Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 16
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE DRÁTTARHUNDUR. — Allir kannast við hundinn, sem lenti í flugslysinu á Vatnajökli og bjargaðist þaðan nauðulega. En það er nú af honum að segja, sem fæstir munu vita, að hann jók kyn sitt hér á landi. Komst hann i kynni við tík af Scháfer-kyni, sem Jón Guðmundsson á Syðri Reykjum í Mosfellssveit átti, og er hundurinn hér á myndinni afkvæmi þeirra. Þessi hundur á heima í Hafnarfirði og er eigandi hans Skú'i Hansen rennismiður. — Skúli vinnur í verksmiðjunni Kletti, en á heima að Skálabergi, en bað er í Setbergslandi og er nokkuð lanfft á milli og fer Skúli það jafnan á hjóli. En til aðdrátta hefur hann smíðað dálítinn vaen eða kerru, sem hann hefur vanið hundinn á að draga. Og svo verða þeir samferða, Skiili á hjólinu og hundurinn fyrir kerr- unni. Hér má sjá mynd af þeim, en dreneurinn, sem er í kerrunni, er sonur Skúla, og þykir honum gaman að slikum ökuferðum. (Ljósm. Gunnar Rúnar). AÁ952 V Á K 4 ♦ Á K 9 6 4 2 — AKG64 ¥ 3 ♦ G 8 7 AÁKG83 A 10 ¥ G 10 9 5 ♦ 10 5 * 9 7 6 5 4 2 ETTA spil var í keppni og á báðum borðum voru sögð 4 hiörtu. Á öðru borðinu var sögnin tvöfölduð. En á báðum borðum var spilið unnið. V sló út LÁ og hann var drepinn með lág- trompi í borði. S sér nú, að eina ráðið til þess að vinna er, að hann fá 7 slagi í trompi og hann verður því að geta trompað sitt á hvað. Hann slær út SÁ og síðan lágspaða, sem hann trompar og tekur því næst tvo slagi á TÁ og TK. Þá kemur spaði og er trompaður á hendi. Síðan kemur lauf og er drepið með HK, spaða slegið út og trompað í borði. Enn kemur lauf og er drepið með HÁ. Og svo er slegið út tigli. Nú er sama hvað A gerir, bví að S hlýtur að fá slag á HG. — Við þetta spil er það að athuga, að ef V hefði slegið út trompi upphaflega, þá var það tapað. ^^>®®®G^J> Fjaðrafok NÁM HINNA UNGU Kennarar vilja víst allir leys'a hlut- verk sitt sem allra bezt af hendi. En að hafa göfgandi áhrif á sálarlíf hinna ungu, virðast beir annaðhvort telja fyrir utan verkahring sinn, eða þeir hafa ekki lag á því. Sú skoðun er komin inn hjá íslenzkum kennurum, að þeir leysi ætlunarverk sitt af hendi með því að kenna nemendum það, sem heimtað er af þeim til prófs. En ætlunarverkið er miklu víðtækara. Það er í því fólgið, að kenna mönnurn vel undir hið mikla próf lífsins, — hjálpa ungum mönnum til að verða menn í orðsins bezta skilningi, gf>ra þá að góðum og göfugum mönnum er séu alveg sjálfsagðir til að ganga út í baráttuna gegn hinu illa og öfuga í mannlífinu í hvaða stöðu, sem þeir kunna að standa í lífinu. — Þannig ritaði séra Friðrik J. Bergmann fyrir hálfri öld, en á þetta ekki við enn í dag? VEGURINN Á HVILFTARSTRÖND Einhverju sinni þegar Ellefsen var að byrja að reisa hvalstöð sína (í Ön- undarfirði), átti séra Janus Jónsson í Holti ferð út Hvilftarströnd, út á Flateyri. Hann reið svo sem leið lá, en er hann kom þangað, sem Ellefsen hugðist reisa stöðina, þá var allskon- ar efniviður í götunni og teppti hana. Séra Janus nam staðar og þóttist ekk- ert vita. Spurði hann menn, er voru þarna við vinnu, hverju það sætti að hreppsvegurinn væri nú lokaður, og lézt enga möguleika hafa til þess að halda áfram ferðinni. Varð af þessu nokkurt þóf, sem ekki fór fram hjá Ellefsen, er eigi var fjarri. En er hann frétti hver maðurinn var, setti hann þegar menn til þess að ryðja leiðina, svo að prófastur kæmist leiðar sinnar. Að vísu komst hann ekki hjá því að reisa hvalstöð sína þarna í fjörunni, en litlu síðar lét hann leggja upphleyptan veg uppi á bökkunum í stað hins aflagða. (Óskar Einarsson læknir). FRÉTTIR Bæarlífið í Reykjavík var ekki jafn viðburðaríkt fyrir aldamót og það er nú orðið. En þá var það talið til stór- frétta, sem enginn gefur gaum nú. Um það segir Knud Zimsen þetta dæmi í endurminningum sínum: Þegar hann var drengur í Hafnarfirði, var hann eitt sinn sendur til Reykjavíkur. Þar hitti hann ýmsa kunningja sína, sem voru á líku reki. „Þeir höfðu frá ýmsu að segja. Skip frá útlöndum hafði kom- ið í gær, og með því voru ýmsir far- þegar, sem þeir töldu upp, en ég þekkti ekki haus né sporð á. Svo hafði gam- all bær verið rifinn í Vesturbænum, en upp í Þingholtum var verið að reisa stórt timburhús, og þeir sögðu að ég þyrfti endilega að sjá það“. AD873 ¥ D 8 7 6 2 ♦ D 3 A D 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.