Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 6
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flugrit send austur fyrir járntjaldið AÐ VAR snemma morguns í júlímánuði 1953, að þýzku bændurnir, sem heima eiea rétt hiá landamærum Tékkóslóvakíu, vökn- uðu upn við vondan draum — ór»ur- lega skothríð handan við iárn- tjaldið. Landamæraverðir skutu sem ákafast úr rifflum sínum, úr óteliandi vélbvssuhreiðrum komu samfelldar brumur, fallbvssur drundu og árásarflugvélar komu á loft og skutu sem óðast. Hvað var á sevði? Jú. bændurnir sáu fliótt hvað um var að vera: Hundruð mislitra loftbelgia svifu hátt á lofti austur yfir landamærin, og varnarliðið gerði þessa litlu skothríð á þá. Því tókst að hæfa nokkra flugbelgi og sprengia bá. en meiri hluti belgj- anna hélt áfram för sinni austur yfir landið. Og nokkrum klukku- stundum seinna sprungu þessir belgir sjálfkrafa, er þeir voru yfir borgunum Prag. Pilsen og Ostrava, og dreifðu vfir bessar borgir milli- ónum af flugritum frá félaginu, sem nefnist „Friáls Evróoa“. Og nú gafst Tékkum í fyrsta sinn kost- ur á að lesa frásagnir um uppþot- ið í Austur Þýzkalandi hinn 17. júní, frásagnir um afrek nýu stiórn- arinnar í Moskva og nákvæma skvrslu um fjárhagsástand Tékkó- slóvakíu. Hér var hafin ný áróðursher- ferð, sem síðan hefir verið haldið áfram. —★— Félagið „Frjáls Evrópa" hefir aðalbækistöðvar sínar í Múnchen og þar starfa sérstakir vísindamenn að því að rannsaka veðurfarið með tilliti til þess, að sem mest gagn verði að þessum flugrita sending- um. Þegar útlit er fyrir hæga vest- anátt, er flugbelgjunum með flug- ritunum sleppt lausum í þorpinu Tuschensreuth, sem er rétt hjá landamærum Tékkóslóvakíu. Flugbelgir þessir eru aðallega tvennskonar. Þeir stærri eru úr togleðri og um hálft fimmta fet að þvermáli, þegar þeir hafa ver- ið þandir út með gasi, en þenjast út og stækka eftir því sem þeir fara hærra. Þeir geta borið 2—3 pund af flugmiðum. Þeir berast með vindinum austur á bóginn og hækka stöðugt flugið, en þegar þeir eru komnir í rúmlega 25.000 feta hæð, þá þola þeir ekki þensl- una og springa sjálfkrafa. Hinir belgirnir eru aflangir og gerðir úr mjög þunnu plasti. Þeir springa ekki í lofti, en í ákveðinni hæð fer tappinn úr þeim og þeir falla til jarðar. Þeim er ætlað að fljúga miklu lengra heldur en hinum hnöttóttu togleðurs belgjum. Belgjum þessum er skotið upp í loftið með mjög hugvitsamlega gerðum vélum og getur hver vél skotið sex belgjum á hverri mín- útu. Er þá jafnframt hnitmiðað niður hve ört belgjunum er ætlað að hækka flugið, og fer það eftir vindhraðanum. Á þennan hátt er hægt að reikna út nákvæmlega hvar belgirnir muni springa eða koma niður. Ef vindurinn stendur á Prag, sem er í 140—150 km. fjar- lægð, þá er vindhraðinn reiknaður og belgirnir svo fylltir með hæfi- lega miklu gasi til þess að þeir sé komnir í ákveðna hæð, þegar þeir eru yfir borginni. Ef vindur- inn stendur t. d. á Brno, sem er ein af stærstu iðnaðarborgum landsins, þa er ekki fyllt a þa jafn- miklu gasi, því að þá verða þeir að fara lengri leið, eða um 320 km. Áætlaður flugtími belgjanna hefir oftast nær staðizt og rétt á eftir að þeir hafa skilað innihaldi sínu til tékknesku borganna, er út- 'Varpað nánari fréttum þangað, og þannig notar „Frjáls Evrópa“ þessi tvö áróðurstæki samtímis til þess að koma sönnum fréttum til íbú- anna þar. —★— Það var ákveðið að revna þennan fréttaflutning fyrst í Tékkósló- vakíu, bæði vegna þess að hún var næst, og eins vegna þess að frels- isást er Tékkum og Slóvökum í blóð borin. Þó virtist þetta ekki hafa nein áhrif fyrst í stað. En svo tók tékkneska stjórnin upp nýa mynt og afmáði um leið allar inneignir manna í bönkum og gerði fyrri mynt ógjaldgenga. Þá fór að vonum óánægjualda um landið og á sama tíma var það að verkamenn í Austur Berlín köst- uðu grjóti á eftir flutningabílum rússneska hersins. Nú þótti ráð að auka sendingu flugmiðanna, og á þremur dögum voru 6500 flug- belgir sendir til Prag. í þeim voru meðal annars myndir af því hvem- ig Rússar börðu niður með vopn- um óánægju verkamanna í Austur- Þýzkalandi, frásögn af því að Bería hefði verið tekinn fastur og ákærð- ur, og enn fremur eftirmynd af hinum nýa krónuseðli tékknesku stjórnarinnar og var á hann prent- að: „Þetta kalla menn hungur- krónu og hún er gjöf frá Sovjet Rússlandi'*. Allt komst í uppnám í Prag þeg- ar fyrstu flugbelgimir dreifðu inni-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.