í réttargerðinni að Keldunesi hinn 13. júní að bændum hafi þótt hann beita allmikilli hörku við Kristínu. Síðan hafði hann svo farið með einhvern bezta og vinsælasta bónd- ann úr sveitinni suður til Alþingis og ekki skilað honum aftur. Mun því hafa verið við búið að þeir í Hverfinu yrði ekki hýrir undtr brún að líta ef fyrsta verk hans eftir heimkomuna af Alþingi vapri það, að koma norður og leggja hendur á Kristínu fársjúka og drekkja henni þar fyrir augum þeirra. ,s- •- En hvernig sem það er, þá var Kristín flutt suður að Einarsstöð- um og mun séra Einar Skúlason haía iylgt henni þangað. Og svo var henni drekkt, í Reykjadalsá hinn 12. september. Er um það vottorð 7 manna í þingbók Hall- dórs sýslumanns á þessa leið: „Hinn 12. september 1705 var Kristín Halldórsdóttir réttuð og í vatni drekkt og gekk það af fyrir sýslumannsins tilhlutan, að nálæg- um æruverðugum kennimönnum séra Gísla Jónssyni (á Helgastöð- um) og séra Magnúsi Bjarnasyni (á Eyadalsá) hvorir henni kristilegar iortölur veittu til hennar sáluhjálp- ar og hún tók þar upp á herrans líkama og blóð, og er svo með ehru og í réttri staðfastri von sem vér kunnum að hugsa, hér við skilin og hjá guði“. Á. Ó. t_-^V)®®®(r^J> 3 omar (Lag eftir Bellman) Við ætlum til Los Angeles, sem óðast hverfur Reykjancs og sækist haf, er sigla þarf, að sjáist Hvarf. Þá Newfoundland er næst að sjá mcð nakta sjávar hellu blá, á flóa bjartur borgarís scm bygging rís. Á stjórn má líta Labrador, er liggur kaldur fram á vor, sunnar viði vaxin lönd og Vínlands frægu strönd, nú liggur vor í lofti á ný, en littu á! Turna ber við ský. Svo heilsar, er kemur af hafi fley, Manhattan-ey. ■ .. r • f:fa SIGURÐUR NORLAND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.