Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 14
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SMÁSAGA Sigur nýliðans IHVERT skifti sem talað er um það, hver hafi unnið stríðið, kemur mér ósjálfrátt í hug nýliði, sem kallaður var Taylor 08. Að vísu stóð hann ekki í neinum bardögum, þegar ég þekkti hann — það var ekki fyr en seinna að hann lenti í bardögum á ítalíu, en þá var ég austur í Bagdad. ( Ég tók fyrst eftir honum á hergöngu f Marlow-hæðunum. Það var haustið 1940 og við áttum að æfa nýliðana við erfiðar göngur á þriðjudögum og föstu- dögum. Þetta byrjaði með því að ég sá stálhjálm, sem nam rétt við öxlina á manninum sem á undan gekk. Og þegar ég laut niður, sá ég undir hjálm- inum magurt og þreytulegt andlit. Það var löðrandi í svita og maðurinn beit á vörina, eins og sá, sem er að harka af sér þjáningar. Nokkra stund gekk ég við hlið hans og sagði svo: „Hvemig líður þér?“ „Ágætlega, þakka yður fyrir,“ sagði hann. En það var nú síður en svo að hon- um liði ágætlega. Hann var svo skref- stuttur, að hann átti fullt í fangi með að stíga jafnlangt og hinir, og ég þótt- ist sjá að stóru stígvélin hans væri að gera út af við hann. „Þú getur fylgzt með?“ sagði ég. „Já, auðveldlega," sagði hann, skifti um öxl fyrir riffilinn og hissaði upp um sig byrðinni. „Það er heilsusamlegt að ganga svona úti, og herstjórnin borgar manni fyrir það.“ Eftir gönguna skoðaði ég fætur hans, og það var raunalegt að sjá þá. Ég sagði honum að hann skyldi tilkynna að hann væri lasinn og þyrfti á læknís- hjálp að halda. Daginn eftir kemur Brewer yfirliðs- foringi inn í tjald mitt og segir: „Taylor 08 biður um samtal. Ég sagði honum að það væri ekki hægt. Þessir nýliðar eru alltaf með eitthvert kvabb.“ En ég fór ekki eftir þessu, heldur sagði við hann: „Látið mannin koma, ég skal tala við hann.“ Nú var Taylor allt öðruvísi en daginn áður, hann líktist mest unglingi, sem er eirðarlaus aí heimþrá. Saga þessi er tekin úr smásagnasafninu „All in the Day“, sem gefið er út í London og er eftir R. C. Hutchinson. „Hvemig líður þér í fótunum?“ spurði ég, en það var eins og hann heyrði það ekki. Hann lagði símskeyti á borðið fyrir framan mig. Ég þóttist svo sem vita hvað í því stæði, því dags daglega rigndi niður skeytum sem voru á þessa leið: „Húsið hrundi í loftárás í nótt.“ En skeytið var þó ekki þanmg, heldur stóð þar: „Komdu heim undir eins. Kveðja. Liz.“ Ég sagði: „Þetta hryggir mig, sann- arlega hryggir þetta mig.“ Svo kom ég með útlistanir, sem ég hafði lært utan- bókar: hann þyrfti ekki að óttast neitt, yfirvöldin sæu um allt og þau mundu koma konu hans einhvers staðar fyrir. Hann hlustaði á mig, en sagði svo: „Ég verð að fara. Ég get sjálfur borg- að ferðakostnaðinn og ég skal vera kominn hingað á morgun áður en gang - an hefst, ég þarf aðeins að fá frí hálf- an dag.“ Nú skarst Brewer í leikinn: „Það er ekki hægt. Herstjórnin hefur lagt blátt bann fyrir að aðrir hermenn komi til Lundúna en þeir, sem hafa þar skyldu- störfum að gegna.“ Ég sagði: „Því miður er þetta satt og það eru mjög strangar fyrirskip- anir.“ En Taylor skildi þetta ekki. Hann horfði á mig eins og ég væri hundur, sem ekki vildi leika einhverja list af tómri þrákelkni. „Konan mín hefur hvergi höfði sínu að að halla og við eigum þrjú börn,“ sagði hann. Ég endurtók að við hefðum mjög strangar skipanir um að veita ekki slíkt leyfi, sem hann bað um.... það væri áreiðanlegt að gott fólk mimdi sjá konu hans fyrir einhverjum sama- 4*' ' • stað.... og svo framvegis. En hann fór þá að tala um málið frá sínu sjón- armiði, og ég veit ekki hve lengi þetta hefði gengið ef Brewer hefði ekki þrumað: „Þér hafið heyrt hvað for- inginn segir. Sælir. Út.“ Þannig lauk því. „Ég vorkenni þessum mönnum,“ sagði ég þegar hann var farinn. „Það er hart að eiga skammt heim og mega ekki fara þangað þegar þannig stend- ur á.“ Brewer dæsti: „Þær eru svona allar þessar konur. Komdu heim undir eins, segja þær. Halda þær að menn sínir sé starfsmenn hjá einhverju fegrunar- fyrirtæki?“ Þegar hann var farinn aflaði ég mér upplýsinga um hvar Taylor ætti heima í Lundúnum. Ég varð sjálfur að fara þangað daginn eftir og þegar ég hafði lokið erindi mínu hjá hermálaráðu- neytinu, taldi ég réttast að athuga hvernig konu Taylors liði. Hún átti heima í Pitlock Street og ég komst í bíl til Lion Cross. Þegar þangað kom þóttist ég sjá að ekki mundi verða svo auðvelt að hafa upp á konunni. Allt umhverfið þarna var líkast því að fellibylur hefði farið yfir og brotið allt niður. — Ég klöngraðist til Pitlock Street. Það hafði sloppið betur en aðr- ar götur, því að öðrum megin við það stóðu flest húsin uppi. Hin lágu í hrúgu úti á götunni. Þarna voru björgunar- sveitir og lögregla að störfum. En ég áleit tilgangslaust að spyrja þá um hvar nr. 23 hefði verið. Gömul kona sat þar á steinahrúgu. Hún var á nátt- kjól, en hafði fleygt karlmannsfrakka yfir sig og sat þarna reykjandi eins og ekkert hefði í skorizt. Ég sneri mér til hennar. „Farðu á lögreglustöðina," sagði hún. „Þeir hafa þar nöfn allra og vita hvað um þá hefur orðið. Ég á við lögreglu- stöðina í Longmore Road“. En það vildi nú svo til, að ég þurfti ekki á þessari ráðleggingu að halda. Skammt þaðan, ég held það hafi verið í Gaylor Street, hafði verið rudd braut í gegn um rústirnar. Og eftir þessari braut kom lítil og fornfáleg kerra svo hlaðin af alls konar dóti að engu var líkara en að hún mundi velta þá og þegar. Þar lá legubekkur á bakinu og ofan á honum nokkrir stólar, gömul klukka, ferðakista, búsáhöld og alls konar drasl. Og ofan á þessu sátu tveir krakkar, létu fætur dingla út af og átu sælgæti af beztu lyst. Kerruna dró fólk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.