Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 haldi sínu yfir borgina. Leynilög- reglan var send á stúfana. Lög- reglubílar æddu um allar helztu götur borgarinnar og með hátölur- um beirra var fólki harðlega bann- að að snerta nokkuð af þessum flug- ritum, og þeim, sem hefði hirt eitt- hvað, var skipað að skila því til lögreglunnar. Fólkið lét sem það hevrði þetta ekki. Menn tíndu upp miða á götunum og sýndu hver öðrum. í bræði sinni lét stiórnin blöð og útvarp fordæma þetta. Svo kom Moskva útvarpið og úthellti sér yfir þennan nýa „fasistaglæp". Og utanríkisráðherra Tékka sendi mótmæli til bandarísku stjórnar- innar! Þetta allt bar vott um meiri árangur, en menn höfðu búizt við. —★— Svokallaðar kosningar áttu að fara fram í Tékkóslóvakíu um miðj- an maí 1954. Þá var hafinn nýr áróður og voru tékkneskir flótta- menn fengnir til þess að semja „Tíu kröfur“ fyrir hönd tékkneskra verkamanna, er síðan voru prent- aðar. Þar var krafizt hærri launa, meira framboðs á neyzluvörum. fullkomins frelsis til að stunda hverja þá atvinnu er menn vildu, frjálsra kosninga um stjórnir sam- vinnufélaga, og að bændur hefði leyfi til þess að segja sig úr sam- yrkjubúum, án þess að sæta refs- ingum fyrir. Daginn fyrir kosningarnar var þessum „Tíu kröfurn" dreift í milljóna tali yfir tékkneskar borgir. Viðbrögð alþýðunnar voru furðuleg. Um nóttina voru þessar kröfur límdar upp víðsvegar, jafn- vel á opinberar byggingar og sjálfa lögreglustöðina í Prag. Á allar kosningaauglýsingar kommúnista í borginni, var talan 10 skrifuð með stórum stöfum. Á kjörstað skrifuðu þúsundir manna töluna 10 á kosn- ingaseðilinn. Þessi tala var þegar orðin tákn þjóðarviljans, eins og stafurinn V var tákn sigurviljans í seinasta stríði. Stjórnin neyddist til að viður- kenna, að um 5% kjósenda hefði á þennan hátt greitt atkvæði gegn sér, og frá hennar sjónarmiði var þetta alvarlegt. En sjálfsagt hafa þeir verið miklu fleiri, sem fóru þannig að ráði sínu, því að nú sá stjórnin sinn kost vænstan að slaka ofurlítið á taumunum í bili. Hún veitti bændum meira frelsi og hún gaf jafnvel verkamönnum leyfi til þess að hafa með sér félagsskap — en slíks eru engin dæmi í nokkru landi þar sem kommúnistar ráða. Af öðrum viðbrögðum stjórnar- innar má einnig ráða, að henni hef- ir orðið órótt. Á þremur mánuðum birti hún 32 blaðagreinar og hafði 53 útvarps útsendingar gegn þess- um „vindbólum auðvaldsins". Rúss- neska blaðið Pravda taldi sér líka skylt að mótmæla. Allt þetta hefir sýnt mönnum að árangurinn af starfi „Frjálsrar Evrópu“ hefir orðið miklu meiri heldur en búizt var við. Og það hafa flóttamenn frá Tékkóslóvakíu einnig staðfest. Þeir segja að andúðaralda sé risin gegn ófrelsinu og kúguninni. Nú er einnig farið að senda flug- rit til Ungverjalands, og innan skamms verður farið að senda þau í stórum stíl til Rússlands. «~-^)®®®<rs*j> Norskur skipstjóri hafði verið 30 ár í þjónustu sama skipafélags og í til- efni af því var hann boðaður á fund forstjórans. Nú var það kunnugt, að forstjórinn var hið mesta nánös, en samt bjóst nú skipstjóri við því að forstjórinn var hin mesta nánös, cn þegar hann kom til forstjórans var erindið það, að forstjórinn gaf honum mynd af sér í ramma. Skipstjóri velti myndinni lengi fyrir sér og sagði svo: — En hvað þetta er líkt forstjór- anum. minnincjcir Labbaði við lambærnar lengi um bjartar næturnar. Hlustaði á huldurnar horfði á geislakvikurnar. Út við tjarnir alls staðar eltu flugur Þórshanar. Léttir, kvikir ljósálfar léku sér við bárurnar. Reginglóða Rauðhólar risu úr djúpi fornaldar. Óskemmdir til eilífðar ætluðu að standa þar. Glóðu rauðir gígbarmar grænar voru lautirnar. Skjól í öllum áttum var engum leiddist veran þar. Eigin lög og aldafar engum var til hneykslunar, bæði menn og meyarnar margra stunda nutu þar. Komu lærðu kempurnar kváðu beztu malirnar til að bera I brautirnar bara vera Rauðhólar. Margir byrja mokarar mokað var til háðungar, skrattanum til skemmtunar skemmdir allir Rauðhólar. Út um haga alls staðar eru smalaþúfurnar. Margar æskuminningar mínar eru geymdar þar. EGGERT GUÐMUNDSSON NORÐDAIIL Hólmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.