Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSíNS 213 Óvenju mikill afli barst á land í ölluni veiðistöðvum í þessum mánuði. í verstöðvum við Faxaflóa en undan- farin ár. Þrátt fyrir verkföllin gátu bátar hér syðra haldið uppi róðrum allan mánuðinn, en á Austfjörðum var orðinn svo mikill olíuskortur að til stórvandræða horfði um útgerð og rekstur frystihúsa, en á seinustu stundu varð olíufarmi komið þangað. — Tog- ararnir fóru allir á saltfiskveiðar í þann mund er verkfallið hófst. Voru þeir fyrstu að koma inn um mánaða- mótin og stöðvuðust þá jafnharðan. — Tilraun var gerð í Vestmanneyum með nýtt veiðarfæri, þorskanót, og gaf góða raun, hvort sem svo verður til frambúðar er fiskigöngur breytast. SLYSFARIR Tíu ára drengur í Reykjavík fót- brotnaði í knattspyrnukeppni (2.) Erlendri flugvél með 40 farþegum hlekktist á í lendingu á Keflavíkur- flugvelli og kviknaði í henni, en mannbjörg varð (4.) Telpa varð fyrir bíl í Reykjavík og handleggsbrotnaði (8.) Stórri flutningabifreið hvolfdi norð- ur í Hjaltadal. Voru á henni 28 stúlk- ur frá kvennaskólanum á Langamýri. Handleggsbrotnaði ein þeirra, en tvær hlutu minni meiðsli (15.) Ölvaður maður stal leigubíl í Reykjavík, ók suður í hraun, hvolfdi bílnum og stórskemmdi hann (17.) Ungur rafvirki, Einar Lúðvíksson frá Reykjavík, var að vinna að raf- lögn í höggsteypuhúsi í Hornafirði, og slasaðist þá þannig, að járnfleinn fór með miklu afli í höfuð hans. Flugvél sótti manninn til Hornafjarðar, en læknar Landspítalans treystust ekki til að hjálpa honum. Var þá fengin flugvél til að flytja hann til Kaup- mannahafanr, þar sem heilaskurðlækn- irinn dr. Busch skar hann upp og náði járnfleininum úr höfði hans. En Ein- ar lézt nokkru síðar (19., 22. og 29.) Nýlegum bíl var ekið með miklum hraða út af Hraunaveginum. Valt hann í hrauninu og hvolfdi og meiddist bíl- stjórinn nokkuð (29.) Sigurður Ólafsson flugmaður fór á hinni nýu flugvél sinni fyrsta far- þegaflug vestur á Hellissand. Snjór var á brautinni og steyptist flugvélin í lendingu og brotnaði, en menn sak- aði ekki (29.) Áttæring með 11 mönnum hvolfdi í lendingu og brimi í Þykkvabæ. Björguðust menn allir og þótti það ganga kraftaverki næst (29.) Piltur á hjóli varð fyrir bil i Njarð- vík suður og meiddist mikið (30.) Helgi Stefánsson frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, ungur maður, ók drátt- arvél út af götu á Akureyri, varð und- ir henni og beið bana (31.) Togarinn Jón Baldvinsson, eign Reykjavíkurbæar, strandaði aðfaranótt 31. fremst á Reykjanesi. Var með mik- inn saltfiskafla og nokkuð af fiski- mjöli. Menn björguðust allir með að- stoð björgunarsveitarinnar í Grinda- vík, en skipinu mun ekki unnt að bjarga. Þetta var einn af nýustu og beztu togurum landsins. t ÍÞRÓTTIR Friðrik Ólafsson tefldi fjölskák við 23 menn úr Taflfélagi Hafnarfjarðar, sigraði 21 og gerði jafntefli við tvo (1.) Á sundmóti í Reykjavík setti Helga Haraldsdóttir nýtt met í 100 m. skrið- sundi kvenna, Helgi Sigurðsson setti þrjú met í drengjasundi, 50 m., 100 m. og 50 m. aftur (bringusund) (3.) Morgunblaðið og Stockholms Tidn- ingen efna til skákkeppni milli Reykjavíkur og Stockholms (6.) Þorsteinn Löve setti nýtt íslandsmct í 100 m bringusundi (9.) Knattspyrnufélagið Valur varð ís- landsmeistari í handknattleik karla (15.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.