Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U9 Við annan kjálkann var svo sem fjög- urra ára telpuhnyðra, en við hinn kjálkann ung kona og toguðu báðar eftir mætti. En á milli kjálkanna gekk enginn annar en Taylor 08. Hann sá mig áður en ég gæti laumazt burt og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. En af meðfæddri greind lét hann sem ekk- ert væri. „Ég er alltaf heppinn, herra minn,“ sagði hann. „Ég vissi af manni í Turn- ham Green sem átti kerru, og ég tók kerruna traustataki því að maðurinn er dauður. Þetta eru börnin mín og þetta er Liz, konan mín.“ Ég leysti litlu stúlkuna af hólmi og lagðist á kjálkann. Og svo drógum við kerruna áfram og Taylor sagðist ætla til Harrow Road. „Það var mikil heppni að við skyld- um geta tínt þetta saman," sagði hann. „Auðvitað höfum við misst talsvert, góðu æðardúnssængurnar okkar fóru, en þær voru brúðkaupsgjöfin okkar frá pabba og mömmu. En talsverðu höfum við bjargað, og það var ekkert áhlaupaverk að ná því út úr rústun- um.“ Hann sagði það víst satt, því að varla sá í þau hjónin fyrir ryki. „Börnin eru alveg ómeidd og hann Kalli þarna heldur að þetta sé einhver skemmtiferð, heldurðu það ekki Kalli?" sagði hann. „Hvert er nú ferðinni heitið?" spurði ég. „Út til Wembley. Ég á þar gamla frænku og hún mun skjóta skjólshúsi yfir Liz og krakkana, að minnsta kosti nokkra daga.“ „Það hefði verið betra fyrir þig að láta yfirvöldin sjá um þetta,“ sagði ég. „Þau hefði komið konunni eitthvað upp í sveit.“ Þetta fannst honum mesta fásinna: „Hvað hefði þá orðið um eigur okkar? Nei, þeim er óhætt þarna í Wembley.“ „Það er skylda mín að tilkynna þér, að þú verður kærður á morgun fyrir það að hafa farið burt án leyfis,“ sagði ég. „Þú færð sektir fyrir það og annað sem verra er.“ Eftir margra klukkustunda strit komum við í götuna þar sem frænkan átti heima, og þar skildi ég við þau. . Satt að segja var ég orðinn alveg upp- gefinn. „Þetta var fallega gert af yður,“ sagði konan við mig að skilnaði. „Þú átt að segja Sir, þegar þú talar við liðsforingja,“ setti hann ofan í við öil ióL anvmar \ Lg clska þig, sól, með sumar í armi vekjandi hjartað í hciinsins barmi. Jörðin biður um bliðu þína og bergir ástina af geislum þínum, unz fræ hennar vakna í fylgsnum sinuin. Og litlu lifin, í loftið sig teygja. Ef þú vcrmir þau ekki, þau vcrða að dcya. Köldu hjörtun, sem kól i vetur. Kysstu þau heit, ef að þú getur. MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR. hana. Þetta hafði hann þó lært af því að vera í hernum. Hann bar nú clzta barnið á bakinu, en hin voru sofnuð í kerrunni. „Ég skal koma þeim fyrir hvort sem sú gamla vill eður ekki,“ sagði hann og átti þar við frænku sína. Og svo horfði ég á eftir þeim, hvernig þau mjökuðust áfram,. þangað til þau hurfu fyrir horn. Morguninn eftir sagði Brewer við mig: „Engin kæra í morgun, Sir.“ „Er Taylor kominn?" spurði ég. „Var hann ekki fjarverandi í gær?“ Þetta kom flatt upp á hann. „Ég hef enga tilkynningu fengið um það.“ Hann hringdi til hermannaskálanna og bað Jack liðþjálfa að koma undir eins. Jack kom. „Var Taylor 08 með í hergöpgunni í gær?“ spurði Brewer. Það kom ofurlítið hik á Jack, en ég sá að Brewer gaf honum ofurlitið merki með augunum, eins og menn gera oft í hernum. Og svo sagði Jack hátt og hiklaust: „Hann var við í allan gærdag.' Brewer sneri sér að mér kaldur og rólegur, eins og hann hefði beztu sam- vizku. Mönnum lærist þetta þegar þeir iðka smávegis ósannindi. „Það er þá allt í lagi,“ sagði ég. Seinna um daginn vorum við að ganga upp hlíð, sem e.r enn brattari en hlíðarnar hjá Marlow. Og þá kom ég auga á mann, sem var hálfhulinn af hjálminum sínum og Sá aðeins á stutta fætur, sem reyndu að stíga lengra en þeim var eðlilegt. Ég gekk til hans. „Hvernig líður þér í fótunum núna?“ spurði ég til þess að segja eitthvað. Mér sýndist snöggvast koma glettnis- svipur á hann. „Líður í fótunum.... ágætlega, Sir .... maður hefur gott af því að ganga hérna og svo borgar herstjórnin manni fyrir það.“ 0*^Ю®®CPs SUMIR menn hugsa sig um langa stund áður en þeir segja nokkurn hlut, og segja þó aldrei neitt, sem hlustandi er á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.