Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 verið farið að kvisast um það í Hverfinu, að Ásmundur væri ekki hinn rétti faðir. Hreppstjóri kallaði því Ásmund fyrir sig hinn 31. marz og játaði þá Ásmundur að hann hefði aldrei átt nein mök við Krist- ínu, en falhzt á að gangast við barni hennar, fyrir umtölur Árna á Grásíðu. Hinn 3. apríl yfirheyrði svo hreppstjóri Kristínu, og eftir nokkr -ar vífilengjur meðgekk hún, að Árni Björnsson mágur sinn væri faðir barnsins. Og samkvæmt Stóradómi var hér um dauðasök að ræða. En varla hefur Kristín haft neina hugmynd um það. Hún kvaðst ekki hafa viljað lýsa Árna föður að barninu vegna sinnisveiki systur sinnar, því að hún mundi varla hafa getað afborið það, að Árni yrði uppvís að slíku broti. En miklar líkur benda til, að Sesselja hafi orðið vör við samdrátt þeirra Árna og Kristínar og hafi orðið sturluð út af því. Þykir benda til þess þetta, að hún var aldrei í rónni ef hún missti sjónar á Árna og elti hann á röndum, og er það varla annað en afbrýðissemi, sem hefur orðið óviðráðanleg og valdið sturlun. ^ÝSLUMAÐUR í Þingeyarþingi ^ var nú Halldór Einarsson Ey- ólfssonar í Traðarholti. Hann hafði fyr verið hjá Páli Vídalín í Víði- dalstungu, en fekk Þingeyarþing 1701 og bjó nú á Einarsstöðum í Reykjadal. Er honum svo lýst, að hann hafi verið mjög vel viti bor- inn, skarpvitur til náms og vel að sér, en harðlyndur nokkuð og varð því eigi vinsæll í héraði. Hann and- aðist í bólunni 1707. Sýslumanni var nú tilkynnt hvernig komið væri og þingaði hann í málinu í Keldunesi hinn 13. júní sumarið 1705. Kristínu hafði verið komið i brott frá Grásíðu eftir játningu hennar um veturinn, en hún hafði verið mesti aumingi allan þann tíma og oftast rúmliggjandi. Lá hún fyrst 5 vikur á Fjöllum, síðan var hún Wz viku á Víkingavatni og svo aftur lVz viku á Fjöllum og jafnan mjög þungt haldin. Hafði séra Einar gert ráðstafanir til þess að hún yrði flutt til kirkju á Hvíta- sunnudag, en það tókst ekki. Og enn var hún ekki ferðafær. Var hún þó kvödd til þess að koma á þingstað. Mun hún þá hafa verið á Fjöllum, en ekki komst hún lengra en í Ólafsgerði. Þegar sýslu- maður frétti það, sendi hann þrjá menn að sækja hana. Þeir settu hana á hest, en svo var hún aum, að ekki gat hún setið á hestinum. Urðu því tveir að styðja hana, en hinn þriðji teymdi undir henni, og þannig var hún flutt á þingstaðinn. Mun mörgum hafa þótt nóg um slíka harðýðgi. Og „svo var nú Kristín aumlega á sig komin fyrir réttinum, að tvívegis varð að dreypa á hana, og fá orð talaði hún skiljanleg,“ eins og stendur í þing- bókinni. Þó varð það skilið, að hún lýsti Árna mág sinn föður að barni sínu. Að því loknu fól sýslu- maður hreppstjórum að koma henni heim til sín hið allra fyrsta að hún gæti talizt ferðafær. Ásmundur bar og hið sama og hann hafði sagt hreppstjóra áður, að hann hefði aldrei átt nein mök við Kristínu og væri því ekki faðir að barni hennar. « Nú kom Árni fyrir réttinn og vildi hann hvorki játa né neita, hvernig sem sýslumaður fór að honum. Svaraði hann þó öllu með hógværð og kvaðst vera svo sturl- aður af heimilisböli sínu, að hann mætti hér engu svara að sinni, en bað um frest og kvaðst sjálfur vilja fara til Alþingis þá um sumarið með málefni sín og skýra þar satt og rétt frá öllu. Voru dómsmenn þess mjög fýsandi að honum yrði veittur þessi frestur, og varð það úr að sýslumaður fellst á það. Þar með var því réttarhaldi lokið. Tæpur mánuður var nú þar til Alþingi skyldi koma saman á Þing- völlum, og á réttum tíma bjóst Árni að heiman. Hafði hann sína eigin hesta og kostaði för sína að öllu leyti sjálfur. 4LÞING þetta varð sögulegt að því leyti, að þar voru 6 mann- eskjur teknar af lífi samkvæmt Stóradómi, fyrir barneignir, og mundu hafa orðið fleiri ef til hefði náðst. Fyrst var vinnukona frá Hæk- ingsdal í Kjós. Hún hét Kolfinna Ásbjörnsdóttir. í Hækingsdal var þá tvíbýli. Á annari hálflendunni bjuggu Ketill Jónsson og Halldóra Jónsdóttir og áttu þau tvö börn ung. Hjá þeim var Kolfinna og hafði komið til þeirra vorið 1704. Varð hún barnshafandi af völdum húsbónda síns og ól barnið eina nótt í rúmi sínu, ófullburða og andvana. Gekk Ketill hjá rúmi hennar um morguninn og hvíslaði hún þá að honum hvernig komið væri. Hann spurði hvar barnið væri, en hún kvað það vera í rúm- inu hjá sér. Sagði hann þá að hún skyldi láta það liggja þar þangað til hann kæmi aftur. En svo skifti hann sér ekki meira af þessu og fór hún þá út með barnið á laun og gróf það undir skálavegg. Þetta koust upp. Þá sá Ketill sitt óvænna og strauk, en Kolfinnu var drekkt í Öxará hinn 13. júlí á þessu þingi. Daginn eftir var höggvinn mað- ur úr Snæfellsnessýslu fyrir að hafa átt barn með systurdóttur sinni, en henni var drekkt. Þau voru frá Hrossakoti í Staðarsveit og var það hjáleiga frá Staðarstað. Hét hann Salomon Hallbjörnsson, en hún Ólöf Jónsdóttir. Samkvæmt manntalinu 1703 var Salomon bóndi á hjáleigunni og þá 50 ára að aldri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.